Staðan hjá Skanva vegna COVID-19
Kaup og pantanir
Söludeildin okkar er fullmönnuð og við svörum í símann eins og venjulega. Við tökum á móti og afgreiðum pantanir eins og venjulega.
Mundu að netverslunin okkar er auðvitað alltaf opin – 24/7.
Verslun
Okkur er umhugað um velferð viðskiptavina okkar og starfsfólks. Vegna COVID-19 virðum við grímunotkun og nálægðarmörk og hvetjum viðskiptavini okkar að gera slíkt hið sama.
Framleiðsla
Við upplifum í augnablikinu seinkanir frá birgjum okkar, þar sem t.d. handföng, skrúfur, festingar ofl. er uppselt hjá þeim. Við reynum eftir bestu getu að hindra seinkanir, með því að nýta aukahlutina frá öðrum tilsvarandi birgjum. Við gerum okkar allra besta til að forðast eða minska mögulegar seinkanir, en oftast er það ekki í okkar höndum. Við afsökum óþægindin sem þetta getur valdið.
Afhendingartími
Afhendingartíminn er óbreyttur í flestum tilfellum. Þó gæti bæst við ein auka vika í sumum tilfellum. Ef það gerist munt þú fá þær upplýsingar í tölvupósti um leið og við fáum þær.
Bókhaldið
Við erum fullmönnuð og svörum eins og venjulega.
Þjónusta
Öll þjónustutilfelli eru meðhöndluð eins og venjulega og svartíminn er sá sami og áður. Það getur tekið lengri tíma í sumum tilfellum en áður að fá þjónustumann út, vegna COVID-19.