Stefna um kökur og persónuvernd

Stefna Skanva varðandi kökur og persónuvernd

 

Inngangur

Þegar þú heimsækir vefsíðuna okkar er upplýsingum um þig safnað sem notaðar eru til að aðlaga og bæta efni okkar og auka virði auglýsinga sem eru birtar á síðunni. Ef þú vilt ekki að upplýsingum sé safnað þarftu að eyða kökum (sjá leiðbeiningar) og hætta að nota vefsíðuna. Hér fyrir neðan eru skýringar á þeim upplýsingum sem er safnað, í hvaða tilgangi þeim er safnað og þá þriðju aðila sem hafa aðgang að þeim.

 

Kökur

Vefsíðan notar „kökur“, sem er textaskrá sem er geymd á tölvunni þinni, í farsímanum o.s.frv. í þeim tilgangi að þekkja, muna eftir stillingum, bjóða upp á tölfræði og birta markvissar auglýsingar. Kökur geta ekki innihaldið skaðlegan kóða eins og veirur.

 

Hægt er að eyða kökum eða loka á þær. Sjá leiðbeiningar: https://minecookies.org/cookiehandtering

 

Ef þú eyðir kökum eða lokar á þær gætu auglýsingarnar sem þú sérð ekki verið jafn viðeigandi fyrir þig og þær gætu birst oftar. Auk þess er hætta á því að vefsíðan virki ekki eins og hún á að gera og að þú hafir ekki aðgang að einhverju efni.

 

Vefsíðan inniheldur kökur frá þriðju aðilum, þar á meðal:

 

  • Hotjar
  • Google Analytics
  • Google tag manager
  • Livechat Inc.


Persónuupplýsingar

 

Almennt

Persónuupplýsingar eru upplýsingar af ýmsu tagi sem er að einhverju leiti hægt að tengja við þig. Þegar þú notar vefsíðu okkar söfnum við og vinnum úr slíkum upplýsingum. Þetta gerist meðal annars þegar þú færð aðgang að efni, ef þú skráir þig fyrir fréttabréfi, tekur þátt í samkeppnum eða könnunum, skráir þig sem notandi eða áskrifandi eða notar þjónustu eða gerir kaup á vefsíðunni.

 

Við söfnum og vinnum yfirleitt úr eftirfarandi tegundum upplýsinga: Einkvæmt auðkenni og tæknilegar upplýsingar um tölvuna, spjaldtölvuna eða farsímann þinn, IP-tölu, landfræðileg staðsetning og á hvaða síður þú smellir (áhugasvið). Að því marki sem þú gefur beint samþykki og færir þessar upplýsingar inn sjálf(ur) er einnig unnið úr: Nafni þínu, símanúmeri, netfangi, heimilisfangi og greiðsluupplýsingum. Þetta er yfirleitt í tengslum við innskráningu á notanda eða við kaup.

 

Öryggi

Við vinnum úr persónuupplýsingum þínum á öruggan hátt og í trúnaði í samræmi við gildandi lög, þar á meðal persónuverndarreglugerðina og lög um gagnavernd.
Upplýsingarnar þínar eru aðeins notaðar í þeim tilgangi sem þeim er safnað og þeim verður eytt þegar þeim tilgangi hefur verið náð eða hann á ekki lengur við.

 

Við höfum gripið til tækni- og skipulagslegra úrræða til að koma í veg fyrir að upplýsingunum þínum verði óvart eða ólöglega eytt, þær birtar, að þær týnist, rýrni eða komist í hendur óviðkomandi aðila, að þær verði misnotaðar eða notaðar á þann hátt sem brýtur í bága við lög.

 

Markmið

Upplýsingarnar eru notaðar til að bera kennsl á þig sem notanda og sýna þér þær auglýsingar sem líklegast er að veki áhuga þinn, skrá kaup þín og greiðslur og til að geta afhent þjónustu sem þú hefur óskað eftir, til dæmis með því að senda fréttabréf. Auk þess notum við upplýsingarnar til að fínstilla þjónustu okkar og efni.

 

Geymslutími

Upplýsingarnar eru geymdar í þann tíma sem heimilaður er samkvæmt lögum og við eyðum þeim þegar þeirra er ekki lengur þörf. Tímabilið fer eftir eðli upplýsinganna og ástæðu fyrir geymslu. Því er ekki hægt að gefa upp almennan tíma fyrir það hvenær upplýsingum er eytt.

 

Afhending upplýsinga

Upplýsingar um notkun þína á vefsíðunni, hvaða auglýsingar eru birtar þér og hverjar þú smellir á, landfræðilega staðsetningu þína, kyn, aldursflokk o.fl. eru sendar áfram til þriðja aðila að því marki sem þessar upplýsingar eru þekktar. Þú getur séð hverjir þriðju aðilarnir eru í hlutanum „Kökur“ hér að ofan. Upplýsingarnar eru notaðar til að miða auglýsingum.

 

Við notumst auk þess við þjónustu ýmissa þriðju aðila til að geyma og vinna úr gögnum. Þessir aðilar vinna aðeins úr upplýsingum fyrir okkar hönd og mega ekki nota þær í eigin tilgangi.

 

Við afhendum persónuupplýsingar á borð við nafn þitt og netfang aðeins að fengnu samþykki þínu. Við notum aðeins gagnavinnsluaðila innan ESB eða í löndum sem geta tryggt viðeigandi vörn fyrir upplýsingarnar þínar.

 

Innsýn og kvartanir

Þú hefur rétt á að fá vitneskju um það hvaða persónuupplýsingar við vinnum með um þig á almennu sniði (meðfærilegu gagnasniði). Þú getur einnig mótmælt notkun upplýsinga þinna hvenær sem er. Þú getur einnig afturkallað samþykki þitt á úrvinnslu upplýsinga um þig. Ef upplýsingar sem unnið er úr um þig eru rangar átt þú rétt á því að fá þær leiðréttar eða fá þeim eytt. Fyrirspurnir um þetta má senda til: [email protected]. Ef þú vilt kvarta yfir meðhöndlun á persónuupplýsingum þínum getur þú einnig haft samband við Persónuvernd.

 

Ef þú vilt ekki lengur að við vinnum úr persónuupplýsingum þínum eða vilt að við takmörkum úrvinnslu á persónuupplýsingum þínum getur þú einnig sent okkur beiðni um slíkt á ofangreint netfang.

 

Útgefandi

Vefsíðan er í eigu og er gefin út af:

Skanva ehf.
Fiskislóð 73
101Reykjavík
Sími:558 8400
Tölvupóstur: [email protected]