Síminn opnar aftur á mánudag kl. 13:00

  • Karfa Cart

Öryggispakki fylgir

Þrátt fyrir að það sé erfitt að brjótast inn í gegnum okkar glugga og hurðir, höfum við uppfært allar festingar á tré og tré/ál gluggum okkar. Þetta lengir verulega tímann sem það tekur að brjótast inn og þjófurinn því mun líklegri til að fara í annað hús þar sem það er auðveldara.

Kvistlaus gæðaviður

Gluggarnir okkar og hurðir úr tré og tré/áli eru úr hægvaxandi gæðavið, sem er þekktur fyrir styrk og endingu. Til að koma í veg fyrir trjákvoðusmit er viðurinn fingraður, sem þýðir að kvistirnir eru skornir burt. Einnig er um að ræða límtré sem gerir það að verkum að mun ólíklegra er að viðurinn verpist.

Gluggar og hurðir eftir máli

Allir gluggar okkar og hurðir eru framleiddar eftir málum og óskum viðskiptavina okkar. Það þýðir að þú getur auðveldlega hannað hurð eða glugga eftir þínum sérstöku óskum. Til dæmis getur þú valið hvort þú vilt hreint gler eða sandblásið gler.

10 ára ábyrgð

Við höfum 10 ára ábyrgð á öllum gluggum og hurðum úr tré, tré/áli og plasti. Ábyrgðin nær yfir galla í efni og framleiðslu svo lengi sem ekki er um slys að ræða, svo þú getur andað rólega með 10 ára ábyrgð frá okkur. Það er trygging um gæði.

Stuttur afhendingartími

Með nútíma framleiðsluaðferðum höfum við afhendingartíma 10 vikur. Þetta þýðir að við erum meðal þeirra fljótustu á Íslandi þegar kemur að afhendingu á sérsniðnum gluggum og hurðum.

Verðsamanburður

Ef þú finnur glugga eða hurðir í sambærilegum gæðum á lægra verði frá öðrum gluggaframleiðanda, munum við bjóða samstundis sama verð. Þú einfaldlega sendir tilboðið til okkar, við förum yfir það og bjóðum þér að kaupa vörurnar frá okkur á sama verði.

Þú færð ekki betri þjónustu á Íslandi

Hjá Skanva reynum við af fremsta megni að veita viðskiptavinum okkar bestu upplifun – frá upphafi til enda. Eitt af grunngildum okkar er “öryggi”, og það er því þungamiðjan í öllu sem við gerum. Þess vegna bjóðum við viðskiptavinum okkar persónulega ráðgjöf ef þörf krefur.

Mikil ánægja viðskiptavina

Við sjáum mikinn sóma í að veita viðskiptavinum okkar góða reynslu þegar þeir versla við okkur. Þess vegna erum við mjög stolt af öllu hrósinu sem við fáum stöðugt.

Engin fyrirframgreiðsla þegar greitt er með kreditkorti

Þegar þú pantar glugga og hurðir hjá okkur er engin fyrirframgreiðsla þegar greitt er með kreditkorti. Þegar pöntunin er send frá verksmiðjunni, skuldfærist heildarupphæðin af kortinu.

Fáðu óskuldbundin ráð og leiðbeiningar

 

Sýningarsalurinn er opinn:
Föstudaga: 09:00 til 12:00
Fiskislóð 31 E
101 Reykjavík

 

Síminn er opinn
Mánudaga-Fimmtudaga: 13:00 til 17:00
Föstudaga: 13:00 til 16:00
Lokað um helgar

558 8400

skanva@skanva.is

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um notkun vafraköku. stefnu okkar