-
Heim
/
-
Inniloft
- Heim /
- Inniloft
Inniloft
Gott loft innandyra er lykilatriði þegar kemur að heilsu og líðan íbúanna. Það er einnig mikilvægt í tengslum almennt viðhald og ástand hússins. Hér getur þú lesið meira um hvernig á að búa til gott andrúmsloft innandyra.


Rakamyndun
Rakamyndun á gluggum og hurðum er þekkt vandamál á mörgum íslenskum heimilum. Þegar rakt og heitt loft kólnar á köldu gleri myndast raki. Sérstök hætta er á rakamyndun á glerinu á haustin og á veturna þegar við hitum upp húsin á sama tíma og það kólnar á nóttunni og morgnana. Þegar það er mikill munur á hitastigi úti og inni verður rakamyndun á gluggunum meiri. Gluggar í svefnherbergjum og votrýmum, þar sem hitastig er venjulega lægra, eru staðir þar sem rakamyndun á gluggunum er algengari.
Í þeim tilfellum þar sem rúður eru A eða B merktar, verður rakamyndun ef rakastigið er mjög hátt.
Skortur á loftræstingu
Á haustin og veturna er meiri þörf á að lofta út. En það er einmitt þá sem við loftum síst út. Það er mikilvægt að rakinn sem hefur myndast í húsinu yfir sumarið komist út. Ef það gerist ekki myndast raki. Slíkur raki myndast oft vegna þess að þvottur er hengdur upp innandyra yfir köldustu og rökustu mánuðina.
Þungt loft
Yfir haust og vetrarmánuðina er oft dregið fyrir gluggana og þá loftar ekki á milli gluggatjaldanna og gluggans. Þar með kólnar loftið og raki byrjar að myndast inna á glugganum. Hagstæð skilyrði fyrir rakamyndun eru einmitt lítil loftræsting, mikill raki og mismunandi hitastig.
Ef raki hefur myndast á gluggunum þínum er best að þurkka hann með handklæði, pappír eða einhverju svipuðu. SMI Innanhússhandbókin mælir með að rakastig eigi vera á milli 40-45%. Hægt er að nota rakamæli til að mæla rakastig á heimilinu. Reynið að lofta út þegar loftið úti er þurrt.
Ráð til að halda inniloftinu góðu
Hér fyrir neðan er hægt að lesa átta góð ráð varðandi það hvernig á að viðhalda góðum loftgæðum innandyra, meðal annars með réttri notkun á gluggum og hurðum.
1. Loftið út lengi og oft
Opnið alla glugga og hurðir upp á gátt og loftið út í eins marga klukkutíma og mögulegt er þegar ekki er of kalt úti. Gott er að taka sér heilan dag í að lofta út. Það er mikilvægt að uppsafnaður raki í húsnæðinu og byggingarefnum hafi nægan tíma til að hverfa. Síðan er gott að lofta út nokkrum sinnum á dag – sérstaklega í votrýmum og svefnherbergjum. Í þessum litlu, köldu og röku herbergjum með lélega loftræstingu eru sérstaklega heppileg fyrir raka til að myndast. Þú þarft líka að lofta út í rigningu!
2. Leyfðu loftinu að flæða
Leyfðu loftinu að flæða á milli herbergja á heimilinu með því að sleppa því að loka dyrum eins oft og mögulegt er.
3. Opnaðu glugga þegar þú ert búinn að hengja upp þvott.
Þegar þú þarft að hengja upp þvott innandyra er mikilvægt að lofta út á meðan. Til dæmis er hægt að setja gluggana á loftræstistillingu.
4. Athugaðu loftrásirnar
Á hverju hausti ættir þú að athuga hvort loftræstiventlar og rásir í stofu, baðherbergi og þvottahúsi virka eðlilega. Ýtarleg hreinsun á loftræstirásum, sem eru venjulega staðsettar í gluggum eða útveggjum, er mikilvæg. Fuglahreiður, geitungabú, kóngulóavefir og ryk kann að hafa safnast í þeim.
5. Athugaðu hitann
Reyndu að hafa sama hitastig í öllum herbergjum hússins, 20 til 21 gráðu.
6. Markmiðið eru ör loftskipti
Loftið í stofunni ætti að endurnýjast á hálftíma fresti. Og jafnvel oftar í eldhúsinu og baðherberginu. Loftræstirásir og ventlar eru því ekki nóg til að tryggja næg loftskipti og því er gott að lofta út í 5-10 mínútur 3 sinnum á dag. Eða oftar.
7 Athugaðu loftræstinguna
Ef þú setur nýja glugga í eldra hús, lendir þú oft í því að raki fer að myndast á gluggum frá október. Þetta gerist vegna þess að húsið er skyndilega orðið þéttara. Þess vegna er mikilvægt að þú sért viss um að húsið hefur nægjanlega loftræstingu. Það ætti að vera að minnsta kosti ein loftræstileið í hverju herbergi.
8. Stilltu sjálfvirka loftræstingu rétt
Sjálfvirkt loftræstikerfi verður að vera stillt nákvæmlega eftir þörfum hússins. Fylgdu leiðbeiningum framleiðandans og láttu einnig yfirfara kerfið reglulega og fylgdu viðhaldsleiðbeiningunum.