Heimagerðar skreytingar

Í ár höfum við tekið höndum saman með garðbloggaranum Maríu Lundval, sigurvegara CPH GARDEN 2019. Hún hefur hjálpað okkur að skreyta gluggana og útihurðina og gefið okkur innblástur um hvernig við sköpum notalega jólastemmingu heima.

Besta ráð Maríu er: „Auðveldaðu þér verkið og notaðu það sem þú átt heima fyrir.”
Gerðu fínt fyrir jólin með skrautinu úr kassanum í geymslunni, þar er örugglega eitthvað sem má nota. Það getur verið bæði gaman og gefandi að fara í göngutúr út í skóg áður en byrjað er að skreyta fyrir jólin. Þar getur þú náð þér í greinar, köngla, ber og greni sem notað til að gera fínt. Þú getur líka notað önnur efni úr náttúrunni eins og María hefur gert.
Hún fann rósmarín í garðinum sínum sem hún fléttaði í lítinn krans sem er fullkominn til að hengja upp í glugga. „Þetta gefur svo léttan blæ,“ segir hún.

Leiðbeiningar um heimagerðar skreytingar með LivsnyderhavenLeiðbeiningar um heimagerðar skreytingar með Livsnyderhaven
Látlausar jólaskreytingar utandyraLátlausar jólaskreytingar utandyra

Á ferð sinni í skóginn fann María einnig fallegar greinar með litlum könglum og greinar með rauðum berjum. Þær er hægt að nota til að skreyta glugga og dyr.
María notar einfalda hluti í skeytingarnar sínar. Hún hefur sett fallegar greinar með berjum í vasa í gluggakistuna og greinar með könglum eru í stórri körfu á gólfinu.
Mundu að halda þig við þinn eigin stíl.

Ef þú ert alla jafna fyrir norrænan stíl skaltu reyna að hafa jólaskreytingarnar í sama stíl – líka heimagerðu skreytingarnar.

Ef þú ert meira fyrir bandarískan stíl með stórum rauðum slaufum og ljósum skaltu að sjálfsögðu fylgja þeim stíl!

Heimagerðar jólaskreytingar með greni og könglumHeimagerðar jólaskreytingar með greni og könglum

Leiðbeiningar um hvernig þú býrð til hurðarkrans

Áður en María byrjaði á jólakransinum fyrir útihurðina fór hún í næstu garðyrkjuverslun og keypti tvö knippi af grænum greinum fyrir um 1000 krónur.
Þú getur keypt margar gerðir af grænum greinum, mosa, könglum o.s.frv. en þú getur auðveldlega föndrað ódýrar jólaskreytingar með því að nota það sem þú finnur í nærumhverfi þínu. María fann könglana úti í skógi. Byrjað er á að forma og binda grunnlögun. Hún notar grænan stálvír til að halda löguninni.
Þegar þú hefur fundið góða grunnlögun og þá stærð sem passar getur þú byrjað að bæta grænu skreytingarefni við. María segir:

„Ég valdi að hafa kransinn náttúrulegan þar sem það er í okkar stíl.“

Náttúrulegur stíll þýðir að hann má gjarnan vera svolítið lifandi og þarf ekki að vera fullkominn eða sléttur og felldur.
Þvert á móti er hann einfaldur, norræn og náttúrulegur í útliti. Loks eru könglarnir festir við með blómavír – það er punkturinn yfir i-ið. Nú er hægt að hengja kransinn á útihurðina og láta hann bjóða gestina velkomna.

Látlaus jólaskreyting fyrir gluggannLátlaus jólaskreyting fyrir gluggann
Látlaus jólaskreyting frá bloggaranum LivsnyderhavenLátlaus jólaskreyting frá bloggaranum Livsnyderhaven

Aðventan nálgast og þá er góður tími til að fara að huga að jólaskreytingunum.
Vonandi hafa hæfileikar Maríu til að nota efni úr náttúrunni til að fegra umhverfið gefið þér hugmyndir til að föndra þitt eigið heimatilbúna jólaskraut.

Ef þú vilt fá enn fleiri hugmyndir skaltu fylgjast með Maríu á Instagram-reikningi hennar, Livsnyderhaven.

Ertu tilbúin/n til að panta nýja glugga og/eða hurðir?