Heimsending frá 9.900,- |

Síminn er opinn til kl.16

  • Karfa Cart

Plasthurðir

Plasthurðir okkar – einnig þekktar sem PVC hurðir – eru allar með 10 ára ábyrgð. Plasthurð er upplagt val ef þú vilt ekki eyða tíma í viðhald. Við mælum sérstaklega með að þú fáir þér plasthurð ef þú býrð nálægt sjó því seltan hefur engin áhrif á plastið, ólíkt t.d. tré og áli.

PVC Skandinavía: Þessi vörulína er í boði með 116 mm karmdýpt , sem er hentug fyrir flest heimili á Ísland. Þegar þú kaupir nýja glugga og hurðir er mikilvægt að þau passi saman. Þess vegna er mikilvægt að þú pantar nýju plastgluggana og nýju plasthurðirnar úr sömu vörulínu. Ef þú vilt að gluggarnir opnist út þarftu að velja PVC Skandinavía. Því ættir þú einnig að velja nýju plasthurðina úr PVC Skandinavía, svo plastgluggarnir þínir og plasthurðin passi saman.

Lesa meira um efnisval hér.

Fáðu plasthurð sem hentar þínum þörfum

Prófaðu verðreikninn okkar og lagaðu plasthurðina þína að þínum óskum og þörfum. En áður en þú byrjar á því, mælum við með að þú lesir eftirfarandi upplýsingar um mismunandi tegundir af hurðum.

Útihurð úr plasti

Það er mikilvægt að þú finnir plasthurðina sem passar heimilinu þínu fullkomlega. Val á hurðum er mjög mikilvægt fyrir notkun sem og útlit hússins. Við bjóðum plastútihurðir með gæða festingum frá þýska fyrirtækinu Winkhaus. Hurðin er innbrotsvarin með læsingum á þremur stöðum, uppi, niðri og á hliðinni.

Vinsælasta plasthurðin okkar samanstendur af fyllingu niðri og einu gleri fyrir ofan. Þessi tegund er vinsæl vegna þess að það er hægt að líta út um gluggann, og hann hleypir líka birtu inn á heimilið.

Útihurðir okkar úr plasti koma án húns með læsingu, en í verðreikninum okkar undir ‘húnar’ hefur þú möguleika á að velja að við setjum hann í fyrir þig.

Hliðarþil úr plasti

Ef þú vilt gera aðeins meira úr hurðunum þínum er hliðarþil góð lausn. Auk þess að hliðarþil gefi inngangi hússins sérstöðu, er það líka hagnýtt vegna þess að þú færð meiri birtu inn ásamt því að þú getur kíkt út um það, svo lengi sem það er með glugga.

Hliðarþilin okkar fást í  PVC Skandinavía.

Ath: Þú getur fengið tengilista senda með, svo þú getur auðveldlega tengt plasthurðina og hliðarþilið saman. Ef þess er óskað, vinsamlegast láttu okkur vita í athugasemda kassanum, sem finna má á sömu síðu og þú slærð inn afhendingar upplýsingar.

Tvöföld útihurð úr plasti

Tvöfaldar útihurðir eru oft notaðar á heimili þar sem óskað er eftir tilkomumiklum inngangi. Þess vegna er þessi tegund hurða oft í sígildum virðulegum eldri einbýlishúsum.

Útihurðir okkar úr PVC koma með hágæða festingum frá þýska fyrirtækinu Siegenia. Þetta þýðir að hurðin er innbrotsvarin með þremur læsingum.

Staðlaðar plasthurðir frá okkur afhendast án húna og læsinga, en þú getur auðveldlega pantað það í verðreikninum okkar undir “hurðarhúnar”.

Svalahurð úr plasti

Ef þú vilt greiðan aðgang út í garðinn, veröndina eða svalirnar er svalahurð ómissandi. Auk þess hjálpar svalahurð mikið til við að lofta út.

Svalahurðirnar okkar koma staðlaðar með hún án láss að innan, en það er einnig hægt að uppfæra í hún með lás eða hnappi. Þetta getur þú valið á verðreikninum undir “húnar svalahurð ‘.

PVC Skandinavía: Fæst með bremsu. Ef þess er óskað er hægt að fá húninn á svalahurðinni með bremsu. Þetta þýðir að með því að snúa húninum niður er hægt að festa hurðina í þeirri stöðu sem óskað er. Þannig slæst hurðin ekki til í vindinum þegar verið er að lofta út.

Sólskálaeiningar úr plasti

Sólskálaeiningar eru eins og nafnið gefur til kynna oft notaðar í sólskála en er hægt að nota hvar sem er á heimilinu þar sem þú vilt mikla birtu.

Ath: Þú getur fengið senda tengilista með til þess að þú getir sett sólskálaeininguna þína upp með öðrum vörum, t.d. svalahurð. Ef þú vilt fá þá senda með, vinsamlegast taktu það fram í athugasemda kassanum sem þú finnur á sömu síðu og þú slærð inn afhendingar upplýsingar.

Það sem einkennir sólskálaeiningar er að þær samanstanda af stórum gluggum, sem gefa mikla birtu. Á sama tíma gefa sólskálaeiningar góða sýn yfir það sem er fyrir utan.

Sólskálaeiningarnar okkar fást bæði með og án opnunar. Því skaltu hafa eftirfarandi í huga:

PVC Skandinavía: Það sem einkennir PVC Skandinavía er að allir gluggar opnast út. Ef þú velur sólskálaeiningu með opnun opnast glugggarnir á neðri brún. Það þýðir að glugginn er opnaður með hún sem er á neðri brún gluggans. ATH: Mundu alltaf að velja alla glugga og hurðir sem þú vilt úr sömu línu. Þannig tryggir þú samræmi.

 

Tvöföldar svalahurðir úr plasti

Tvöföld svalahurð er mjög góður kostur ef þú vilt mikla birtu og að það sjáist vel út. Þar að auki er þessi tegund hurða tilvalin ef þú vilt greiða leið milli íbúðarinnar og útisvæðisins.

Staðlaðar koma tvöföldu svalahurðirnar okkar úr plasti með hún án láss innan á. Lás er ekki nauðsynlegur þar sem það er ekki húnn utan á. Ef lás að innan óskast, er auðvelt að uppfæra húninn í hún með lás eða hnappi. Þetta getur þú auðveldlega valið í verðreikninum undir “húnar svalahurðir ‘.

Þar sem svalahurðir okkar í PVC bjóðast í tveimur mismunandi línum, eru nokkur atriði ólík sem þú ættir að vera meðvitaðir um:

PVC Skandinavía: Fæst með bremsu Það er kostur ef þú vilt geta haldið hurðinni opinni í ákveðinni stöðu. Með því að snúa húninum niður á meðan hurðin er opin festist hurðin í þeirri stöðu. Þetta getur verið gagnlegt þegar loftað er út því þá slæst hurðin ekki til í vindinum.

Fannstu ekki plast hurðina sem þú vildir?

Þarfir viðskiptavinarins eru alltaf í forgrunni hjá Skanva. Gluggar og hurðir ættu að passa við stíl heimilisins og kröfur viðskiptavinarins, og því leggjum við áherlsu á mikinn sveigjanleika í formi mikils úrvals af stöðluðum hlutum og aukahlutum.

Ef þú finnur ekki plasthurðina sem þú ert að leita að hér á skanva.is skaltu gera eftirfarandi:

  • Settu stöðluðu einingarnar sem þú vilt kaupa í innkaupakörfu. Vistaðu innkaupakörfuna og bíddu með að ljúka greiðslu.
  • Hafðu samband við okkur í síma: 558-800 eða í tölvupósti skanva@skanva.is og segðu okkur hvers konar plasthurð þú vilt. Þá getum við bætt réttu hurðinni í innkaupakörfuna þína innan 1-2 virkra daga. Þú munt fá tölvupóst frá okkur þegar hún er komin í innkaupakörfuna.
  • Þá er hægt að klára pöntunina.
Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um notkun vafraköku. stefnu okkar