Gluggar úr tré/áli

Gluggar úr tré/áli fyrir heimilið

10 ára ábyrgð er á nánast öllum vörum okkar úr tré og tré/áli. Gluggar okkar úr tré/áli eru sterkbyggðir og klæddir með duftlökkuðu áli að utanverðu. Það þýðir að gluggar okkar og hurðir úr tré/áli hafa einstaklega gott þol gagnvart geislum sólarinnar og veðri og vindum almennt. Ef þú velur glugga úr tré/áli færðu vöru sem þarfnast lágmarksviðhalds.

 

Auk þess sem viðhald á utanverðri hliðinni er í lágmarki færðu einnig innanverða hlið úr tré. Þú þarft því ekki að gera neinar málamiðlanir þegar kemur að því að hafa heimilið notalegt. Viðurinn sem er notaður í tré/álglugga er úr borðum sem felld eru hvort inn í annað, sem þýðir að kvistir úr trénu hafa verið fjarlægðir.

 

Við getum boðið upp á nánast allar tegundir glugga úr tré/áli en þó ekki veltiglugga. Þetta minnkar líkur á sýnilegum kvistum og kemur í veg fyrir útfellingu trjákvoðu. Ef þú vilt kynna þér val á efni nánar getur þú gert það hér.

 

Tré/álgluggar eru oftast notaðir í nútímalegum húsum frá 7. áratugnum og síðar. Hurðir okkar úr tré/áli henta þó í flest hús, álið á utanverðum hurðunum er nefnilega hannað þannig að þær líkist viðarhurðum eins mikið og hægt er. Einnig er hægt að fá tré-/álgluggana bæði með nútímalegu og sígildu útliti að innanverðu og henta þeir því fyrir heimili þar sem óskað er eftir sígildu útliti.

Fáðu tré/álglugga sem uppfyllir þarfir þínar

Þú getur notað verðreiknivél okkar til að fá glugga eftir máli og breytt eiginleikum og útliti gluggans til að fá nákvæmlega þann glugga sem þú vilt. Áður en þú byrjar mælum við þó með því að þú lesir eftirfarandi upplýsingar um mismunandi tegundir glugga úr tré/áli til að þú hafir þær upplýsingar sem þú þarft til að velja þá lausn sem hentar þér og þínu heimilinu.

Toppstýrðir gluggar úr tré/áli

Toppstýrðir gluggar eru með vinsælustu gluggunum á Íslandi. Þessir gluggar eru oft í nútímalegum húsum og því sjást toppstýrðir gluggar úr tré/áli í nýbyggingum víða um land.

 

Kosturinn við að velja toppstýrða glugga er að þeir gefa mikla birtu og gott útsýni vegna þess að þeir eru án gluggapósts og lista í staðalútfærslu. Við mælum einnig með þessum gluggum fyrir hús með sígildu útliti þar sem þeir eru fáanlegir með listum – þannig fást þægindin við toppstýrða glugga og útlit sveitaglugga eða herragarðsglugga.

 

Toppstýrðir gluggar opnast neðst með rennibraut og hún og eru því mjög auðveldir í notkun. Þegar glugginn er opnaður rennur hann niður að ofanverðu. Því er auðvelt að lofta vel út þar sem loftið streymir inn bæði uppi og niðri.

Hliðarhengdir gluggar án lista úr tré/áli

Hliðarhengdir gluggar án lista eru mjög vinsælir þar sem þeir henta í flestar gerðir húsa. Kosturinn við hliðarhengda glugga án lista er að þeir gefa betra útsýni og meiri birtu en þegar þeir eru með listum.

 

Eins og nafnið gefur til kynna eru hjarirnar á hlið glugganna. Gluggarnir opnast því til hægri eða vinstri. Þeim er lokað með krækju og stormjárni í staðalútgáfu, sem flestir velja ef þeir vilja að glugginn hafi sígilt útlit.

 

Hægt er að fá hún í staðinn til að fá lokunarkerfi sem er nútímalegra og auðveldara í notkun. Þetta er einfalt að velja undir „lokunarkerfi glugga“ í verðreiknivél okkar.

Sveitagluggar úr tré/áli

Sveitagluggar eru ásamt toppstýrðum gluggum á meðal vinsælustu glugganna frá okkur. Sveitagluggar eru sígildir gluggar sem gefa hverju heimili sígilt og notalegt útlit. Það sem einkennir sveitaglugga er að þeir samanstanda annaðhvort af tveimur listum sem saman mynda kross eða láréttum listum.

 

Þú getur valið hversu margir listar eru í glugganum. Til að geta séð vel út eða fengið mikla birtu inn er mælt með að takmarka fjöldann eða velja 25 mm lista. Hæðin hefur einnig mikið að segja um hve marga lista skal velja.
Hjarirnar eru á hlið sveitaglugga og því opnast gluggarnir til hliðar, annaðhvort til hægri eða vinstri.

 

Þeim er lokað með krækju og stormjárni, sem flestir velja ef glugginn á að hafa sígilt útlit. Ef óskað er eftir því að glugginn sé auðveldur í notkun og með nútímalegra útliti er hægt að skipta um og fá hún. Þetta er gert undir „lokunarkerfi glugga“ í verðreiknivélinni.

Herragarðsgluggar úr tré/áli

Herragarðsgluggar eru fallegir og sígildir gluggar sem oft sjást í virðulegum eldri húsum. Það sem einkennir herragarðsglugga er að þeir eru bæði með láréttum og lóðréttum listum sem skipta hverju gluggafagi í 6 til 8 rúður.

 

Fjöldi lista hefur því áhrif á það hve mikilli birtu þeir hleypa inn. Við mælum þess vegna með því að nota 25 mm lista. Auk þess þarf að íhuga fjölda glerflata.

 

Herragarðsgluggar opnast annaðhvort til hægri eða vinstri og í staðalútgáfu opnast þeir og lokast með krækju. Krækjur gefa glugganum sígilt og gamaldags útlit en til að fá nútímalegra útlit og gera þá auðveldari í notkun er hægt að skipta um og fá hún í staðinn. Þetta er hægt að velja undir „lokunarkerfi glugga“ í verðreiknivél okkar.

Fánagluggar úr tré/áli

Fánagluggar eru vinsælir klassískir gluggar sem oftast eru notaðir í virðulegum eldri húsum. Það sem einkennir fánaglugga er að þeir líkjast krossfána. Þess vegna eru þeir kallaðir fánagluggar.

 

Kosturinn við þessa glugga er að þeir geta verið allt að 240 cm háir, sem þýðir að hægt er að nota þá í húsum sem krefjast sérstaklega hárra glugga. Til samanburðar eru venjulegir hliðarhengdir gluggar á borð við sveitaglugga og herragarðsglugga á hámarki 150 cm.

 

Fánagluggar eru hliðarhengdir. Þeir opnast því annaðhvort til hægri eða vinstri. Þessum gluggum er í staðalútgáfu lokað með krækju, sem gefur þeim sígilt útlit.

 

Hægt er að fá hún í staðinn til að gera gluggann nútímalegri og auðveldari í notkun. Þetta er einfalt að velja undir „lokunarkerfi glugga“ í verðreiknivél okkar.

Opnanlegir fastrammagluggar úr tré/áli

Opnanlegir fastrammagluggar eru nútímalegir og einstaklega vinsælir gluggar. Gluggarnir eru oftast notaðir í stað toppstýrðra glugga án lista þar sem þeir eru nútímalegir og geta gefið húsinu nýtt yfirbragð.

 

Eins og nafnið gefur til kynna samanstanda þessir gluggar af einum hluta sem ekki er hægt að opna og einum sem hægt er að opna. Aðeins er hægt að fá opnanlega gluggann toppstýrðan eða hliðarhengdan. Toppstýrði glugginn er opnaður með húni neðst á glugganum. Það gerir hann mjög auðveldan í notkun.

 

Hliðarhengdi glugginn er opnaður frá hlið og opnast annaðhvort til hægri eða vinstri eftir því á hvaða hlið hjarirnar eru. Ólíkt toppstýrðum gluggum eru hliðarhengdir gluggar í staðalútgáfu með krækjum, sem gefur þeim sígilt útlit. Ef óskað er eftir notendavænna og nútímalegra lokunarkerfi er hægt að fá hún í staðinn. Þetta er einfalt að gera undir „lokunarkerfi glugga“ í verðreiknivélinni.

Fastrammagluggar án opnunar úr tré/áli

Fastrammagluggar eru hannaðir þannig að ekki er hægt að opna þá. Þessir gluggar henta mjög vel fyrir hús með stórum gluggum þar sem birtan eða útsýnið á að fá að njóta sín til fulls. Auk þess eru fastrammagluggar kjörið val fyrir stóra glerfleti, til dæmis í húsum þar sem fólk vill njóta útsýnis út í garð, yfir fjörðinn eða skóginn.

 

Mjór ramminn er með praktískri og fallegri hönnun sem hámarkar bæði dagsbirtu og upphitun sólarinnar.


Við mælum með öryggisgleri fyrir stóra glugga. Með öryggisgleri minnka líkurnar á líkamstjóni ef rekist er í glerið að innanverðu.

Sólskálaeiningar úr tré/áli

Sólskálaeiningar frá okkur eru, eins og nafnið gefur til kynna, oft notaðar í sólstofum en þó er hægt að nota þær í öllum herbergjum.

Munurinn á sólskálaeiningum og fastrammagluggum, opnanlegum og óopnanlegum, er að sólskálaeiningar eru fáanlegar með grunnstykki efst og neðst.

 

Ef festa á sólskálaeiningu við hlið svalahurðar er mikilvægt að þröskuldur hurðarinnar og botnlisti sólskálaeiningarinnar séu í sömu hæð. Ef hæðin er ekki sú sama flúttar grunnstykki einingarinnar ekki við neðri ramma hurðarinnar. Ef sólskálaeiningin er ekki með grunnstykki skiptir hæð þröskuldsins/botnlistans ekki máli.


Hæð þröskulds/botnlista:

 

  • Harðviðarþröskuldur: 45 mm hár
  • Botnlisti sem hliðarkarmur: 45 mm hár
  • Álþröskuldur: 25 mm hár

Fannstu ekki gluggann sem þú varst að leita að?

Þarfir hvers og eins viðskiptavinar eru alltaf í forgangi hjá Skanva. Gluggar og hurðir þurfa að vera í stíl við húsnæðið og uppfylla óskir viðskiptavinarins. Þess vegna bjóðum við alltaf upp á mikinn sveigjanleika og fjölbreytt úrval fyrir staðlaðar vörur okkar og sérvörur.
 
Ef þú finnur ekki tré/álgluggann sem þú ert að leita að hér á Skanva.is biðjum við þig um að gera eftirfarandi:
 
  • Settu þær stöðluðu einingar sem þú vilt kaupa í innkaupakörfuna. Vistaðu innkaupakörfuna og bíddu þar til greiðslan fer í gegn.

  • Hafðu samband við okkur í síma: 558 8400 eða með tölvupósti á [email protected] og segðu okkur hvaða sérvörur þú vilt. Þá bætum við vörunum við innkaupakörfuna innan 1-2 virkra daga. Þú færð póst frá okkur þegar við höfum bætt sérvörunum í innkaupakörfuna þína.

  •  Þá getur þú farið yfir alla pöntunina.

Margar mismunandi tegundir glugga gefa þér frelsi til að skapa þinn eigin stíl

Óháð því hvort þú vilt fá praktíska hurð, stílhreina, með eða án lista eða í mismunandi litum getur þú fundið hurðina fyrir þitt hús hér.