Heimsending frá 9.900,- |

Síminn er opinn til kl.16

  • Karfa Cart

Tré/ál gluggar

Vörur Skanva úr tré/áli eru framleiddar úr sterkum við og klæddar með duftlökkuðu áli að utan. Þetta þýðir að tré/ál vörurnar okkar þola mjög vel sólarljós og veður almennt. Þannig að ef þú velur tré/ál gluggana okkar, færðu nánast viðhaldsfría glugga. Samtímis því að fá viðhaldsfría glugga að utan færðu fallega tréglugga að innan. Þar með þarft þú ekki að gera málamiðlun á milli þæginda og notalegheita. Viðurinn sem er notaður í tré/ál gluggana er fingraður, sem þýðir að kvistir hafa verið fjarlægðir. Með þessu minnkar hættan á sýnilegum kvistum ásamt því að líkunum á að trjákvoða seitli út er einnig haldið í lágmarki. Ef þig langar að lesa meira um efnisval, getur þú gert það hér. Oftast eru tré/ál gluggar notaðir í nútímaleg heimili frá sjöunda áratugnum og yngri. Okkar tré/ál glugga er þó hægt að nota í flest heimili – álið að utan er eins og hægt er hannað til að líta út eins og tré gluggar. Þar að auki fæst glugginn að innan bæði með sígildu og nútímalegu útliti og þar með er vel hægt að nota tré/ál gluggana í húsnæði sem krefst sígilds útlits að inna.

Sígildur

Nútímalegur

Fáðu tré/ál glugga sem passa þínum þörfum

Alla okkar tré/ál glugga er hægt að laga að þínum óskum. Með hjálp verðreiknisins okkar þú getur auðveldlega breytt notkun og útliti gluggana, til þess að þeir líti út nákvæmlega eins og þú vilt. Áður en þú byrjar, mælum við með að þú lesir eftirfarandi upplýsingar um okkar fjölmörgu tré/ál glugga, þannig að þú sért vel undir það búinn að velja lausn sem hentar þér og heimili þínu.

Gluggar úr tré/áli með opnun á neðri brún

Ein af vinsælustu gluggategundum á Íslandi er gluggi með opnun á neðri brún. Þessi gluggategund er oft notuð í nútímaleg húsnæði – því munt þú oft sjá tré/ál glugga með opnun á neðri brún í nýbyggingum um allt land. Kosturinn við að velja glugga með opnun á neðri brún er að það kemur mikil birta inn og gott er að sjá út því það eru venjlega ekki listar á slíkum gluggum. Við mælum einnig með þessum glugga í síglit húsnæði þar sem gluggann er einnig hægt að fá með listum – þannig er hægt að fá notagildi glugga með opnun á neðri brún með útliti sveita eða herragarðsglugga.

Glugginn er opnaður með hún á neðri brún og rennur mjúklega með hjálp teina sem gerir hann mjög notendavænan. Þegar glugginn er opnaður rennur hann mjúklega út frá neðri brúninni. Þetta gerir gluggann mjög góðan þegar lofta þarf út því það kemur loft inn bæði uppi og niðri.

Hliðarhengdir gluggar án lista úr tré/áli

Hliðarhengdir gluggar án lista

Hliðarhengdur gluggi án lista er mjög vinsæll gluggi því hann er hægt að nota í flestar tegundir húsnæðis. Kosturinn við að velja hliðarhengdann glugga án lista er að það sést vel út um hann ásamt því að hann hleypir mikilli birtu inn.

Eins og nafnið gefur til kynna eru lamirnar á annarri hlið gluggans – sem þýðir að hann opnast til hægri eða vinstri. Venjulega er lokunarkerfið stormjárn og krækjur, sem flestir kjósa ef þeir vilja sígilt útlit. Ef þú vilt notendavænna og nútímalegra lokunarkerfi, er hægt að panta gluggann með hún í staðinn. Það er hægt að velja í verðreikninum okkar undir “lokunarkerfi glugga“.

Sveitagluggar úr tré/áli

Sveitagluggi

Sveitagluggarnir okkar eru ásamt gluggum sem opnast að neðan einir af vinsælustu gluggunum okkar. Sveitagluggar eru sígild tegund af gluggum sem hjálpa til við að gefa hverju heimili hefðbundið og notalegt útlit. Það sem einkennir sveitaglugga er að glugginn annaðhvort samanstendur af tveimur listum, sem saman mynda plús eða af láréttum listum eingöngu. Hversu marga lista glugginn hefur ákveður maður sjálfur. Ef þú vilt að það sjáist vel út eða að mikil birta komist inn, mælum við með að þú lágmarkir fjölda lista eða veljir 25 mm lista. Hæð gluggans hefur augljóslega einnig áhrif á fjölda lista.

Lamir sveitagluggans eru á hliðinni og því opnast hann til hliðar – annaðhvort til vinstri eða hægri. Lokunarkerfið samanstendur af stormjárni og krækjum, sem flestir kjósa ef glugginn á að hafa sígilt útlit. Ef þú vilt að gluggann sé auðveldara að nota og að hann hafi nútímalegra útlit getur þú pantað hann með hún. Þetta er gert í verðreikninum undir “lokunarkerfi” glugga.

Herragarðsgluggar úr tré/áli

Herragarðsgluggi

Herragarðsgluggi er sígildur og fallegur gluggi sem þú sérð oft í eldri virðulegum einbýlishúsum. Það sem einkennir herragarsglugga er að hann er með bæði lárétta og lóðrétta lista sem saman skipta glugganum upp í 6-8 hluta. Fjöldi lista hefur áhrif á birtumagnið sem kemur inn. Þess vegna mælum við með að notaðir séu 25 mm listar. Auk þess ættir þú að íhuga hversu mikið þú vilt skipta glugganum upp.

Herragarðsgluggar opnast annaðhvort til hægri eða vinstri og eru staðlaðir með stormjárni. Stormjárn gefa glugganum sígilt og hlýlegt útlit, en ef nútímalegra og notendavænna lokunarkerfis er óskað, er hægt að uppfæra í hún í staðinn. Hún er hægt að velja í verðreikninum okkar undir “lokunarkerfi glugga.

Fánagluggar úr tré/áli

Fánagluggar

Fánagluggi er vinsæll sígildur gluggi oftast notaður í virðuleg eldri einbýlishús. Það sem einkennir fánagluggann er að listarnir mynda kross sem gerir það að verkum að hann minnir á íslenska fánann. Þess vegna er hann kallaður fánagluggi. Kosturinn við fánagluggann er að hann getur verið allt að 240 cm á hæð, sem þýðir að hægt er að notað gluggann á heimilum sem þurfa sérstaklega háa glugga. Venjulegir hliðarhengdir gluggar eins og sveita og herragarðs gluggar til samanburðar geta verið að hámarki 150 cm á hæð.

Fánagluggi er hliðarhengdur sem þýðir að hann opnast til hægri eða vinstri. Lokunarkerfi gluggans er venjulega stormjárn, sem hjálpa til við að gefa glugganum sígilt útlit. Ef þess er óskað, er hægt að uppfæra lokunarkerfið í hún, sem gefur glugganum nútímalegra útlit og gerir hann notendavænni. Þetta er auðvelt að velja í verðreikninum okkar undir “lokunarkerfi glugga.

Fastrammagluggar með opnun úr tré/áli

Fastrammagluggar með opnun

Fastrammagluggar með opnun eru nútímalegir gluggar sem er ótrúlega vinsælir. Glugginn er oftast notaður í staðinn fyrir glugga með opnun að neðan án lista, því glugginn hefur bæði nútímalegt útlit og getur gefið húsinu nýtt útlit.

Eins og nafnið gefur til kynna samanstendur glugginn af glugga sem opnast ekki, og glugga sem hægt er að opna. Opnanlegi hlutinn fæst bæði með hliðaropnun og opnun að neðan. Gluggi með opnun að neðan kemur með hún situr á neðri brúninni. Þetta gerir gluggann mjög notendavænan. Hliðarhengdur gluggi opnast til hliðar, annaðhvort til hægri eða vinstri, eftir því hvoru megin lamirnar eru. Ólíkt glugganum með opnun að neðan kemur hliðarhengdur gluggi staðlaður með stormjárni, sem gefur um glugganum sígilt útlit. Ef þú vilt notendavænna og nútímalegra lokunarkerfi er hægt að uppfæra í hún í staðin. Þetta er auðvelt að gera í verðreikninum undir ‘lokunarkerfi glugga “.

Fastrammagluggar án opnunar úr tré/áli

Fastrammagluggar án opnunar

Fastrammagluggi er hannaður þannig að það er ekki hægt að opna hann. Þessi tegund glugga er mjög hentugur fyrir heimili með mjög stóra glugga, þar sem þú vilt nýta náttúrulega birtu til fulls. Ennfremur eru fastrammagluggar tilvaldir í stóra glugga, til dæmis í húsum þar sem þú vilt njóta útsýnisins, t.d. út í garðinn, út á sjó eða til fjalla. Grannur karmurinn gefur notagildi og glæsilega hönnun, þar sem hámarks notkun dagsbirtu og varma sólarinnar eru markmiðin.

Við mælum með að öryggisgler sé valið í mjög stóra glugga. Með því að velja öryggisgler minnkar hættan á að fólk gangi óvart á glerið.

Fannstu ekki gluggann sem þú leitar leita að?

Þarfir viðskiptavinarins eru alltaf í forgrunni hjá Skanva. Gluggar og hurðir þurfa að passa við byggingarstíl hússins og þarfir viðskiptavinarins, og því bjóðum við alltaf upp á mikinn sveigjanleika í formi mjög mikils úrvals af tré/ál gluggum.

Þannig að ef þú finnur ekki vörurnar sem þú leitar að hér á skanva.is skaltu gera eftirfarandi:

  • Settu stöðluðu einingarnar sem þú vilt kaupa í innkaupakörfu. Vistaðu innkaupakörfuna og bíddu með að ljúka greiðslu.
  • Hafðu samband við okkur í síma: 558 8400 eða tölvupóst skanva@skanva.is og segðu okkur hvernig tré/ál glugga þú vilt. Þá bætum við viðkomandi vörum í innkaupakörfuna þína innan 1-2 virkra daga. Þú færð tölvupóst frá okkur þegar við höfum bætt tré/ál gluggunum sem þú óskaðir eftir í innkaupakörfuna þína.
  • Þá er hægt að klára pöntunina.
Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um notkun vafraköku. stefnu okkar