Heimsending frá 9.900,- |

Síminn er opinn til kl.16

 • Karfa Cart

Fánagluggar

Fánagluggar eru sígildir gluggar, venjulega hannaðir með fjórum glerjum sem staðsettir eru þannig að glerin og listarnir mynda krossfána. Fánagluggar eru gluggar sem aldrei fara úr tísku. Á listanum hér fyrir neðan sýnir Skanva fjölbreytt úrval af fánagluggum. Ef þú vilt reikna verð, vinsamlegast smelltu á gluggann sem þú vilt, og þá er hægt að slá inn mál og aðrar upplýsingar. Ef þú ert ekki viss um hvað þú þarft að hafa í huga áður en þú kaupir fánaglugga, lestu Leiðbeiningar um pantanir á fánagluggum hér. Athugið: Kvistlaus viður er alltaf sjálfkrafa valinn. Ef þú vilt annað efni, er hægt að breyta efnisvali í verðreikninum. 

Leiðbeiningar um pöntun á fánagluggum

Við förum við í gegnum helstu spurningar sem viðskiptavinir okkar spyrja okkur áður en þeir panta nýja fánaglugga. Lestu því áfram ef þú ert í vafa um hvað þú þarft að vera meðvitaður um áður en þú pantar fánaglugga.

 

Samantekt innihalds:

 1. Hvaða efni ætti ég að velja?
 2. Hvernig mæli ég fyrir fánaglugganum mínum?
 3. Hvernig lista ætti ég að velja?
 4. Tvöfalt eða þrefalt gler?
 5. Hvaða gler ætti ég að velja fyrir baðherbergis gluggann minn?
 6. Ætti ég að panta með eða án raufar?
 7. Ætti glugginn minn að hafa neyðarútgang?
 8. Ætti gluggann minn að hafa snúningsopnun?
 9. Ætti glugginn minn að hafa loftræstiventil?
 10. Ætti að vera bremsa á glugganum mínum?

 

Hvaða efni ætti ég að velja?

Áður en þú tekur ákvörðun um úr hvaða efni þú vilt fánagluggana þína er góð hugmynd að svara eftirfarandi spurningum:

 • Er lágmarks viðhald mikilvægt fyrir þig?
 • Vilt þú viðhalda núverandi útlit heimilis þíns?
 • Hvað má fánaglugginn kosta?

Ef þú vilt lágmarka viðhald, er tré/ál eða plast upplagt val. Það er hins vegar ekki víst að það sé rétt val fyrir heimilið þitt. Í sumum tilfellum er tré besti kosturinn ef þú vilt ekki breyta útliti heimilisins. Lesa meira um efnisval hér.

 

Hvernig mæli ég fyrir fánaglugganum mínum?

Áður en þú pantar nýju fánagluggana, þarft þú að gera tvær mælingar – gatmál og karmmál.

 1. Til að finna gatmálið, skaltu fyrst mæla að utan – frá útvegg til útveggs.
 2. Ath: Það er mikilvægt að þú mælir á nokkrum stöðum því gluggagatið getur verið mismunandi.
 3. Frá breidd og hæð gatmálsins skal draga 2,5 cm.
 4. Þannig færð þú karmmálið sem þú notar til að panta fánagluggann.

ATH: Sjá mælingaleiðbeiningar okkar hér.

 

Hvernig lista ætti ég að velja?

Við mælum venjulega með orkusparandi listum. “Orkusparandi listar eru einnig kallað skrautlistar því þeir eru límdir á glerið. Þá er í glugganum eitt stórt gler frekar en nokkur minni. Það mun þó ekki sjást því borði er límdur á milli glerjanna. Þverskerandi listar skipta glerinu upp í nokkur minni gler og eru því ekki orkusparandi. Aftur á móti gera þverskerandi listar þér kleift að setja mismunandi tegundir af gleri í gluggann. Þú getur til dæmis valið að hafa sandblásið gler í neðri gluggum og hreint gler fyrir ofan.

 

Tvöfalt eða þrefalt gler?

Ef þú býrð í Energy A húsi eða á heimili með stórum gluggum, mælum við með að þú veljir þrefalt gler. Annars mælum við með tvöföldu gleri.

 

Hvaða gler ætti ég að velja fyrir baðherbergis gluggann minn?

Ef þú vilt ekki að hægt sé að sjá inn um baðherbergisgluggann, ættir þú að íhuga að panta fánagluggann með sandblásnu eða Cotswold gleri. Sandblásið gler hefur matt yfirborð en Cotswold gler hefur mynstur sem er lóðrétta línur. Báðar gerðir af gleri gerir það ómögulegt að sjá inn um gluggann en þeir hleypa inn miklu ljósi. Ath: Hægt er að sjá myndir af báðum gler tegundum í verðreikninum okkar undir “gler” eða hér.

 

Ætti ég að panta með eða án raufar?

Hægt er að fá rauf fræsta í karm gluggans bæði í botn, hliðar og uppi. Kosturinn við að panta fánagluggana með rauf er að þá er auðveldara að setja gluggakistu eða lýsingu. Ath: Ef þú ert ekki viss hvort þú ættir að panta gluggann með rauf ættir þú að spyrja smiðinn þinn hvort hann telji það betra.

 

Ætti glugginn minn að hafa neyðarútgang?

Öll herbergi – nema baðherbergi og kjallari – ættu samkvæmt reglugerð að hafa að minnsta kosti eina flóttaleiðin úr íbúðinni. Til þess að gluggi geti kallast flóttaleið má opnun hans ekki vera minni en 50 cm, og auk þess skal samanlögð opnun gluggans vera að lágmarki 150 cm. Ef það er ekki tilfellið ættir þú að íhuga að panta neyðarútgang. Athugið þó að einungis gluggar sem eru með tvö fög eða fleiri geta talist neyðarútgangar. Ath: Sá hluti gluggans sem er neyðarútgangur hefur slagbrand. Því getur sá gluggi aðeins opnast þegar glugginn við hliðina á er opin. Þannig að ef þú hefur skoðun á því hvar neyðarútgangurinn á að vera er mikilvægt að þú upplýsir okkur um það þegar þú pantar. Það getur þú gert í athugasemda reitnum sem þú finnur á sömu síðu og þú slærð inn afhendingarheimilisfang.

 

Ætti gluggann minn að hafa snúningsopnun?

Snúningsopnun þýðir að þú getur snúið gluggann næstum 180 gráður. Ef þú býrð á annari hæð eða hærra þýðir það að þú getur þvegið ytra byrði glugganns innan frá.

 

Ætti glugginn minn að hafa loftræstiventil?

Einn loftræstiventill er ekki nóg til að bæta loftið inni á heimili þínu. Til að loftræstiventill hafi áhrif er mikilvægt að það sé slíkur ventill á nokkrum stöðum á heimili þínu. Þar að auki ætti loftræstiventlum að vera komið fyrir andspænis hvor öðrum því þannig á ferskt loft auðvelt með að flæða í gegnum heimili þitt.

 

Ætti að vera bremsa á glugganum mínum?

Ef þú ert þreyttur á gluggarnir sláist til þegar þú loftar út, ættir þú að íhuga að panta fánagluggana með bremsu. Þannig er hægt að læsa í glugganum í tiltekinni stöðu þegar hann er opinn. Athugaðu að þú getur aðeins fengið bremsu á húninn en ekki krækjurnar. Ef þú ert ekki viss um hvernig þessi tvö opnunarkerfi líta út, er hægt að sjá myndir af þeim þegar þú hefur valið tegundina sem þú óskar. Sjá undir forskriftinni ‘opnunarkerfi glugga “. Ath: Gluggi með bremsu getur aðeins opnast í 90 gráður, en glugga án bremsu er hægt að opna í 180 gráður.

 

Ertu með spurningu?

Ef þú ert með spurningu getur þú haft samband við okkur í gegnum tölvupóst: skanva@skanva.is eða í síma: 558 8400.

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um notkun vafraköku. stefnu okkar