Tvískiptar hurðir eru einnig kallaðar helmingaðar hurðir eða tveggja hluta hurðir.

Helmingaðar hurðir, sem einnig eru kallaðar tvískiptar hurðir eða tveggja hluta hurðir, hafa mikið að segja um útlit hússins. Með helmingaðri hurð er hægt að opna efri eða neðri hluta hurðarinnar, eða báða hlutana, eftir hentugleika. Þess vegna býður Skanva upp á ýmsa möguleika til að velja á milli

  • Tré
  • Tré/Ál
  • PVC

Pantaðu tvískipta hurð strax í dag!

Þú finnur verðið á vefsíðu okkar með því að smella á þá tegund sem þú óskar eftir. Því næst skaltu færa inn mál og upplýsingar. Þegar þú hefur fært inn mál og upplýsingar sérðu verðið fyrir útihurðina. Verksmiðjustarfsmenn okkar hafa margra ára reynslu af framleiðslu hurða og glugga. Þar að auki er 10 ára ábyrgð á öllum gluggum og hurðum frá okkur.

Leiðbeiningar um pöntun tvískiptra hurða

Ertu ekki viss um hvað þarf að hafa í huga áður en tvískipt hurð er keypt? Haltu þá áfram að lesa til að fá svör við algengum spurningum frá viðskiptavinum þegar þeir panta toppstýrða glugga.

Yfirlit yfir innihald

  1. Hvaða efni á ég að velja?
  2. Hvernig tek ég mál fyrir glugga?
  3. Hvernig lista á ég að velja?
  4. Tvöfalt eða þrefalt gler?
  5. Hvernig gler á ég að velja fyrir baðherbergisgluggann?
  6. Á ég að panta með eða án raufar?
  7. Á að vera neyðaropnun á glugganum mínum?
  8. Á að vera hallaopnun á glugganum mínum?
  9. Á að vera loftræstiventill á glugganum mínum?

„Við aðstoðum þig í öllu ferlinu! Ef þú lendir í vandræðum eða ert í vafa um eitthvað erum alltaf til þjónustu reiðubúin við símann!“


- Hafliði, sölumaður

Hvaða efni á ég að velja?

Þú getur valið nýja helmingaða hurð og tvískipta hurð eða tveggja hluta hurðir úr tré eða tré/áli. Hvað verður fyrir valinu fyrir húsið fer eftir ýmsu. Ef þú vilt að viðhald sé í lágmarki ættirðu að íhuga að panta einingar úr tré/áli. Mundu þó að hafa útlit heimilisins í huga.

Hvernig tek ég mál fyrir tvískipta hurð?

Utanverð mæling frá steini í stein. Þetta er mál opsins.

 

Þú þarft að mæla á fleiri stöðum þar sem dyraopið gæti verið skakkt.

 

Síðan dregur þú 2,5 cm frá breidd og hæð opsins. Þá hefur þú fengið mál karmsins.

 

Þú færir málin inn í verðreiknivélina.

Hvernig listar eiga að vera á tvískiptu hurðinni minni?

Við mælum alltaf með að nota orkusparandi lista ef það er hægt. Orkusparandi listar eru listar sem eru límdir á glerið. Orkusparandi listar eru orkuvænn kostur. Þverskerandi listar skipta glerinu upp í marga glerfleti.

Tvöfalt eða þrefalt gler fyrir tvískiptu hurðina mína?

Báðar þessar rúðutegundir uppfylla gildandi byggingareglugerðir og því getur þú valið bæði tvöfalt eða þrefalt gler áhyggjulaus. Við mælum aðeins með þreföldu gleri fyrir stóra glugga eða ef húsið er einangrað samkvæmt orkuflokki A, þar sem annars gæti tekið langan tíma að ná upp í kostnaðinn sem fylgir þreföldu gleri.

Snerill/lyklalás

Ef þú velur þessa lausn er snerill festur á innanverða hliðina en sílinderlás að utan. Með þessari lausn er alltaf hægt að nota dyrnar sem flóttaleið í eldsvoða. Aftur á móti geta innbrotsþjófar einnig notað hana sem útgang.

Lyklalás/lyklalás

Þú getur valið að láta festa sílinderlásinn bæði að innan og utanverðu. Þessi lausn hentar vel þar sem þjófar geta ekki notað dyrnar sem flóttaleið. Við mælum með því að lykillinn sé alltaf hafður í lásnum þegar þú ert heima, ef eldur skyldi kvikna.

Hvernig lás á ég að velja?

Við bjóðum upp á tvær tegundir lása. Lestu hér hvað hafa þarf í huga áður en lás er valinn fyrir tvískipta hurð.

Í hvaða stíl á tvískipta hurðin að vera?

Þegar kemur að því að kaupa tvískipta hurð er mikilvægt að kaupa hurð sem hentar húsinu. Tvískiptar hurðir henta best í sumarhúsum, viðbyggingum, hesthúsum og smáhýsum. Ef þú býrð til dæmis í sígildu glæsihýsi ættirðu að velja hurð með meiri smáatriðum en ef þú býrð í funkis-húsi. Þú getur til dæmis valið fyllingar, lista og jafnvel grunnstykki. Þetta gefur heimili þínu fallegt yfirbragð. Ef þú býrð í nútímalegu húsi, sem er t.d. í funkisstíl, ættir þú að velja látlausa tvískipta útihurð.

Hurðir með hliðarþili

Ekki er algengt að hliðarþil séu fest á tvískiptar hurðir en það er mögulegt. Þú getur látið setja upp hliðarþil í sama ramma og tvískiptu hurðina. Ef setja á upp hliðarþil í sama ramma og tvískiptu hurðina skal taka það fram í athugasemdareitnum í innkaupakörfunni.

Fulningahurðir

Margar mismunandi tegundir eru til af fulningahurðum en tvískiptir hurðir samanstanda alltaf af karmi og tveimur hurðarrömmum. Í hurðarrammann getur þú valið um eitt eða fleiri gler og/eða eina eða fleiri fyllingar. Því er hægt að hanna hurðirnar á marga mismunandi vegu og uppfylla flestar óskir. Vönduðum fulningahurðum Skanva hefur verið mjög vel tekið.

Hver er opnunarstefna hurðarinnar minnar?

Hægt er að opna tvískiptar hurðir út en við seljum ekki tvískiptar hurðir sem opnast inn. Því skaltu standa fyrir utan húsið og horfa á dyrnar. Ef hjarirnar eiga að vera vinstra megin er opnunarstefnan út til vinstri. Nánari upplýsingar eru í leiðbeiningum um mælingu á flipanum Upplýsingar.

Í hvaða lit á tvískipta hurðin að vera?

Flestir velja að hafa tvískipta hurð í sama lit og gluggarnir á húsinu. Þetta er öruggasti valkosturinn og um leið það val sem líklegast er að þú verðir ánægð(ur) með þar sem húsið fær samræmt og látlaust yfirbragð.

Ertu tilbúin(n) að panta tvískipta hurð?

Hafa samband

Við hjá Skanva leggjum okkur fram um að veita viðskiptavinum góða þjónustu með persónulegri leiðsögn til að þú finnir fyrir öryggi í gegnum allt ferlið við val á glugga.

 

Nánari upplýsingar eru hér á vefsíðunni okkar. Þér er einnig velkomið að hafa samband og fá tilboð í verkið án nokkurra skuldbindinga.