Hliðarhengdir gluggar

Skanva framleiðir vandaða hliðarhengda glugga úr tré, tré/áli og PVC, með og án lista á mjög hagstæðu verði. Hliðarhengdur gluggi án lista er sígildur kostur með einni rúðu í hverju gluggafagi, sem minnir mjög á sveitaglugga – þó án lista.

  • Tré
  • Tré/Ál
  • PVC

Pantaðu hliðarhengda glugga án lista strax í dag!

Hliðarhengdu gluggarnir okkar eru fáanlegir með krækjum og stormjárni eða húni. Reiknaðu verðið. Smelltu einfaldlega á tegundina sem þú vilt og færðu inn mál og upplýsingar.

Leiðbeiningar um pöntun sveitaglugga

Ef þú ert í vafa, til dæmis hvað skal velja í upplýsingahlutanum, geturðu lesið leiðbeiningar um val á hliðarhengdum gluggum án lista hér. Trégluggar og tré- og álgluggar eru fáanlegir með nútímalegri og sígildri hönnun.

 

Athugið: Kvistlaust tré er forvalið. Ef þú vilt velja annað efni getur þú breytt efnisvalinu eftir að hafa valið glugga hér að ofan. Allir gluggarnir okkar eru mjög endingargóðir.

Yfirlit yfir innihald

  1. Hvaða efni á ég að velja?
  2. Hvernig tek ég mál fyrir glugga?
  3. Hvernig lista á ég að velja?
  4. Tvöfalt eða þrefalt gler?
  5. Hvernig gler á ég að velja fyrir baðherbergisgluggann?
  6. Á ég að panta með eða án raufar?
  7. Á að vera neyðaropnun á glugganum mínum?
  8. Á að vera hallaopnun á glugganum mínum?
  9. Á að vera loftræstiventill á glugganum mínum?

„Við aðstoðum þig í öllu ferlinu! Ef þú lendir í vandræðum eða ert í vafa um eitthvað erum alltaf til þjónustu reiðubúin við símann!“


- Brynjar, sölumaður

Hvaða efni á ég að velja?

Þú getur valið á milli þriggja efnistegunda fyrir heimilið – trés og trés/áls. Áður en þú velur efni mælum við með því að þú svarir eftirfarandi spurningum:

 

  • Er mikilvægt að viðhald sé í lágmarki?
  • Vil ég halda útliti hússins óbreyttu?
  • Hvað má glugginn kosta?

 

Ef mikilvægt er að viðhald sé í lágmarki er vinsælt að velja plast eða tré/ál – ef til vill er það rétti kosturinn fyrir þig. Áður en þú tekur endanlega ákvörðun þarftu að meta hvort plast eða tré/ál henti útliti húsnæðisins. Hér færðu nánari upplýsingar um val á efni.

Hvernig tek ég mál fyrir hliðarhengda glugga?

Fyrst skaltu mæla gluggaopið. Það gerir þú með því að mæla frá steini til steins að utanverðu.

 

Mældu fyrst breiddina og því næst hæðina. Mældu á nokkrum stöðum þar sem málin geta verið örlítið breytileg.
Dragðu svo 2,5 cm frá breidd og hæð málsins af gluggaopinu. Þegar þú hefur dregið 2,5 cm frá hefurðu fengið mál gluggakarmsins. Það er gluggakarmsmálið sem þú notar þegar þú pantar nýja gluggann.

Hvernig lista á ég að velja?

Við mælum alltaf með orkusparandi listum fyrir sígilda glugga þar sem þeir eru orkuvænn kostur fyrir glugga með listum. Nota skal litla lista sem eru 25 mm á breidd. Listarnir eru límdir á glerið sem þýðir að aðeins eitt gler er í glugganum. Ef þú velur þverskerandi lista þá er glerflöturinn úr aðskildum rúðum.

 

Þverskerandi listar gefa kost á að nota mismunandi tegundir glers í glugga, til dæmis tært gler í efri hluta og sandblásið í þeim neðri. Fyrir mjög litla glugga skal þó ekki velja lista.

Sandblásið gler

Cotswold-gler

Hvernig gler á ég að velja fyrir baðherbergisgluggann?

Ef þú vilt ekki að fólk geti séð inn á baðherbergi geturðu valið um tvær tegundir af gleri – sandblásið gler og Cotswold-gler. Sandblásið gler hefur slétt og matt yfirborð.

 

Þessi glertegund sést oft í nýjum húsum. Cotswold-gler er aftur á móti rifflað með lóðréttum línum. Þessi glertegund sést oft í eldri húsum.

Tvöfalt eða þrefalt gler fyrir gluggana mína?

Við mælum aðeins með þreföldu gleri fyrir stóra glugga eða hús í orkuflokki A, þar sem það getur tekið of langan tíma að spara fyrir auknum kostnaði við þrefalt gler í húsum í orkuflokki B og húsum með minni einangrun til að það borgi sig.

Á að vera neyðaropnun á hliðarhengda glugganum mínum?

Samkvæmt byggingareglugerðum á að vera minnst ein flóttaleið úr öllum herbergjum á heimilum, að undanskildum baðherbergjum og kjöllurum. Til að hægt sé að samþykkja glugga sem neyðaropnun þarf samanlögð opnun hans að vera 150 cm og hvorki breidd hans né hæð má vera minni en 50 cm. Ef svo er þá er hægt að velja neyðaropnun. Athugaðu: Aðeins er hægt að velja neyðaropnun fyrir glugga með 2 eða fleiri gluggafögum, þar sem þær gerðir henta fyrir slíkt.

 

Athugið: Aðeins er hægt að virkja gluggafagið sem er með neyðaropnun með því að opna gluggann við hlið þess. Ef þú vilt ákveða hvar neyðaropnunin á að vera skaltu láta skilaboð fylgja með þegar þú pantar.

Á ég að panta með eða án raufar?

Rauf er fræsing sem hægt er að láta gera í gluggakarminn. Hún er ekki nauðsynleg er sumir vilja fá hliðarhengda glugga með rauf þar sem það getur auðveldað uppsetningu þeirra. Leitaðu e.t.v. ráða hjá smiðnum þínum og spurðu hvort hann vilji gluggann með eða án raufar.

Toppstýrður gluggi með rauf allan hringinn

Á að vera þrifagluggi á hliðarhengda glugganum mínum?

Ef þý býrð á 2. hæð eða ofar getur verið gott að panta glugga með þrifaglugga. Þannig er auðvelt að þrífa utanverðan gluggann innan frá.

 

Á þrifagluggum er bremsa sem getur haldið glugganum föstum í ákveðinni stöðu.

Á ég að panta með eða án loftræstiventli?

Einn loftræstiventill nægir þó ekki til að bæta loftgæðin inni á heimilinu. Til að það geri gagn að panta glugga með loftræstiventli þurfa að vera loftræstiventlar á fleiri stöðum á heimilinu til að loft geti streymt í gegnum íbúðina.

Hafa samband

Við hjá Skanva leggjum okkur fram um að veita viðskiptavinum góða þjónustu með persónulegri leiðsögn til að þú finnir fyrir öryggi í gegnum allt ferlið við val á glugga.

 

Nánari upplýsingar eru á vefsíðu okkar. Þér er einnig velkomið að hafa samband og fá tilboð í verkið án nokkurra skuldbindinga.

Ertu tilbúin(n) til að panta hliðarhengda glugga án lista?