Rennihurðir spara pláss á heimilinu

Viltu geta opnað út í garð eða sólstofuna? Án þess að hurðin sé fyrir eða sífellt að skellast aftur vegna vinda og veðurs? Þá skaltu skoða rennihurðir nánar.

  • Tré
  • Tré/Ál
  • PVC Euroline
  • Tré Euroline
  • Tré/Ál Euroline

Kauptu rennihurð strax í dag!

Rennihurðirnar okkar eru látlausar, fallegar og taka ekkert óþarfa pláss á heimilinu. Þær henta vel hvort sem er fyrir pallinn eða sólstofuna. Á vorin og sumrin er auðvelt að draga hurðina til hliðar og hafa hana opna allan daginn til að börnin eða hundurinn geti hlaupið inn og út. Þá er einnig auðvelt að stökkva inn til að sækja meðlæti eða mat á grillið án þess að þurfa að opna og loka dyrunum í sífellu.

 

Allar rennihurðir okkar úr tré og plasti eru á sérstökum brautum til að hægt sé að renna hurðinni fyrirhafnarlaust. Þegar hurðinni er rennt til hliðar er eins og hún sé ekki til staðar. Lausnir okkar eru því bæði snjallar og spara pláss. Allar hurðir eru afhentar samansettar og eru því tilbúnar til uppsetningar. Viltu spara pláss í íbúðinni þinni og fá mun hagnýtari lausn?

Fáðu vandaða rennihurð eftir þínu máli

Til að gæðavörurnar frá okkur passi eins vel og hægt er í íbúðina þína getur þú að sjálfsögðu fengið rennihurðina eftir eigin máli. Það eina sem þú þarft að gera er að taka mál af rammanum sem hurðin á að vera í. Þegar þú tekur mál þarftu að mæla hæð og breidd dyraopsins og einnig mál rammans. Mál rammans er 2,5 cm minna en mál opsins. Nákvæmari leiðbeiningar um mælingu rammans eru hér á síðunni.

Áður en þú pantar nýja hurð fyrir heimilið þarftu einnig að íhuga eftirfarandi þætti.

Í hvaða átt á hurðin að opnast?

Á hurðin að fara til hægri eða vinstri þegar þú opnar? Stefnan sem valin er miðast alltaf við utanverða hlið. Þegar þú velur stefnuna skaltu því ímynda þér að þú standir fyrir utan og ætlir að opna dyrnar. Hugsaðu um hvað væri auðveldast og þægilegast fyrir þig.

Viltu hafa tvöfalt eða þrefalt gler í hurðinni?

Það getur verið gott að velja þrefalt gler í rennihurð á útvegg. Þannig er tryggt að þú fáir orkusparandi lausn. Ef hurðin liggur að sólstofu þar sem ekki eru útidyr er ódýrari lausn að velja tvöfalt gler.

Kauptu gæðalausnir frá Skanva

Lausnir okkar hér hjá Skanva einkennast af miklum gæðum og sanngjörnu verði. Auk þess bjóðum við upp á 10 ára ábyrgð á öllum gluggum og hurðum úr tré, 10 ára ábyrgð á öllum gluggum og rennihurðum úr tré/áli og 5 ára ábyrgð á málningu – að því gefnu að vörurnar séu afhentar á Íslandi.

 

Hafðu endilega samband ef þú vilt fá aðstoð varðandi rennihurðir eða aðrar vörur okkar.

Hafa samband

Við hjá Skanva leggjum okkur fram um að veita viðskiptavinum góða þjónustu með persónulegri ráðgjöf til að þú finnir fyrir öryggi í gegnum allt ferlið við val á gluggum, hurðum, rennihurðum eða svalahurðum.

 

Það er góð hugmynd að lesa sér til á vefsíðunni okkar.

 

Þú getur einnig haft samband við okkur með tölvupósti eða hringt í síma 558-8400 og fengið tilboð í verkefnið án skuldbindinga.