Svalahurðir frá Skanva

Svalahurð er ómissandi til að komast út á svalir, í garðinn eða á pallinn. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af þessum hurðum. Svalahurðir eru bæði fáanlegar einfaldar og tvöfaldar fyrir stærri dyraop.

  • Tré
  • Tré/Ál
  • PVC Euroline
  • PVC
  • Tré Euroline
  • Tré/Ál Euroline

Pantaðu svalahurð strax í dag!

Þú finnur verðið fyrir hurðina sem þú velur með því að smella á „reikna verð“. Þegar þú hefur valið tegund getur þú valið liti að innan- og utanverðu, gler, lista og margt fleira. Þegar þú hefur gert það færðu að sjá verðið. 10 ára ábyrgð er á gluggum og hurðum frá okkur.

Hvaða efni á ég að velja?

Þú getur valið nýja svalahurð úr tré/áli, tré eða plasti. Hvað verður fyrir valinu fer eftir ýmsu. Ef þú vilt að viðhald sé í lágmarki ættirðu að íhuga að panta einingar úr tré/áli eða plasti. Mundu þó að hafa útlit heimilisins í huga.

 

Ef þú býrð í nýlegu húsi ættirðu líklega að velja nútímalegan stíl en sígildur stíll gæti hentað betur fyrir eldri hús. Þú getur valið á milli RAL-lita í verðreiknivél okkar. Hafðu samband ef þú vilt nota aðra liti.

Orkusparandi listar eða þverskerandi listar?

Við mælum alla jafna aðeins með orkusparandi listum þar sem þeir eru límdir á glerið og brjóta glerflötinn því ekki upp. Þess vegna eru orkusparandi listar umhverfisvænn kostur. Til samanburðar fara þverskerandi listar í gegnum glerið og því verður hurðin ekki eins þétt og einangrandi.

 

Athugið: Því fleiri listar sem eru í svalahurðinni, því minni birta berst inn.

Á að vera lás á svalahurðinni minni?

Í staðalútgáfu er ekki húnn utan á svalahurðum. Til að fá meira öryggi er hægt að velja lás á innanverða hurðina til að geta læst og geymt lykilinn, til dæmis þegar þú ferð í frí. Þannig geta þjófar ekki notað svaladyrnar sem flóttaleið.

 

Við mælum með því að lykillinn sé alltaf hafður í lásnum þegar þú ert heima, ef eldur skyldi kvikna.

Get ég gert svalahurðina örugga fyrir börn?

Hægt er að fá hurðarhún með barnalæsingu sem er með lás með lykli en þá er ekki hægt að opna svalahurðina án þess að hafa lykil. Það getur því verið góður kostur að velja hún og lás sem barnalæsingu ef lítil börn eru til staðar, því þá er hægt að tryggja að þau geti ekki notað dyrnar.

Á að vera bremsa á svalahurðinni minni?

Ef svalahurðin á að vera opin á meðan loftað er út er góð hugmynd að íhuga að skipta hurðarhúninum út fyrir hún með bremsu. Þá getur þú fest svalahurðina í ákveðinni stöðu. Hafðu þó í huga að ekki ætti að nota bremsuna í miklum vindi.

 

Ef þú velur bremsu þarftu einnig að ákveða hvort það sé ásættanlegt að aðeins sé hægt að opna hurðina í 90 gráður. Svalahurð án bremsu getur opnast í allt að 180 gráður.

Á ég að velja tvöfalt eða þrefalt gler?

Svalahurðir geta verið með tvöföldu eða þreföldu gleri. Báðar þessar rúðutegundir uppfylla gildandi byggingareglugerðir og því getur þú valið bæði tvöfalt eða þrefalt gler áhyggjulaus. Við mælum þó aðeins með þreföldu gleri fyrir stóra glugga eða ef húsið er einangrað samkvæmt orkuflokki A, þar sem annars gæti tekið mörg ár að ná upp í kostnaðinn sem fylgir þreföldu gleri.

Hver er opnunarstefna hurðarinnar minnar?

Þú skalt standa þeim megin sem aðalhurðin á að opnast. Ef hurðin á að opnast út skaltu standa við hana utanverða. Ef hjarirnar eru vinstra megin er opnunarstefnan til vinstri út á við.

 

Ef hurðin á að opnast inn skaltu standa við hana innanverða. Ef hjarirnar eru hægra megin opnast hurðin inn á við til hægri.

 

Þú getur fengið frekari upplýsingar um opnunarstefnuna í leiðbeiningum um mælingu á flipanum UPPLÝSINGAR.

Hvernig tek ég mál fyrir svalahurð?

Utanverð mæling frá steini í stein. Þetta er mál dyraopsins.
Þú þarft að mæla á fleiri stöðum þar sem opið gæti verið skakkt.

 

Síðan dregur þú 2,5 cm frá breidd og hæð opsins. Þá hefur þú fengið mál karmsins.

 

Þú færir málin inn í verðreiknivélina.

Hafa samband

Við hjá Skanva leggjum okkur fram um að veita viðskiptavinum góða þjónustu með persónulegri leiðsögn til að þú finnir fyrir öryggi í gegnum allt ferlið.
Við mælum með því að kynna sér málið á vefsíðu okkar.

 

Þú getur einnig haft samband við okkur með tölvupósti eða hringt í síma 558-8400 og fengið tilboð í verkefnið án skuldbindinga.