Heimsending frá 9.900,- |

Síminn er opinn til kl.16

 • Karfa Cart

Tvöföld svalahurð

Tvöföld svalahurð gefur þér fallegt útsýni út í garðinn eða veröndina og hleypir fullt af ljósi inn. Okkar verð á tvöföldum svalahurðum eru mjög samkeppnishæf og erum við reglulega með tilboð í gangi. Svalahurð þarf að vera í góðum gæðum vegna þess að hún er sérstaklega mikið notuð. Tvöföldu svalahurðirnar okkar fást bæði með og án lista, úr tré, tré/áli og plasti. Við bjóðum upp á tvöfaldar svalahurðir í nokkrum fallegum útfærslum og mörgum mismunandi litum. Athugið: Stöðluð pöntun er úr kvistlausum við. Ef þú vilt tvöföldu svalahurðina þína úr öðru efni, getur þú valið það þegar þú pantar hurðina hér fyrir neðan.

Leiðbeiningar um pöntun á tvöföldum Svalahurðum.

 

Samantekt innihalds:

 1. Úr hvaða efni ætti ég að kaupa svalahurðina mína?
 2. Hvernig mæli ég fyrir nýju svalahurðinni minni?
 3. Á hurðin mín að opnast inn eða út?
 4. Orkusparandi listar eða þverskerandi listar?
 5. Þarf svalahurðin mín að vera með lás?
 6. Get ég sett barnalæsingu á svalahurðina mína?
 7. Ætti ég að hafa bremsu á svalahurðinni minni?
 8. Ætti svalahurðin mín að vera með hún utan á?
 9. Gerir tvöfalt grunnstykki svalahurðina mína sterkari?

 

Úr hvaða efni ætti nýja svalahurðin mín að vera?

Efnisvalið veltur á nokkrum þáttum. Svaraðu eftirfarandi spurningum og lærðu meira um hvað er rétta valið fyrir þig.

 1. Vill ég lágmarka viðhald?
 2. Er mér mikilvægt að útlit heimilisins breytis ekki?
 3. Hvað má tvöfalda svalahurðin mín kosta?

Tré/ál og plast eru augljós kostur ef lágmarks viðhald er mikilvægt fyrir þig. Þessi efni eru þó oftast þau dýrustu. Þar að auki, er ekki víst að þau passi við heimilið þitt. Ef þú býrð til dæmis í virðulegu eldra húsi, er vel hugsanlegt að tré gefi þér besta niðurstöðu.

 

Hvernig mæli ég fyrir nýju svalahurðinni minni?

 1. Það fyrsta sem þú þarft að gera er að mæla fyrir svalahurðinni.
 2. Dyramálið finnur þú með því að mæla frá útvegg til útveggs að utan.
 3. Það er góð hugmynd a mæla á nokkrum stöðum því málin geta verið mismunandi.
 4. Því næst dregur þú 2.5 cm frá breidd og hæð
 5. Þá ertu komin með karmmálið á svalahurðinni. Það er karmmálið sem þú átt að nota þegar þú pantar svalahurð.

 

Á hurðin mín að opnast inn eða út?

Þegar um er að ræða tvöfalda svalahurð er önnur hurðanna aðalhurð. Aðalhurðina er alltaf hægt að opna en hina er aðeins hægt að opna þegar aðalhurðin er opin. Þess vegna skaltu aðeins ákveða opnunina útfrá aðalhurðinni. Þegar þú ákveður opnunina skaltu standa þeim megin sem hurðin á að opnast. Ef þú vilt að hurðin opnist inn skaltu standa fyrir innan. Á hinn bóginn, ef þú vilt að hún opinst út skaltu standa fyrir utan. Næst verður þú að ákveða hvoru megin á aðalhurðinni lamirnar eiga að vera. Ef hurðin opnast út og lamirnar eru hægra megin er hurðin með hægri út opnun. Ef hurðin opnast inn og lamirnar eru hægra megin er hurðin með hægri inn opnun.

 

Ætti ég að velja tvöfalt eða þrefalt gler?

Við mælum yfirleitt aðeins með þreföldu gleri í Energy A hús og stóra glugga, þar sem það er annars of lengi að borga sig.

 

Orkusparandi listar eða þverskerandi listar?

Við mælum alltaf með að panta orkusparandi lista því þeir eru límdir á og skipta því ekki glerinu upp. Það gerir orkusparandi lista að umhverfisvænu vali. Þverskerandi listar skipta hins vegar glerinu upp í minni hluta og eru því minna orkusparandi. Ath: Því fleiri lista sem þú setur á svalahurðina því minna ljós kemur inn.

 

Þarf svalahurðin mín að vera með lás?

Ef þú vilt auka innbrotsvörnina á tvöföldu svalahurðinni er góð hugmynd að velja hún með læsingu. Þá getur þú læst og fjarlægt lykilinn úr hurðinni þegar þú ert ekki heima. Þá getur hugsanlegur innbrotsþjófur ekki notað tvöföldu svalahurðina sem útgang.

 

Get ég sett barnalæsingu á svalahurðina mína?

Já. Ef þú velur hún með hnappi, er aðeins hægt að opna hurðina ef ýtt er á hnappinn og húninum snúið á sama tíma.

 

Ætti ég að hafa bremsu á svalahurðinni minni?

Bremsa gerir þér kleift að festa svalahurðina í tiltekinni stöðu. Bremsa er mjög góð hugmynd ef þú vilt geta loftað út án þess að hurðin sláist til í vindinum. Hins vegar ef þú velur bremsu er einungis hægt að opna hurðina í 90 gráður. Án bremsa er hægt að opna hurðina í 180 gráður. Ath: Það er aðeins hægt að fá bremsu á aðalhurðina, þ.e. þá hurð sem hefur fulla notkun.

 

Ætti svalahurðin mín að vera með hún utan á?

Það er ekki nauðsynleg að panta hún utan á en ef þú vilt geta læst hurðinni utan frá verður þú að panta hann. Gallinn er sá að þú verður alltaf að muna að læsa hurðinni innan frá. Ath: Það er aðeins hægt að fá hún utan á svalahurðir okkar úr tré og tré/áli.

 

Gerir tvöfalt grunnstykki svalahurðina mína sterkari?

Margir spyrja okkur hvort hurðir með grunnstykki séu sterkbyggðari. Þær eru það ekki. Þú ættir þó að panta hurðina með tvöföldu grunnstykki ef þú vilt viðhalda virðulegu sígildu útliti.

 

Ertu með spurningu?

Ef þú hefur einhverjar spurningar sem þú hefur ekki fengið svör við skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur í tölvupósti: skanva@skanva.is eða í síma: 558 8400

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um notkun vafraköku. stefnu okkar