Gróðurhús, sólstofa eða sólskáli – það er um margt að velja 

 

Ef þú ert að leita að nýjum gluggum og hurðum fyrir húsið þitt eða gróðurhúsið finnur þú meiri innblástur og upplýsingar hér á þessari síðu. 

Sólskálaeiningar fyrir nýju sólstofuna 

Með vönduðum sólskálaeiningum frá Skanva er einfalt að hanna annað herbergi eða viðbygginguna sem þig dreymir um.

 

Hægt er að nota sólskálaeiningar fyrir sólstofuna, gróðurhúsið eða sólskálann. Þær má sameina við stærri hluta en þær geta einnig staðið einar og sér.  

Sólskálaeiningar fyrir gróðurhúsSólskálaeiningar fyrir gróðurhús

Sólskálaeiningar

Draumurinn um gróðurhús sem viðbyggingu við heimilið

Ef þú ert að hugsa um að endurnýja eða byggja gróðurhús er auðvelt og fljótlegt að fá verðið með reiknivél okkar á netinu. Hjá Skanva færðu mikið fyrir peningana og að sjálfsögðu réttu gluggana fyrir verkefnið á lágu verði. 

 

Til að reikna verð smellirðu einfaldlega á flokkinn „sólskálaeiningar“, velur þá gerð sem þú vilt og færir svo inn mál og upplýsingar.

Efnisval fyrir sólskálann  


Á vefsíðu okkar getur þú kynnt þér gluggategundir okkar og valið sólskálaeiningar úr tré, tré/áli eða PVC og fengið nánari upplýsingar um kosti efnanna. Hægt er að byggja sólstofuna úr mismunandi efnum, allt eftir þörfum og óskum. Þú getur fengið sólskálaeiningar sem passa við aðra glugga og hurðir hússins og þar með haldið sama heildaryfirbragði. Einfalt er að panta glugga eftir máli. Lestu meira um efnin og hönnun glugga og hurða hér.  

 

Mikill raki er annar þáttur sem getur skipt höfuðmáli við val á efni fyrir glugga og hurðir. Það eru nokkrir þættir sem hafa þarf í huga árið um kring. Ef oft er mikill raki, mjög heitt eða mjög kalt inni mælum við með því að velja PVC.  

 

Ekki hika við að hafa samband – við getum svarað flestum spurningum og ráðlagt þér um hvaða efni hentar þér best.  

Glerefni fyrir fastrammagluggaGlerefni fyrir fastrammaglugga
Tvöfaldar svalahurðir fyrir íbúðarhúsTvöfaldar svalahurðir fyrir íbúðarhús

Tvöfaldar svalahurðir

Hvernig hurð á að velja? 

Hjá Skanva finnur þú fjölbreytt úrval hurða fyrir sólskálann, sólstofuna eða gróðurhúsið. Margir velja tvöfaldar svalahurðir vegna góðs loftstreymis og þar sem auðvelt er að ganga inn og út um svaladyrnar. Einnig getur verið sniðugt að velja rennihurð þar sem hún sparar pláss og skellist ekki í vindi. 

Hvað þarf að hafa sérstaklega í huga þegar sólskálaeiningar eru keyptar? 

Þú þarft sérstaklega að athuga að þak og veggir verða að bera sig sjálfir. Auk þess mega gluggar ekki vera hluti af burðareiningum. Ef þú sameinar til dæmis hurð og glugga með listum þarftu að gæta þess að listarnir flútti þar sem hurðir, fastir gluggar og opnanlegir gluggar hafa mismunandi mál fyrir karm og ramma. Hafðu endilega samband varðandi flúttun á listum þegar þú hefur vistað innkaupakörfuna á vefsíðunni.  

 

Athugaðu: gluggar frá okkur eru ætlaðir fyrir útveggi og því má ekki nota þá í þak eða setja upp sem þak. Gættu einnig að því að lofta vel út í sólstofunni þar sem mikill raki er hvorki góður fyrir heilsuna né gluggana.   

Kauptu ódýra gæða glugga og hurðir
fyrir garðhúsið, sólstofuna eða sólskálann þinn

Hvað kosta gluggar í sólskála eða garðhús?
Verð á gluggum í sólskála fer eftir mörgum þáttum, svo sem efni, gerð, stærð og öðrum mögulegum viðbótum. Þú getur auðveldlega og á einfaldan hátt séð verðið þitt á bæði gluggum og hurðum fyrir sólskála eða garðhús í reiknivélinni á Skanva.is. Reiknaðu verðið þitt í dag og keyptu glugga eftir sérmálum á hagstæðu verði.

 

Hvar finn ég ódýrustu sólskálagluggana?
Þú finnur ódýrustu sólskálagluggana með því að panta á netinu þar sem þú slærð inn málin sjálf/ur og færð sent beint frá framleiðanda. Þannig spararðu dýru milliliðina. Þegar þú kaupir sólskálaglugga á Skanva.is færðu gæða glugga á lágu verði.

 

Hvar kaupi ég glugga fyrir sólskálann minn?
Þú getur auðveldlega og örugglega keypt glugga fyrir sólskálann þinn í vefverslun Skanva.is. Hér setur þú inn málin á nýju gluggunum sem þú óskar að kaupa, þar sem þú einnig getur séð áætlaðan afhendingartíma. Í veferslun Skanva.is er hægt að greiða á öryggan hátt með annaðhvort korti eða netgíró.

Hvað eru sólskálaeiningar?
Sólskálaeiningar er oftast notaðar fyrir garðhúsið, sólstofuna eða sólskálann þinn. Hægt er að setja saman sólskálaeiningar fyrir stærri viðbyggingu eða til dæmis í sólstofu. Sólskálaeiningarnar geta líka verið notaðar einar og sér. Þú getur líka sett sólskálaeiningarnar saman með fjölbreyttu úrvali af svalahurðunum okkar. Skanva.is hefur mikið úrval af gluggum og hurðum fyrir nýja sólskálann þinn í góðum gæðum.

 

Hvernig mæli ég rétt fyrir sólskála?
Það er ekki eins erfitt og það gæti hljómað að mæla rétt fyrir sólstofu. Við höfum gert kennslumyndbönd sem munu aðstoða þig skref fyrir skref. Byrjaðu á því að finna stífmálið þar sem þú mælir að utanverðu frá vegg í vegg. Þú skalt draga 2,5 cm af minnsta stífmálinu sem þú mælir, bæði breidd og hæð. Þá hefur færð þú karmmálin, sem eru þau mál sem þú átt að nota þegar þú panta í gegnum reiknivélina okkar í vefversluninni. Sjá ítarlegar leiðbeiningar um máltöku hér.

Ertu tilbúin(n) til að finna verð fyrir sólstofuna? 

Sólskálaeiningar fyrir gróðurhúsSólskálaeiningar fyrir gróðurhús

Einingar fyrir nýja gróðurhúsið

FastrammagluggarFastrammagluggar

Fastrammagluggar

 

Þú getur einnig hringt eða skrifað okkur til að fá ráðleggingar um verkefnið þitt. Opnunartímar okkar eru hér