Þú getur bókað netfund með ráðgjafa Skanva og skoðað úrvalið okkar betur áður en þú pantar.
Ef þú vilt skoða vörur okkar í sýningarsalnum en hefur ekki tök á að renna við hjá okkur, geturðu bókað myndbandsfund með ráðgjafa. Þannig geturðu skoðað hvernig vörurnar okkar virka í raun og spurt spurninga sem þú kannt að hafa. Viljir þú ræða eitthvað sérstakt þætti okkur gott að fá lýsingu, myndir og/eða teikningar af verkefninu á netfangið okkar [email protected] þá getum við undirbúið okkur fyrir fundinn.
Hvernig virka myndbandsfundir Skanva.is?
- Bóka tíma: Þú pantar tíma með því að senda okkur tölvupóst með þeim tíma sem hentar best fyrir þig að taka fundinn (innan opnunartíma okkar). Við sendum þér síðan staðfestingu í tölvupósti með staðfestum fundartíma og tengil á fundinn.
- Fyrir fundinn: Fundurinn fer fram á Microsoft Teams. Best væri að fá myndir og lýsingu á verkefninu þínu fyrir fundinn svo við getum undirbúið okkur, eins ef þú ert með vistaða innkaupakörfu á Skanvareikningnum þínum, þá getum við athugað hana fyrirfram, sé þess óskað.
- Fundurinn sjálfur: Ráðgjafi okkar kemur til með að sýna þér vörurnar í gegnum vefmyndavél svo þú sért öruggari í ákvarðanatöku þinni. Þú ræður hvort þú hafir kveikt á þinni myndavél eða ekki.
Bókaðu myndbandsfund án skuldbindinga
Tímapantanir: Þú pantar tíma með því að senda okkur póst með þeim tíma sem hentar best. Við sendum staðfestingu á tímanum og tengil á myndbandsfundinn.
Opnunartímar sýningarrýmisins
Mánudagar og þriðjudagar: 9:00 - 16:00
Miðvikudagar: 9:30 - 16:00
Fimmtudagar og föstudagar: 9:00 - 16:00
Lokað um helgar