Herragarðsgluggi 1 fags
með 2x3 gleri
Herragarðsgluggi 2 fags
með 2x3 gleri
Herragarðsgluggi 3 fags
með 2x3 gleri, föstum ramma og miðjubita
Herragarðsgluggi 4 fags
með 2x3 gleri, föstum ramma og miðjubita
Herragarðsgluggi 1 fags
með 2x4 gleri
Herragarðsgluggi 2 fags
með 2x4 gleri
Herragarðsgluggi 3 fags
með 2x4 gleri, föstum ramma og miðjubita
Herragarðsgluggi 4 faga
með 2x4 gleri, föstum ramma og miðjubita
Efnisval
Hvaða efni á ég að velja?
Herragarðsgluggar eru fáanlegir í tré, tré/áli og plasti. Ef þú vilt halda viðhaldi í lágmarki, þá gæti PVC eða tré/ál verið kosturinn fyrir þig. Hafðu í huga að þó þú komir ekki til með að þurfa að mála þessa tegund glugga á 3-5 ára fresti, þá krefjast þeir ákveðins viðhalds. Hér getur þú lesið um hvernig best er að halda gluggunum við.
Í eldri húsum sem verið er að gera upp, kjósa þó flestir að fá hreina timburglugga, þar sem oftast hæfir það þessum húsum best.


Orkukröfur
Tvöfalt eða þrefalt gler fyrir gluggana mína?
Hafðu það í huga að þrefalt gler hefur betra einangrunargildi en tvöfalt. Á Íslandi, þar sem flestir íbúar eru svo heppnir að hafa hitaveitu ætti tvöfalt gler að vera alveg nóg, en á öðrum svæðum gæti borgað sig að fá þrefalt gler í gluggana.




Sandblásið gler


Cotswold-gler
Gler
Hvernig gler á ég að velja fyrir baðherbergisgluggann?
Ef þú vilt ekki að hægt sé að sjá inn um baðherbergisglugga ættirðu að panta herragarðsgluggann með sandblásnu gleri eða Cotswold-gleri. Sandblásið gler er með möttu yfirborði en Cotswold-gler er með láréttum rákum. Báðar glertegundirnar gefa góða birtu.
Þú færð frekari upplýsingar í hlutanum um hliðarhengda glugga, þar sem fjallað er um flesta kosti sem eru í boði. Ef þú ert með einhverjar spurningar sem þú finnur ekki svör við á heimasíðunni þá erum við til þjónustu reiðubúin við símann.
