Spurt og svarað
Við höfum búið til teikningar af opnunaráttinni, sem útskýra vel hvort hurðin eigi að opnast hægra eða vinstra megin inn eða út. Skoðaðu teikningarnar sem útskýra opnunaráttina hér.
Það er misjafnt hvernig staðið er að glerskiptum í tré-, tré/ál- og PVC-gluggum og hurðum. Vinsamlegast hafið samband við okkur á [email protected] eða í síma 558-8400 fyrir upplýsingar varðandi glerskipti og annað meiriháttar viðhald.
Þegar þú mælir fyrir nýjum gluggum og hurðum, byrjar þú á að mæla frá steypu í steypu að utan, hæð og breidd og dregur 2,5 cm frá þeim málum. Það kallast karmmál þannig að það sé pláss fyrir kítti og fleyga. Mundu að þú þarft að nota karmmál þegar þú pantar. Þú finnur kennslumyndband um hvernig þú átt að mæla rétt hérna.
Ef þú viðheldur vörunum frá Skanva á réttan hátt, munu þær halda öllum eiginleikum sínum í mörg ár. Þú ættir sérstaklega að hafa auga með tré gluggunum þínum þegar þú hreinsar yfirborðið. Ef það eru sprungur í yfirborðinu, mælum við með því að gert sé strax við þær. Suður og vestur hliðar hússins eru sérstaklega viðkvæmar fyrir skaðlegum geislum sólarinnar sem og regni og vindum.
Ef málningin er orðin mislit vegna utanaðkomandi aðstæðna, er kominn tími á viðhald á tréverkinu.
Lestu viðhaldsleiðbeiningarnar okkar á tré, tré/áli og plasti hér.
Ef það myndast raki utan á glugganum er allt eðlilegt. Þá er orkusparandi glerið að virka eins og það á að gera. Þetta getur meðal annars gerst eftir næturfrost þegar mikill varmi færist frá jörðinni í loftið. Þá verður ytra byrði glersins kaldara en loftið fyrir utan og við það myndast raki. Hann hverfur síðan eftir því sem hitinn hækkar.
Raki innan á glerinu þýðir að þú verður að loftræsta. Oft og eins lengi og mögulegt er, annars er hætta á skemmdum af völdum raka. Ef það kemur raki á milli glerja þarf að skipta um glerið því það er ekki lengur þétt.
Ef þú vilt vita meira um raka og loftræstingu, smelltu hér.
.
Ef límmiðinn fær að sitja of lengi á glerinu geta setið eftir límleifar. Þær má auðveldlega fjarlægja með tannkremi, lampaolíu, hreinsiefni fyrir keramik eldavélar og með glersköfu.
Ef þú þarft að fjarlægja sílikonleifar er best að nota sérstakt efni til þess.
Ef varan frá Skanva stendur ekki undir væntingum, þarft þú að senda inn kvörtun í gegnum heimsíðuna okkar. Það gerir þú með því að skrá þig inn á skanva.is og smella á “Minn reikningur”. Næst smellir þú á “Þjónustuborð” og síðan á “Búa til nýjan miða”. Þá kemur upp kvörtunarform, sem þú verður að fylla út og senda til okkar. Með þessum hætti fáum við þær upplýsingar sem við þurfum til þess að geta þjónustað þig eins fljótt og auðið er.
Þegar vörurnar frá Skanva eru settar upp skal nota viðurkennd þéttikítti í samræmi við eftirfarandi meginreglur. Venjulega hefur kíttið sem nota skal milli karms og útveggjar eftirfarandi eiginleika:
- Þéttiefni (einangrandi efni). Nota skal efnið undir þrýstingi til þess að ná æskilegri lokun.
- Að utan er sett ytra lag af kítti, sem auka vörn gegn regni.
- Að innan er himna eða kítti (það fer eftir því hvers konar vegg um ræðir), sem eykur þéttni.
Kítti ætti alltaf að vera lýst í verkefninu eða valin af þeim sem ber ábyrgð á verkefninu, því rétt lokun er nauðsynlegt fyrir árangursríka uppsetningu. Efni og aðferðir ættu alltaf að vera valin út frá byggingarefni hússins. Ef veggurinn er léttur, skal alltaf fara eftir nýjustu reglugerðum og leiðbeiningum varðandi rétta staðsetningu á rakavörn og frágangi í kringum dyr og glugga.
Til að tryggja endingu tréverksins og góða einangrun, er nauðsynlegt að kítti að utan sé heilt. Því ætti það að vera athugað að minnsta kosti einu sinni á ári. Ef þú finnur leka, verður að gera við með efni sem hentar umræddu kítti. Ef um umfangsmikinn leka er að ræða, ættir þú að skipta út öllu kíttinu. Síðan er rétt að meta hvort betra þéttiefni sé hugsanlega í boði.
Ef þú ert að vinna með tré/ál glugga, er mikilvægt að kíttið sé ekki í snertingu við álið. Það er svo timbrið nái að þorna. Kíttið ætti að vera sett á sama stað á tré/ál gluggum, eins og um væri að ræða glugga eingöngu úr timbri.
Hjá Skanva bjóðum við upp á 10 ára ábyrgð á öllum okkar gluggum og hurðum. Þú getur lesið meira um ábyrgð okkar hér.
Þú verður að taka tillit til eftirfarandi spurninga þegar þú velur vöru:
- Viltu tré, tré/ál eða plast glugga og viltu að opnunin sé inn eða út?.
- Í hvaða stíl er húsið þitt og hvar á að setja gluggana/hurðirnar?
Þú getur valið hurðir og glugga eingöngu úr tré. Það er sérstaklega mikilvægt ef þú vilt náttúrulegt og sígilt útlit, bæði inni og úti. Tré er hentugt bæði fyrir nýbyggingar og endurbætur og Skanva getur boðið upp á þrefalt gler í orkusparandi nýbyggingar. Við bjóðum endingargóða orkusparandi tréglugga með állistum sem eykur endinguna ásamt því að bæta ásýnd hússins. Vörurnar eru í hæsta gæðaflokki. Þú getur einnig valið glugga og hurðir sem eru úr sterku timbri með ál ytra byrði. Kosturinn við þessa samsetningu er að gluggann þarf ekki að mála því ál er sérlega veðurþolið efni. Þú getur notið náttúrulegs viðar inni á meðan þú lágmarkar viðhald að utan. Tré/ál er hentugt bæði fyrir nýbyggingar og endurbætur og Skanva getur boðið upp á þrefalt gler í orkusparandi nýbyggingar. Bæði tré og tré/ál gluggar eru búnir til úr sjálfbærum, kvistlausum kjarnvið, og við bjóðum upp á sömu tegundir, stærðir og fylgihluti o.fl. fyrir bæði efnin.
Að lokum, getur þú valið hurðir og gluggaa úr plasti (PVC). Plast er efni sem er samsett úr að minnsta kosti tveimur mismunandi efnum sem hafa mikinn styrk og stífleika. Efnið hefur marga góða eiginleika, það fúnar t.d. ekki því það er óslítandi. Þessi langa ending og möguleikinn á að endurvinna það gerir plast að mjög sjálfbæru efni – og svo er líka auðvelt að halda því við með vatni og sápu. Skanva plast gluggar og hurðir passa sérstaklega vel byggingum í nútímalegum stíl. Við bjóðum upp á opnun bæði inn og út, fyrir nýbyggingar sem og enduruppgerð hús, raðhús og einbýlishús reist á síðustu 30-50 árum.
Skanva býður upp á hljóðdempandi gler. Hljóð hreyfist í bylgjum í gegnum loftið. Þessar bylgjur geta ferðast nánast að vild í gegnum eitt lag af gleri. Hljóðið stoppar hins vegar á tvöföldu gleri, en einmitt þannig er nútíma hljóðeinangrandi gler hannað. Uppbygging glersins er lykilatriði: Því meiri fjarlægðin á milli glerjanna og því meiri munur á þykkt þeirra, þeim mun betur er hljóðið dempað. Hljóðdempandi gler frá Skanva er tvöfalt og annað glerið er þykkara en hitt. Lesið meira her.
Þú getur valið glugga og hurðir úr plasti. Plast er efni sem er samsett úr að minnsta kosti tveimur mismunandi efnum sem hafa mikinn styrk og stífleika. Efnið hefur marga góða eiginleika. Það fúnar t.d. ekki því það er óslítandi. Þessi langa ending og möguleikinn á að endurvinna það gerir plast að mjög sjálfbæru efni – og svo er líka auðvelt að halda því við með vatni og sápu. Skanva plast gluggar og hurðir passa sérstaklega vel byggingum í nútímalegum stíl. Við bjóðum upp á opnun bæði inn og út, fyrir nýbyggingar sem og enduruppgerð hús, raðhús og einbýlishús reist á síðustu 30-50 árum.
Skanva býður upp á orkusparandi lista til að tryggja enn betri orkunýtingu í hurðum og gluggum. Þeir líta út eins og þverskerandi listar, en samanstanda af borða inni á milli glerjanna og hefðbundnum límlista innan og utan á glerinu. Þannig hámarkast þéttni og ekki er hætta á rakamyndun.
Allir geta lært að setja glugga og hurðir upp, en það er mikilvægt að setja einingarnar rétt í. Með því færð þú bestu útkomuna og endingu til margra ára. Leiðbeiningar um ísetningu finnur þú hér í PDF formi eða þú getur horft á kennslumyndbönd okkar her. Ef þú ert með frekar spurningar getur þú haft samband við okkur.
Það er mikilvægt að nýjir gluggar og hurðir frá Skanva séu sett í á réttan hátt. Þannig færð þú endingu og ánægju af vörunum til margra ára. Leiðbeiningar um rif eldri eininga og uppsetningu nýrra eininga á PDF formi finnur þú her. Ef þú hefur frekari spurningar máttu gjarnan hafa samband við okkur.