Greiðsluupplýsingar
Veldu þér hentugan greiðslumáta


Greiða með kreditkorti
Með því að velja kortagreiðslu færðu þann möguleika að panta hjá okkur strax en borgar ekki fyrr en varan er framleidd og komin í skip á leið sinni til þín. Þegar þú gengur frá pöntun óskum við eftir kortaupplýsingum og í kjölfarið fer af stað 0 kr. heimildabeiðni í gegnum greiðslugátt Straums. Nokkrum vikum seinna, þegar við fáum þær upplýsingar frá verksmiðjunni okkar að pöntun þín sé framleidd og hefur verið send af stað í gám, er kortið þitt svo loksins skuldfært fyrir fullri pöntunarupphæð.
Takist ekki að skuldfæra kortið þitt á þeim tímapunkti, hefurðu tækifæri til að tala við viðskiptabankann þinn og í kjölfarið færðu svo sendan greiðsluhlekk frá okkur sem þú getur greitt þegar þú hefur leyst möguleg vandamál sem upp komu varðandi kortið.
Millifæra í banka
Ef valin er bankamillifærsla, þarf að millifæra upphæðina inn á uppgefinn reikning Skanva svo að pöntun fari í framleiðslu. Þegar þú hefur gengið frá pöntun færðu tölvupóst frá okkur eftir 24 klst. frá pöntunarstaðfestingu með greiðsluupplýsingum. Af hverju eftir 24 klst.? Það er vegna þess að við gefum þér sólarhring til að lagfæra eða breyta pöntun þinni, eftir þann tíma er komið að því að greiða pöntunina og senda hana af stað til verksmiðju.

