Prófuð og staðfest gæði

Vörur Skanva eru framleiddar fyrir íslenskar aðstæður

Loading...

Vörur Skanva hafa farið í gegnum slagregnsprófanir hjá DTI (Danmarks Tekniske Institut) og hafa staðist þrýsting upp að 1650 Pa. Allar vörur eru CE merktar með staðfesta yfirlýsingu um nothæfi. Öll gögn hafa verið yfirfarin og samþykkt af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Íslands (HMS).

viður frá gluggaframleiðsluviður frá gluggaframleiðslu

Gluggar sem standast vind, vatn og veður

 

Vörur Skanva hafa farið í gegnum slagregnsprófanir hjá DTI (Danmarks Tekniske Institut) og hafa staðist þrýsting upp að 1650 Pa.
Allar vörur eru CE merktar með staðfesta yfirlýsingu um nothæfi. Öll gögn hafa verið yfirfarin og samþykkt af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Íslands (HMS).

 

Hjá Tæknistofnun höfum við látið prófa bæði tréglugga og tré/álglugga, sem hafa skilað frábærum árangri:

 

  • Vatnsþéttleiki flokkur E1200 (1200 Pa) – prófað 30. júní 2023

  • Vatnsþéttleiki flokkur E10 (1650 Pa)

  • Vindálagshæfni hækkuð úr C3 í C5 – prófað í mars 2025

 

Vindþrýstingur upp á 1650 Pa er talsvert hærra gildi en íslenskt veðurfar getur framkallað í sínum versta ham. Ef 30 m/s vindhraði er umreiknaður yfir í Pascal er útkoman um 551 Pa. Þó ber auðvitað að hafa í huga að þetta er vissulega háð ákveðnum breytum sem geta orðið við vissar aðstæður í raunheimum.

Hurðir frá Skanva

 

Á Íslandi eru ekki beinlínis gerðar kröfur um neinar ákveðnar mælingar á loftþéttleika útihurða í pascal líkt og á við um glugga. Við hjá Skanva sendum þó hurðaeiningar í prófun hjá DTI og í ljós kom að þær stóðust allt að 1050 Pa.

 

  • Vatnsþéttleiki flokkur E1050 (1050 Pa)

  • Vindmótstaða flokkur C5

 

Hurðirnar okkar hafa að sjálfsögðu farið í gegnum CE vottun og hafa gilda yfirlýsingu um nothæfi.

hvít útihurð með mattu glerihvít útihurð með mattu gleri

Sparaðu þar sem þú getur – en ekki þegar kemur að gæðunum


Vörur okkar eru flokkaðar í klassa C5. Sá flokkur á við um glugga og hurðir sem eiga að þola mjög háan vindþrýsting og henta vel í háreistar byggingar, byggingar nálægt sjó (strandlengju) og á svæðum þar sem öfgafull veðurskilyrði geta átt við (EN 12210:2016).

 

Sjá skýrslur hér: