Þarftu að breyta pöntuninni?

Það er eðlilegt að ruglast eða gleyma einhverju þegar svona stór og mikilvæg kaup eru gerð, líkt og að panta nýja glugga og hurðir. Kerfið hjá okkur virkar þannig að þú færð sólarhringsfyrirvara frá því að pöntun er staðfest, til þess að gera breytingar. Eftir þennan tíma fer pöntunin í framleiðslu. Vertu því klár á því að fara vel yfir pöntunarstaðfestinguna þína og passaðu að vera búin/n að kynna þér vel hvað felst í þeim aukahlutum og íhlutum sem þú valdir á einingarnar þínar.
Hvernig breyti ég pöntuninni minni?
- Skráðu þig inn á reikninginn þinn á vefsíðunni. (Ef þú hefur verslað sem gestur eða ert ekki þegar með aðgang verður þú að skrá þig inn eða búa til aðgang með sama tölvupósti og notaður var fyrir pöntunina)
- Farðu í „Mínar pantanir“
- Ýttu á „Breyta pöntun“
- Ýttu á „Breyta“ undir vörunni sem þú vilt breyta
- Eftir að breytingin hefur verið gerð, ýttu á "Vista breytingu" og keyrðu síðan pöntunina í gegnum sendingar- og greiðsluferlið.
Þú færð þá pöntunarstaðfestingu á breytingunni.
Þegar leiðréttingarfrestur er liðinn, eftir sólarhring, færðu endanlega pöntunarstaðfestingu á því sem þú pantaðir.
Eftir 24 tímar eru liðnir, er ekki möguleiki á frekari breytingum.
ATHUGIÐ: Ef þú valdir að greiða með Netgíró er ekki mögulegt að gera breytingar á vefsíðunni. Í svona tilfellum biðjum við þig vinsamlegast um að senda okkur tölvupóst á [email protected] með óskum þínum um breytingar innan 24 tíma frá pöntun.
Leiðbeiningar um mælingu
Með einfalda kennslumyndbandinu okkar geturðu sjálf/ur mælt upp fyrir nýju gluggana/hurðirnar þínar.
Hefur þú athugað opnunarátt hurðarinnar/gluggans?
Við pöntun á hliðarhengdum gluggum og einnig hurðum þarf að tilgreina rétta opnunarátt á pöntuninni.
Ef einingin á að opnast út á við velur þú opnunarátt séð utan frá.
- - Ef lamirnar eru hægra megin er opnunaráttin Hægri út.
- - Ef lamirnar eru vinstra megin er opnunaráttin Vinstri út.
Ef einingin á að opnast inn á við velur þú opnunarátt séð innan frá.
- - Ef lamirnar eru hægra megin er opnunaráttin Hægri inn.
- - Ef lamirnar eru vinstra megin er opnunaráttin Vinstri inn.
Fyrir tvöfaldar hurðir er opnunaráttin sú hurð sem opnast fyrst.
Hliðargluggar eru að jafnaði afhentir með opnunarstefnu út.
Hægt er að panta hurðir sem annaðhort inn á við eða út á við.
Vinstri út
Hægri út
Vinstri inn
Hægri inn
Fannstu ekki rétta svarið? Leyfðu okkur að hjálpa þér!
Ertu með spurningar eða þarftu hjálp? Söluráðgjafar okkar eru tilbúnir til að aðstoða þig mánudaga – föstudaga í síma, tölvupósti og netspjalli!


Hringdu í okkur


Spjallaðu við okkur
Netspjallið er opið mánudaga til föstudags


Skrifaðu okkur
Viltu breyta eða bæta einhverju við pöntunina þína?
Get ég breytt pöntuninni minni?
Já, þú getur breytt pöntuninni þinni í 24 klukkustundir eftir að pöntunin hefur verið lögð með sjálfsafgreiðslu möguleikanum. Þú getur bætt við og breytt vörum, en þú getur ekki hætt við pöntunina.
Get ég bætt vörum við pöntunina mína?
Já, innan 24 klukkustunda frestsins geturðu bætt fleiri vörum við pöntunina þína.
Hversu lengi eftir pöntunin get ég gert breytingar?
Þú getur breytt eða aðlagað pöntun þína með sjálfsafgreiðslu möguleikanum okkar innan 24 klukkustunda. Þegar leiðréttingarfrestur er liðinn færðu endanlega pöntunarstaðfestingu. Eftir þetta er ekki hægt að gera frekari breytingar.