Mæling

Leiðbeiningar um mælingu

Hér getur þú sótt nákvæmar og aðgengilegar leiðbeiningar um mælingu og festingu glugga og hurða. Athugið: Mismunandi er hvernig einingar úr tré, tré/áli og plasti eru settar upp og því skaltu velja þær uppsetningarleiðbeiningar sem eiga við um gluggann eða hurðina sem á að setja upp.

Leiðbeiningar um mælingu – myndband

Mæling glugga

Mæling hurða

Svona setur þú tvískipta hurð í

Áður en þú pantar hurðir og hliðarhengda glugga

Þegar þú pantar hliðarhengda glugga og hurðir þarf að velja rétta opnunarstefnu í pöntuninni.

 

Ef eining á að opnast út er tekin fram opnunarstefna að utanverðu.

 

  • Ef hjarirnar eru hægra megin er opnunarstefnan til hægri út á við.
  • Ef hjarirnar eru vinstra megin er opnunarstefnan til vinstri út á við.

 

Ef einingin á að opnast inn er tekin fram opnunarstefna að innanverðu.

 

  • Ef hjarirnar eru hægra megin er opnunarstefnan til hægri inn á við.
  • Ef hjarirnar eru vinstra megin er opnunarstefnan til vinstri inn á við.

 

Ef um tvöfaldar hurðir er að ræða er opnunarstefna fyrstu hurðarinnar sem er opnuð gefin upp í pöntuninni.

 

Hurðir fást bæði með opnun inn og út.

Ertu tilbúin/n til að panta nýja glugga og/eða hurðir?