Hurðir frá Skanva

Þegar þú kaupir nýja hurð hjá Skanva, hvort sem það er tréhurð, hurð úr tré/áli eða PVC-hurð, getur þú valið þá hurð sem uppfyllir þínar þarfir. Hvort sem þú vilt útihurð eða flekahurð og hvort sem hurðin á að lokast inn eða út afhendum við þér þá hurð sem þú óskar.

50% afsláttur tré
50% afsláttur tré/Ál
45% afsláttur pvc euroline
45% afsláttur pvc
  • Tré
  • Tré/Ál
  • PVC

Finndu þann sem hentar húsinu þínu best

Ertu ekki viss um hvaða hurð á að velja?

Við framleiðum alla glugga og hurðir eftir nákvæmum mælingum, þannig að þeir passi fullkomlega inn á heimilið þitt. Við forðumst dýra milliliði, sem gerir vörur okkar bæði hagkvæmar og hágæða.

Hannaðu sjálf/ur

Taktu þátt í að hanna glugga og hurðir fyrir heimilið þitt

Við framleiðum eftir máli frá þér. Þú getur því valið þá tegund hurðar sem hentar þínu húsi best. Skanva hlustar á þig og gefur einnig góð ráð. Efni og hönnun gluggans verða þannig í samræmi við væntingar þínar.

Öryggispakka

Hurðir með fyrsta flokks öryggi

Auk þess að framleiða ódýrar hurðir í algjörum toppgæðum þá höfum við einnig gert hurðirnar okkar þannig úr garði að það er sérlega erfitt að brjótast inn á heimili með hurðum frá Skanva. Öryggispakkinn, sem er ókeypis, inniheldur öryggiskrækjur, punktlímdar rúður og öryggislæsingar. Glerhurðin er einnig í boði með samlímdu öryggisgleri sem gerir innbrotsþjófum erfiðara fyrir.

 

Öryggispakkinn okkar tryggir þér hugarró. Heimilið er varið af traustu öryggiskerfi þegar þú skreppur í bæinn eða ferð í sumarfrí.

Efnisval

Hvaða efni á ég að velja?

Þú getur valið á milli hurða úr tré og tré/áli. Hvað verður fyrir valinu fyrir húsið fer eftir ýmsu. Ef þú vilt að viðhald sé í lágmarki ættirðu að íhuga að panta einingar úr tré/áli eða plasti. Mundu þó að hafa útlit heimilisins í huga.

Persónulegur stíll

Í hvaða stíl á útihurðin að vera?

Þegar kemur að því að kaupa útihurð er mikilvægt að kaupa hurð sem hentar húsinu. Ef þú býrð til dæmis í sígildu glæsihýsi ættirðu að velja hurð með meiri smáatriðum en ef þú býrð í funkis-húsi. Þú getur til dæmis valið fyllingar, lista og jafnvel grunnstykki. Þetta gefur heimili þínu fallegt yfirbragð. Ef þú býrð í nútímalegu húsi, sem er t.d. í funkisstíl, ættir þú að velja látlausa útihurð.

Fulningahurðir

Margar mismunandi tegundir eru til af fulningahurðum en þær samanstanda alltaf af karmi og hurðarramma. Í hurðarrammann getur þú valið um eitt eða fleiri gler og/eða eina eða fleiri fyllingar. Því er hægt að hanna hurðirnar á marga mismunandi máta og þess vegna henta þær í flest hús. Vönduðum fulningahurðum Skanva hefur verið mjög vel tekið.


Flekahurð

Ef þú vilt geta séð út getur þú valið hurð með litlum glugga. Glerið er fáanlegt með mismunandi skurði. Flekahurðir eru afar vinsælar, sérstaklega í nýjum húsum. Flekahurðir eru notaðar sem útihurðir í nútímalegum einingahúsum. Fulningahurðir eru oft notaðar fyrir hliðarinnganga.

Hliðarþil

Hurðir með hliðarþili

Þú getur alltaf látið festa hliðarþil í sama dyrakarm og útihurðina – með nokkrum undantekningum þó

 

  • Það er ekki hægt fyrir tré- og álhurðir sem opnast inn á við. Þá þarf að panta einingarnar tvær sína í hvoru lagi
  • Ekki mögulegt fyrir PVC
  • Taka skal mál og verð með í reikninginn fyrir tréhurðir sem opnast inn

 

Ef festa á hliðarþil í sama dyrakarm og hurð sem hefur verið pöntuð skal taka það fram í athugasemdarreitnum í innkaupakörfunni. Sjá einnig útihurðir með hliðarþili

Lyklalás/lyklalás

Snerill/lyklalás

Læsingar

Hvernig lás á ég að velja?

Við bjóðum upp á tvær tegundir lása. Þetta þarf að hafa í huga áður en lás á aðalhurð er valinn. Þú getur valið að láta festa sílinderlásinn bæði að innan og utanverðu. Þessi lausn hentar vel þar sem þjófar geta ekki notað dyrnar sem flóttaleið.

 

Við mælum með því að lykillinn sé alltaf hafður í lásnum þegar þú ert heima, ef eldur skyldi kvikna.

Litaval

Í hvernig lit á útihurðin að vera?

Flestir velja að hafa útihurðina í sama lit og gluggana á húsinu. Þetta er öruggasti valkosturinn og um leið það val sem líklegast er að þú verðir ánægð(ur) með þar sem húsið fær samræmt og látlaust yfirbragð

Opnunarátt

Hver er opnunarstefna hurðarinnar minnar?

Þú skalt standa þeim megin sem aðalhurðin á að opnast.

 

Ef hurðin á að opnast út skaltu standa við hana utanverða.

 

Ef hjarirnar eiga að vera vinstra megin er opnunarstefnan út til vinstri.

 

Ef hurðin á að opnast inn skaltu standa við hana innanverða.

 

Ef hjarirnar eiga að vera hægra megin opnast hurðin inn á við til hægri.

Máltaka

Hvernig tek ég mál fyrir útihurð?

Utanverð mæling frá steini í stein. Þetta er mál dyraopsins.
Þú þarft að mæla á fleiri stöðum þar sem opið gæti verið skakkt.

 

Síðan dregur þú 2,5 cm frá breidd og hæð opsins. Þá hefur þú fengið mál karmsins.

 

Þú færir málin inn í verðreiknivélina.

Nokkrar góðar ástæður til að velja Skanva

Ef þú pantar hjá Skanva tryggir þú þér vörur í hæsta gæðaflokki. Vörur okkar eru auk þess hannaðar með óskir þínar í huga. Hurðirnar eiga að passa inn á heimilið og þess vegna höfum við auga með öllum smáatriðum í ferlinu.

 

Ef þú kaupir hurðir eða annað hjá okkur þá fylgir tíu ára ábyrgð á öllum vörum frá okkur. Þetta er trygging þín fyrir því að við bætum mögulegt tjón eða galla.