Gluggar og hurðir með innbrotsvörn

Gluggar okkar og hurðir með innbrotsvörn eru með eftirfarandi

Öryggisfesting hjá SkanvaÖryggisfesting hjá Skanva

Öryggisfesting

  • Öryggislásrammi
  • Sérlega traustir krækjulæsingaboltar
  • Húnn með 3 lokunarpunktum (hurðir)
  • Handfang með 2 lokunarpunktum (gluggar)
Ruko-öryggislásRuko-öryggislás

Öryggislás

  • 12 kóðastaðir á hverjum lykli
  • Lyklar sem ekki er hægt að smíða eftir
  • Lás sem ekki er hægt að stinga upp
  • Bortraustur lás
Öryggislímd rúðaÖryggislímd rúða

Öryggislímd rúða

  • Punktalímd rúða – erfiðara er að fjarlægja glerið við innbrot

  • Hægt að kaupa öryggisgler – lagskipt gler hefur meiri brotstyrk
Staðlaðir krækjulæsingaboltar fyrir hurðir og gluggaStaðlaðir krækjulæsingaboltar fyrir hurðir og glugga

Staðlaðir krækjulæsingaboltar – hurðir/gluggar

Allir gluggar sem eru með hún í stað hinna sígildu krækja, sem og hurðir, eru með stöng í rammanum. Á þessari stöng eru 2 til 3 krækjulæsingaboltar og það eru þeir sem gera það að verkum að glugginn eða hurðin helst læst. Í hvert sinn sem glugganum eða hurðinni er lokað fara krækjulæsingaboltar inn í lásrammann. Venjulega eru krækjulæsingaboltar í beygðri 2,5 mm plötu og geta því aflagast við innbrotstilraunir.

Innbrotsvarðir krækjulæsingaboltar fyrir hurðir og gluggaInnbrotsvarðir krækjulæsingaboltar fyrir hurðir og glugga

Innbrotsvarðir krækjulæsingaboltar – hurðir/gluggar

Þegar þú pantar hurð eða glugga (með húni) úr tré eða tré/áli hjá okkur eru krækjulæsingaboltar sérstaklega gerðir til að standast innbrotstilraunir. Innbrotstryggðir krækjulæsingaboltar eru úr gegnheilu stáli og auk þess töluvert stærri en venjulegir krækjulæsingaboltar.

Lásbraut fyrir toppstýrða gluggaLásbraut fyrir toppstýrða glugga

Lásbraut – toppstýrðir gluggar

Á flestum toppstýrðum gluggum er lásbraut fest á undirrammann. Rétt eins og stöng með hökum rennur hún inn í lásramma gluggans þegar toppstýrðum glugga er lokað.

Innbrotsvarðir krækjulæsingaboltar á toppstýrðum gluggumInnbrotsvarðir krækjulæsingaboltar á toppstýrðum gluggum

Innbrotsvarðir krækjulæsingaboltar – toppstýrðir gluggar

Ef þú pantar toppstýrðan glugga úr tré eða tré/áli hjá okkur þá erum við búin að bæta við innbrotsvörðum krækjulæsingaboltum úr traustu stáli. Krækjulæsingaboltarnir eru bognir og fara inn í stillanlegan lásramma sem gerir það tímafrekt og erfitt að brjóta gluggann upp.

Lásbraut fyrir toppstýrða gluggaLásbraut fyrir toppstýrða glugga

Lásbraut – toppstýrðir gluggar

Á flestum toppstýrðum gluggum er lásbraut fest á undirrammann. Rétt eins og stöng með hökum rennur hún inn í lásramma gluggans þegar toppstýrðum glugga er lokað.

Hefðbundinn lásbolti aðeins á hurðHefðbundinn lásbolti aðeins á hurð

Hefðbundinn lásbolti – aðeins á hurð

Allar aðalhurðir eru í staðalútgáfu með lásbolta á hurðarhúnsstöng. Það er hann sem tryggir að ekki sé hægt að opna þegar hurðin er læst. Í hvert sinn sem hurðinni er læst gengur lásboltinn út og inn í lásrammann.

Innbrotsvarðir læsingaboltar aðeins á hurðInnbrotsvarðir læsingaboltar aðeins á hurð

Innbrotsvarðir læsingaboltar – aðeins á hurð

Í stað kubbslaga læsingabolta eru innbrotsvarðar hurðir okkar úr tré og tré/áli með innbrotsvörðum krækjulæsingaboltum. Þeir eru úr gegnheilu stáli og eru einnig stærri en hefðbundnir læsingaboltar. Það þýðir að krækjulæsingaboltinn getur ekki afmyndast í innbrotstilraunum og því þarf í raun að þvinga lásrammann í gegnum karminn til að brjótast inn. Það tekur enn lengri tíma og innbrotsþjófurinn mun í flestum tilfellum gefast upp.

Staðlaður lásrammi fyrir glugga og svalahurðirStaðlaður lásrammi fyrir glugga og svalahurðir

Staðlaðar lásrammar – gluggar/svalahurðir

Flestir gluggar (með húni) og flestar svalahurðir eru með lásramma á karminum sem lítur út eins og sá að ofan. Lásramminn er hluti af láskerfinu sem krækjulæsingarboltinn gengur inn í þegar glugganum eða hurðinni er lokað. Staðlaðir lásrammar eru yfirleitt úr stáli og festir með tveimur framskrúfum.

Innbrotsvarinn lásrammi á gluggum og hurðumInnbrotsvarinn lásrammi á gluggum og hurðum

Innbrotsvarin lásrammi – gluggar/hurðir

Allir gluggar okkar úr tré og tré/áli (með húni) og hurðir eru með innbrotsvörðum lásramma. Lásramminn er gerður til að standast meira álag og er bæði með framskrúfum og skáhöllum skrúfum sem gera það erfitt að brjóta gluggann eða hurðina upp.

Hefðbundinn lásrammi aðeins á hurðHefðbundinn lásrammi aðeins á hurð

Hefðbundinn lásrammi – aðeins á hurð

Flestar svalahurðir eru með lásramma á karminum sem lítur út eins og sá að ofan. Lásramminn er hluti af láskerfinu sem krækjulæsingarboltinn gengur inn í þegar hurðinni er lokað eða læst. Staðlaðir lásrammar eru yfirleitt úr stáli og festir með tveimur framskrúfum.

Stillanlegur innbrotsvarinn lásrammi aðeins á hurðStillanlegur innbrotsvarinn lásrammi aðeins á hurð

Stillanlegur innbrotsvarinn lásrammi – aðeins á hurð

Allar hurðir okkar úr tré eða tré/áli með 12 punkta sílinderlás eru með öflugum innbrotsvörðum lásramma í miðju karmsins. Lásrammminn er gerður til að standast meira álag og er bæði með framskrúfum og skáhöllum skrúfum sem gera það erfitt að brjóta hurðina upp. Lásrammar efst og neðst eru þeir sömu og eru notaðir í gluggum og svalahurðum frá okkur.

Ertu tilbúin/n til að panta nýja glugga og/eða hurðir?