Um okkur

Gluggar á netinu

Fyrirtækið Skanva var stofnað til að svara eftirspurn viðskiptavina sem vilja kaupa gæðaglugga og -hurðir á netinu.Margir viðskiptavinir kunna að meta gagnsæja verðlagningu og beina afhendingu frá verksmiðju í gegnum vefsíðuna okkar.Við hjá Skanva höfum tekið eftir því að margir vilja ákveða sjálfir hvaða vörur eru settar upp á heimilinu og vilja oftast setja þær upp sjálfir.

Alþjóðlegt vörumerki

Þess vegna stofnuðu tveir félagar frá Norður-Jótlandi, báðir með mikla reynslu á sínu sviði, Skanva.dk árið 2013 og hafa allar götur síðan aðstoðað fjölda viðskiptavina við kaup á gæðahurðum og -gluggum á hagkvæmu, gagnsæju verði. Síðan þá höfum við opnað skanva.no í Noregi og vorið 2018 var skanva.is opnað, með sýningarsal í Reykjavík.

 

Skanva verslar með glugga og hurðir á netinu og salan hefur aukist umtalsvert undanfarin 5 ár. Markmið okkar er að tryggja ánægjulega upplifun viðskiptavina af heimasíðunni okkar með því að hlusta á þá og gera heimasíðuna okkar, Skanva.is, betri með hverjum deginum.

Við seljum til einstaklinga

Skanva.is selur vandaða glugga og hurðir úr tré og tré/áli. Með beinni sölu til þín sem viðskiptavinar getum við sparað okkur milliliðinn. Þannig sparar þú peninga og færð um leið aukna innsýn í það hvaðan gluggarnir þínir og hurðirnar koma í raun. Þetta sparar einnig tíma því þú getur hvenær sem er fengið upplýsingar um verð og frekari ráðgjöf á netinu þegar þú hefur þörf fyrir slíkt.

Okkar markmið er að bjóða upp á það besta

  • Markmið okkar er að verða fyrsta val viðskiptavina við kaup á gluggum og hurðum á hagkvæmu verði á Íslandi. Við stefnum ótrauð að þessu marki og leggjum því alla áherslu á að geta ævinlega boðið þér, sem viðskiptavini, það besta. Þess vegna leggjum við m.a. áherslu á:

 

  • Að heimsækja birgjana okkar og verksmiðjuna reglulega til að ganga úr skugga um að allar vörur uppfylli gæðakröfur okkar.

 

  • Að vera stöðugt að bæta heimasíðuna okkar – hún á að vera aðgengileg og það á að vera auðvelt að reikna út verð og finna allar upplýsingar.

Markmið þín og væntingar

  • Við sníðum okkar vörur að þínum þörfum, málum og óskum. Verðútreikningar okkar miðast við tilteknar vörutegundir en ef þú finnur ekki það sem þú leitar að skaltu endilega hafa samband.

 

  • Ef þú finnur ekki lausnina sem þú leitar að á heimasíðunni okkar sendu okkur þá endilega mynd eða skissu af glugganum eða hurðinni sem þú vilt – við svörum þér með tilboði sem er án allra skuldbindinga.

 

  • Ef við eigum ekki til litinn sem þú vilt sendu okkur tölvupóst og tilgreindu RAL-litinn sem um ræðir, svo sjáum við um afganginn.

Við gefum þér aukið öryggi

  • CE-merktir gluggar og hurðir
  • 10 ára ábyrgð
  • Stuttur afhendingartími
  • Samlitir állistar á öllum gluggum og hurðum (úr tré og tré/áli)
  • Innbrotsvarðar festingar (úr tré og tré/áli)
  • Gæðaviður, kvistlaus gæðafura (úr tré og tré/áli)

Við styðjum eins og við getum

Við leggjum mikla áherslu á að styðja góð málefni og starfa af samfélagslegri ábyrgð.


Þess vegna höfum við meðal annars valið að styðja Danska krabbameinsfélagið í baráttunni gegn krabbameini þar sem við getum lagt okkar að mörkum í mikilvægri vinnu við forvarnir, rannsóknir og stuðning við sjúklinga.


Til að hafa áhrif á jákvæða samfélagsþróun eru börn mikilvægasti upphafspunkturinn. Þess vegna höfum við valið að styðja Julemærkefonden, ein af stærstu sjálfstæðu hjálparsamtökunum Danmerkur, þar sem þau hafa mikið að segja fyrir börn og fjölskyldur þeirra.


Það er borðleggjandi fyrir okkur að gefa umframvörur- og efni til annarra sem geta nýtt sér það. Þess vegna höfum við í mörg ár unnið með Kirkens Korshær Genbrug og gert nýja samninga við önnur samfélagsleg og efnahagsleg verkefni á staðarvísu.

Hringdu eða líttu við

Það er okkur mjög mikilvægt að þú upplifir öryggi í öllum viðskiptum við okkur og treystir gæðum vörunnar og kaupferlinu á netinu. Þess vegna viljum við gjarnan heyra frá þér, sérstaklega ef þú ert með spurningar sem þú finnur ekki svar við á heimasíðunni okkar, t.d. um vörur, hvernig á að mæla fyrir, uppsetningu á gluggum og hurðum, verðútreikninga, ábyrgðarskilmála og kaupskilmála. Þér er ævinlega velkomið að hringja eða líta við í sýningarsalnum ef þú þarft frekari handleiðslu og ráðgjöf.

 

Við erum við símann alla mánudaga til föstudaga kl. 10:00 – 16:00. Lokað um helgar. 

Ertu tilbúin/n til að panta nýja glugga og/eða hurðir?