Ábyrgð á vörugæðum
Slagveðursprófun
Skanva ehf. framleiðir sínar vörur sjálft og við gerum mikið úr því að vörur okkar standist þær kröfur sem gerðar eru. Vörur okkur eru CE-merktar og gæðavottaðar. Það var Danska tæknistofnunin í Árósum sem gerði eftirfarandi prófun EN 14351-1:2016 +A2:2016, yfirstaðall, á vörum Skanva ehf. með íslenskar kröfur sem útgangspunkt:
- EN 1026:2016 – Loftþéttleiki
- EN 1027:2016 – Slagregnsþéttleiki
- EN 12211:2016 – Álagsþol gagnvart vindálagi
Vörur Skanva ehf. stóðst eftirfarandi prófanir og er því til sönnunar vottunin hér til hliðar. Því er hægt að segja að vörur okkar séu framleiddar og hannaðar fyrir íslenskar aðstæður.
Sjá vottorð
Kjarnviður
Allir gluggar og hurðir frá Skanva sem eru úr tré og tré/áli eru úr kjarnvið frá hægvaxandi trjám. Kosturinn við það er að efnið er einstaklega endingargott og inniheldur að hámarki 20% raka, sem þýðir að engar fúaskemmdir verða. Til að forðast trjákvoðuútfellingu eru gluggar okkar og hurðir framleidd úr kvistlausum kjarnvið.
Orkusparandi gler með varmaþéttilista
Orðið „varmaþéttilisti“ á við um fjarlægðarlista sem býr yfir góðum varmaeiginleikum og minnkar líkur á rakaþéttingu að innan.
Einangrunargler
Einangrunargler er í öllum gluggum frá Skanva. Tvöfalda glerið okkar er með U-gildið 1,1 en þrefalda glerið með hámarksorkusparnaði er með U-gildið 0,52.