Flutningur

Flutningur

Flutningstími kemur fram þegar búið er að velja allar vörur í körfuna.

Í flutningskostnaði er flutningur pöntunar frá framleiðslu heim að dyrum viðskiptavina. Ath. í ákveðnum póstnúmerum miðast verð við afhendingu á næstu afgreiðslustöð Samskipa utan höfuðborgarsvæðisins.

Flutningskostnaður

Flutningskostnaður reiknast út í netverslun okkar þegar búið er að velja allar vörur í körfuna og slá inn póstnúmer, þar sem kostnaðurinn fer eftir stærð og fjölda eininga í hverri pöntun.

Flutningskostnaður reiknast útfrá rúmmetra nýtingu í gám og deilist á hverja einingu í hverri pöntun. Svo hlutfallslega er flutningskostnaður hærri á 1 stk. glugga en á 10 stk. 

Sækja hjá Samskip

Að öllu jafnan er ekki í boði að sækja hjá Samskip. Hins vegar getur komið upp sú staða að ekki er unnt að keyra pöntun heim vegna stærðar á einingum eða aðkomu að afhendingarstað. Þá verður viðskiptavinur að sækja á næstu stöð Samskipa.  

ATH Þó vara er sótt fellur flutningskostnaður ekki niður. Í flutningskostnaði er flutningur pöntunar frá framleiðslu og að dyrum viðskiptavina eða á næstu stöð flutningsaðila í ákveðnum póstnúmerum. 


ATH. Ef sending er ekki sótt innan 3ja daga mun aukalega bætast 10.000 kr. í þjónustugjald, ásamt 1.000 kr. geymslugjaldi sem reiknast daglega.

Mikilvægt er að athuga hvort að pöntunin hefur orðið fyrir flutningsskaða við komuna til landsins. Ef svo er þá þarft þú að gera athugasemd skriflega og fá undirskrift frá starfsmanni Samskips.

Ertu tilbúin/n til að panta nýja glugga og/eða hurðir?