Persónuverndarstefna

Þessi vefsíða er starfrækt af og í eigu:

Skanva ehf.
Fiskislóð 73
101 Reykjavík
Kt.: 5512171320

Netfang notendaþjónustu: [email protected]

Símanúmer notendaþjónustu:558 8400

 

Þegar þú verslar á Skanva.is samþykkir þú að við vinnum úr persónuupplýsingum þínum samkvæmt þessari persónuverndarstefnu.

 

Við hjá Skanva.is virðum allar óskir um leynd persónuupplýsinga sem gefnar eru upp í tengslum við kaup á netinu. Auk þess erum við meðvituð um nauðsyn viðeigandi varnar og ábyrgðarfulla úrvinnslu allra persónuupplýsinga.

 

Ef þú getur ekki samþykkt persónuverndarstefnu Skanva biðjum við þig um að nota ekki þessa vefsíðu.

 

Persónuupplýsingar

Persónuupplýsingar eru skilgreindar sem upplýsingar sem hægt er að nota til að bera kennsl á einstakling. Þar á meðal eru, án þess að takmarkast við: Fornafn, eftirnafn, kyn, aldur, netfang, heimilisfang eða annað aðsetur hvort sem um er að ræða heimilisfang einstaklings eða vinnustað.

 

Hvaða persónuupplýsingum söfnum við og vinnum úr – og af hverju?

 

Almennt getur þú notað Skanva.is án þess að segja okkur hver þú ert eða gefa upp nokkrar persónuupplýsingar. Til að geta átt í viðskiptum við þig, sent þér fréttir og veitt þér aðra þjónustu þurfum við þó ákveðnar persónuupplýsingar.

 

Skanva.is safnar og vinnur úr persónuupplýsingum um þig. Það gerist þegar þú:

 

  • Gefur upp reikningsupplýsingar þegar þú stofnar eða gerir breytingar á notandareikningnum þínum til þess að geta notað tiltekna þjónustu hjá okkur.
  • Greiðir fyrir það sem þú vilt kaupa
  • Sendir fyrirspurn, kvörtun eða athugasemd af einhverju tagi
  • Gefur upp persónuupplýsingar á vefsíðunni eða annan hátt. Skanva safnar aðeins þeim persónuupplýsingum (til dæmis heimilisfangi eða netfangi) sem eru nauðsynlegar til að afhenda þá þjónustu sem þú óskar eftir.

 

Til að geta greint hvernig þú notar Skanva.is þurfum við að skrá persónuupplýsingar og persónugreinanlegar upplýsingar.

 

Skanva.is safnar ekki persónugreinanlegum upplýsingum um þig frá þriðja aðila.

 

Skanva.is geymir ekki upplýsingar um greiðslumáta, svo sem bankareikningsnúmer, greiðslukortanúmer eða slíkt.

 

Hverjum afhendum við persónuupplýsingar – og í hvaða tilgangi?

 

Þær persónuupplýsingar sem þú gefur upp á Skanva.is eru aðeins sendar áfram til:

 

  • Innri deilda í fyrirtækinu
  • Útvalinna og traustra þriðju aðila sem nota persónuupplýsingar þínar til þess að afhenda vöru eða þjónustu sem þú hefur pantað hjá okkur.
  • Samstarfsaðila sem eiga aðild að skráningu og starfrækslu notandareikningsins þíns.

 

Auk þess afhendum við einungis persónuupplýsingar til annarra í samræmi við dönsk lög, til dæmis til brotaskrár. Þetta gerist ef þú verður uppvís að svikum eða misferli gegn Skanva.is.

 

Við skráum tölfræði um hvernig þú notar Skanva.is í þeim tilgangi að geta bætt og þróað vefsíðuna. Til dæmis getum við séð hvaða síður og vafra þú notar mest en aðeins er um samanteknar upplýsingar að ræða. Við notum Google Analytics til að safna talnagögnum um heimsóknir og í þeim tilgangi sendum við IP-tölur til Google.

 

Google getur einnig sent þessar upplýsingar áfram til þriðja aðila þegar lög leyfa slíkt, eða til þriðja aðila sem veitir Google þjónustu. Þegar þú heimsækir Skanva.is samþykkir þú persónuverndarskilmála Google Analytics. Þá má finna á http://www.google.com/privacy.html.

 

Auk ofangreindra tilfella afhendir Skanva.is ekki upplýsingar sem sýna hvernig þú notar þjónustu á vefsíðu okkar.

 

Persónuupplýsingar þínar er geymdar á netþjóni í Danmörku. Sumar þessara upplýsinga eru meðhöndlaðar af þriðja aðila (gagnavinnsluaðila) sem vinnur úr og geymir persónuupplýsingarnar fyrir hönd Skanva.is. Þetta er gert í samræmi við gildandi lög um verndun persónuupplýsinga og þessa persónuverndarstefnu.

 

Við geymum aðeins persónuupplýsingar í þann tíma sem er viðeigandi fyrir ofangreindan tilgang.

 

Netklúbbur Skanva

Með því að skrá þig á Netklúbb Skanva samþykkir þú að skrá þig á lista hjá Skanva og að þær upplýsingar sem þú veitir verði nýttar til að veita þér afslátt, senda þér sérsniðnar auglýsingar, tilboð og annað markaðsefni.

Þú getur hvenær sem er uppfært þínar upplýsingar eða afskráð þig úr Netklúbbnum. Annað hvort með því að smella á viðeigandi hlekk neðst í hverjum pósti eða með því að senda okkur skilaboð á [email protected]



Aðgangur að upplýsingum

Þú getur alltaf breytt áhugasviðum þínum og reikningsupplýsingum. Í þessu sambandi getur þú gefið upp hvort þú viljir að við höfum samband við þig vegna tilboða á vörum eða þjónustu. Þú getur einnig gerst áskrifandi að fréttabréfum.

 

Þá hefur þú rétt til að fá að vita hvaða upplýsingar við höfum skráð um þig. Skrifaðu okkur á [email protected] ef þú vilt fá afrit af þessum upplýsingum.

 

Notkun á kökum

Þegar þú notar Skanva.is samþykkir þú að við notum kökur.

 

Auk þeirra upplýsinga sem þú gefur upp í tengslum við kaup, áskrift á fréttabréfum eða aðra þjónustu notar Skanva.is kökur. Það þýðir að vefsíða okkar geymir stafræna upplýsingapakka (kökur) á harða disknum þínum. Kaka inniheldur ekki veiru og er ekki forrit. Auk þess eru ekki borin kennsl á einstaka notendur heldur búnað notandans, til dæmis tölvu eða síma.

 

Skanva.is notar kökur til að geta bætt þjónustu á vefsíðunni. Þær gera okkur kleift að fá yfirlit yfir heimsóknir gesta vefsvæðisins. Þannig getum við sniðið þjónustu okkar að þínum þörfum og óskum. Til dæmis muna kökur eftir því hvort þú hafir áður heimsótt vefsíðuna, hvað þú hefur sett í innkaupakörfuna og hvort þú sért skráð(ur) inn. Enn fremur notum við kökur til að fínstilla vefsíðuna fyrir sölu og til að miða auglýsingum auglýsenda okkar. Kökur minnka ekki öryggi þitt við notkun heimasíðunnar.

 

Hér á eftir er yfirlit yfir notkun Skanva á kökum og samstarfsaðilum okkar í þeim tilgangi:

 

Nauðsynlegar kökur

Þessar kökur eru nauðsynlegar til að við getum veitt ýmsa þjónustu sem notandinn hefur beðið um. Þetta eru til dæmis kökur sem eru notaðar til þess að innkaupakarfan virki.

 

CMS-kerfi heldur utan um og geymir innihald vefsíðunnar. CMS-kerfið geymir kökur sem geta borið kennsl á þig þegar þú notar Skanva.is, til dæmis þegar þú skráir þig inn.

 

Við notum FDIH-kökuskriftu til að kanna hvort þú hafir fengið upplýsingar um notkun vefsíðunnar á kökum. FDIH vistar engar upplýsingar í tengslum við þetta.

 

Kökur fyrir kjörstillingar

Til að tryggja sem besta upplifun notenda á Skanva.is eru notaðar kökur fyrir kjörstillingar. Dæmi um þetta er val notanda á kjörstillingum, til dæmis tungumáli. Þessi tegund af kökum safnar engum persónugreinanlegum upplýsingum.

 

Myndböndin á Skanva eru innfelld af YouTube. YouTube notar einnig kökur, meðal annars til að skrá hvaða myndbönd eru sýnd og hversu mikið hefur verið horft á myndband. Slíkar kökur eru nefndar Flash-kökur.

 

Kökur vegna starfrækslu og fínstillingar

Þessar kökur eru notaðar í tengslum við starfrækslu vefsíðunnar. Dæmi um þetta er talning á fjölda heimsókna eða aðrar upplýsingar sem eru notaðar við greiningu.

 

Þessar kökur geta að takmörkuðu leyti safnað upplýsingum sem bera kennsl á einstaka notendur.

 

Skanva notar Google Analytics til að fá upplýsingar um hvernig notendur nota vefsíðuna. Þessi kaka safnar upplýsingum um notkun þína á vefsíðunni. Upplýsingarnar eru sendar til Google sem geymir þær á netþjónum í Bandaríkjunum. Þú getur afþakkað þessar kökur hér: http://tools.google.com/dlpage/gaoptout.

 

Nafnlaus rakning þvert á vefsíður

 

Kökur af þessari tegund eru notaðar til að fylgja notendum eftir við heimsóknir þeirra á aðrar vefsíður. Þær gera kleift að taka saman upplýsingar sem sýna að hverju einstakir notendur hafa leitað eða hvaða síður þeir hafa skoðað. Það þýðir að gögn sem bera kennsl á einstaka notendur eða sérstakar upplýsingar um þá geta verið geymdar. Einnig er mögulegt að nafnlausum gögnum sé deilt með þriðja aðila.

 

  • Kökur frá Facebook eru notaðar til að sýna „Líkar við“-hnappinn og upplýsingar um hvaða Facebook-vinir hafa „líkað við“ síðuna. Facebook býður upp á ítarlegra tölfræðiverkfæri (Facebook Insights) sem sýnir ítarlegri upplýsingar um notkun á Facebook.
  • Hægt er að deila efni af Skanva á samfélagsmiðlum með Ad This. Þegar þú gerir það geymir Ad This kökur. Þær safna upplýsingum um hvaða síðum þú deilir og hvar þú deilir innihaldi.
  • Kökur frá Trustpilot.dk eru notaðar til að sýna fjölda umsagna, einstakar umsagnir og núverandi staðsetningu Skanva.is.
  • Kökur frá Snapengage (SnapABugVisit) eru notaðar í tengslum við beint spjall á Skanva.is
  • Kökur frá Soliditet.dk eru notaðar til að sýna núverandi lánshæfiseinkunn Skanva.

 

Miðaðar auglýsingar

Þessar kökur eru notaðar til að fanga leitar- og lestrarvenjur. Uppsafnaðar upplýsingar eru notaðar til að sýna auglýsingar á borðum – einstaklingsmiðað markaðsefni. Notkun þessara kaka getur falið í sér geymslu og notkun persónugreinanlegra upplýsinga til að birta efni sem er sniðið að einstaklingi. Allar upplýsingar sem eru geymdar á þennan hátt geta verið sendar áfram til þriðja aðila.

 

Notkun auglýsingaþjóna

Skanva.is gerir reglulega samninga eða á í samstarfi við auglýsingafyrirtæki. Það þýðir að þegar þú smellir á auglýsingu er kaka vistuð í búnaðinum þínum.

 

Skráning án þess að kökur séu notaðar

Í hvert sinn sem þú notar vefsíðu okkar skráir Skanva.is gerð vafrans, stýrikerfisins, hýsil og vefföng þeirra síðna sem þú ferð á. Þetta gerist óháð því hvort kökur eru til staðar. Þessi skráning á sér stað vegna þess að gögnin eru notuð nafnlaust og sem hluti af stærra mengi við tölfræðigreiningu á almennri notkun notenda vefsíðunnar.

 

Kökur afþakkaðar

Þú getur alltaf hafnað kökum í tölvunni þinn. Þú gerir það með því að breyta stillingunum í vafranum sem þú notar. Ef þú gerir það munu margir eiginleikar og þjónustur þó hætta að virka. Slíkir eiginleikar og þjónustur gera ráð fyrir því að vefsvæðið muni eftir fyrra vali notandans.

 

Kökum eytt

Ef þú hefur áður samþykkt kökur er auðvelt að eyða þeim síðar. Ef þú notar PC-tölvu gerir þú það með því að nota flýtileiðina: CTRL + SHIFT + Delete.

Ef þú notar Mac-tölvu eða flýtileiðin virkar ekki skaltu athuga hvaða vafra þú ert að nota. Síðan skaltu smella á eftirfarandi tengil:

 

Mundu:Ef þú notar marga vafra þarftu að eyða kökum í þeim öllum.

 

Spurningar

Ef þú ert með spurningar eða athugasemdir um upplýsingar okkar um og vinnslu á persónuupplýsingum skaltu endilega hafa samband í síma 558 8400 eða með tölvupósti á [email protected].

 

Leiðbeiningar um kvartanir

Skanva fylgir reglum Foreningen for Dansk Internet Handels (FDIH) um kökur. Það þýðir að þú hefur rétt til að kvarta til FDIH ef þú sem notandi telur að vefsíða okkar uppfylli ekki reglur um kökur og upplýsi ekki nægilega um notkun á kökum. Til að senda kvörtun til FDIH þurfa eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt:

 

* Þú hefur, með því að gefa nákvæma lýsingu á því hvar og hvernig vefsíðan uppfyllir ekki danskar reglur, sent kvörtun beint til ábyrgðaraðila Skanva.is á [email protected]

 

* Ekki hefur verið leyst úr málinu innan 30 virkra daga frá móttöku kvörtunarinnar. Eða kvörtun þinni var hafnað.

 

Ef þú vilt senda inn kvörtun samkvæmt þessu sendir þú hana til FDIH á [email protected]. Hún skal innihalda:

 

  • Nafn þitt
  • Heimilisfang þitt
  • Netfang þitt
  • Símanúmer þitt
  • Veffang vefsíðunnar
  • Nákvæma lýsingu á efni kvörtunarinnar
  • Gögn um fyrri kvörtun til viðeigandi vefsíðu.

 

FDIH mun því næst vinna úr kvörtuninni innan eðlilegs tíma og ef hún er tekin til greina verður kökumerkið fjarlægt af vefsíðunni.

 

Samskipti, breytingar og uppfærslur á persónuverndarstefnunni

 

Skanva.is ber skylda til að uppfylla lagakröfur um friðhelgi einkalífsins.

 

Ef þú ert með einhverjar spurningar eða athugasemdir um persónuverndarstefnuna eða notkun okkar á persónuupplýsingum þínum er þér alltaf velkomið að hafa samband við okkur á netfanginu [email protected].