Gluggar hjá Skanva

Þegar þú kaupir tréglugga, glugga úr tré/áli og plastglugga hjá Skanva færðu gæðaglugga sem uppfylla þínar þarfir. Það er aðeins ímyndunaraflið sem setur möguleikunum skorður.

50% afsláttur tré
50% afsláttur tré/Ál
45% afsláttur pvc euroline
45% afsláttur pvc
  • Tré
  • Tré/Ál
  • PVC Euroline
  • PVC

Finndu þann sem hentar húsinu þínu best

Ertu ekki viss um hvaða glugga á að velja?

Við framleiðum alla glugga og hurðir eftir nákvæmum mælingum, þannig að þeir passi fullkomlega inn á heimilið þitt. Við forðumst dýra milliliði, sem gerir vörur okkar bæði hagkvæmar og hágæða.

Hannaðu sjálfur

Taktu þátt í að hanna glugga og hurðir fyrir heimilið þitt

Við framleiðum ódýra glugga og hurðir eftir máli frá þér. Það þýðir að þú getur verið með á hliðarlínunni þegar kemur að því að setja einingarnar saman til að varan uppfylli kröfur þínar og væntingar. Þannig getur þú sett þinn eigin stimpil á lokaniðurstöðuna. Þú ákveður einnig hvort rúðurnar eigi að vera úr venjulegu tæru gleri eða möttu sandblásnu gleri.

 

Skanva hlustar á þig og gefur einnig góð ráð. Efni og hönnun gluggans verða þannig í samræmi við væntingar þínar.

 

Mest seldu gluggarnir okkar eru toppstýrðir gluggar með tvöföldu eða þreföldu gleri. Kynntu þér vöruúrval okkar hér á síðunni og veldu þér ódýran glugga úr okkar eigin verksmiðju.

Öryggi

Gluggar með fyrsta flokks öryggi

Auk þess að framleiða hágæðaglugga og -dyr þá höfum við einnig gert gluggana okkar þannig úr garði að það er sérlega erfitt að brjótast inn á heimili með gluggum frá Skanva. Öryggispakkinn, sem þar að auki er ókeypis, inniheldur öryggiskrækjur, punktlímdar rúður og öryggislæsingar á hurðum. Glugginn er einnig fáanlegur með öryggisgleri sem gerir innbrotsþjófum erfiðara fyrir.

 

Öryggispakkinn okkar tryggir þér hugarró. Heimilið er varið af traustu öryggiskerfi þegar þú ert ekki heima.

Herragarðsgluggar og sveitagluggar

Þú getur valið um glugga með eða án lista. Skanva býður upp á hágæða herragarðsglugga og sveitaglugga, sem einnig eru nefndir listagluggar, sem eru hugsanlega þeir ódýrustu á markaðnum. Listagluggi er fallegur hliðarhengdur gluggi með 2 eða fleiri rúðuflötum í hverju gluggafagi. Listaglugga er oftast að finna í stórum og virðulegum eldri húsum.

 

Þú getur valið á milli trés, trés/áls og plasts. Áður en þú velur úr hvaða efni nýju listagluggarnir eiga að vera þarftu að ákveða hvort þeir eigi að vera viðhaldsfríir. Tré/ál og plast henta vel ef viðhald á að vera í lágmarki. Þú þarft að meta hvort þessi efni henti þínu heimili.

Listar

Hvernig lista á ég að velja?

Við mælum alltaf með orkusparandi listum. Orkusparandi listar er orkuvænn kostur þar sem þeir eru límdir á glerið. Það þýðir að glerið í herragarðsgluggunum þínum er aðeins einn flötur en ekki margir. Þetta er ekki tilfellið ef þverskerandi listar eru valdir þar sem þeir skipta glerinu upp í marga fleti.

 

Þverskerandi listar gefa kost á að nota mismunandi tegundir glers. Til dæmis er hægt að velja sandblásið gler fyrir neðri rúðuflötinn og tært gler fyrir þann efri.

Gler

Orkugluggar og glergerðir

Einangrunargler

Tært gler frá Skanva nýtist í flestum herbergjum heimilisins. Það hentar meðal annars í fastrammaglugga í stofu eða eldhús.

Hljóðdempandi gler

Ef þú vilt minnka hávaða sem berst inn þá er hljóðdempandi gler rétti kosturinn. Hljóðdempandi gler getur minnkað hávaða um u.þ.b. 35 dB. Glerið er bæði í boði fyrir bæði tvöfaldar og þrefaldar orkusparandi rúður.

Sólvarnargler

Sólvarnargler takmarkar sólarljós og þar með hitann í herberginu.
Þetta tryggir þægilegra hitastig og þar með betri loftgæði.
Þessi glertegund hentar einkum vel í glugga á suður- og vesturhlið.

Sandblásið gler

Viltu koma í veg fyrir að hægt sé að sjá inn í ákveðið herbergi á heimilinu? Þá er sandblásið gler rétta lausnin. Rétt eins og Cotswold-gler hentar þetta gler oftast fyrir baðherbergi og útihurðir.

Öryggisgler

Öryggisgler gerir rúðuna traustari þar sem hún er hert eða lagskipt eða samblanda af hvoru tveggja.
Brotmynstur öryggisglers er ólíkt hefðbundnu gleri og minnkar því líkur á líkamstjóni vegna slyss.
Öryggisgler er einnig hljóðeinangrandi.

Cotswold-gler

Cotswold-gler er oftast notað á baðherbergjum og í útihurðum, þar sem ljós má streyma án þess að hægt sé að sjá inn. Cotswold-gler er mynstrað með lóðréttum strikum sem líkjast árhringjum í tré.

Orkuflokkur

Tvöfalt eða þrefalt gler fyrir gluggana mína?

Við mælum sérstaklega með þreföldu gleri fyrir hús í orkuflokki A eða fyrir stóra glugga. Fyrir eldri hús sem ekki hafa jafn góða einangrun þá tekur auðvitað lengri tíma fyrir þrefalt gler að borga sig.

 

Einnig er vert að hafa í huga að kuldafall er minna og hljóðeinangrun er betri með þreföldu gleri en tvöföldu.

Nokkrar góðar ástæður til að velja Skanva

Ef þú pantar nýju gluggana þína hjá Skanva tryggir þú þér vörur í hæsta gæðaflokki. Vörur okkar eru auk þess hannaðar með óskir þínar í huga. Gluggarnir eiga að passa fullkomlega við húsið og þess vegna höfum við auga með minnstu smáatriðum í ferlinu.

 

Ef þú kaupir glugga eða annað hjá okkur þá fylgir tíu ára ábyrgð á öllum vörum frá okkur. Það er þín trygging fyrir því að við bætum það tjón sem þú kannt að verða fyrir, hvar sem þú ert á Íslandi.