


Hannaðu sjálfur
Hannaðu þína eigin glugga og hurðir
Skanva framleiðir glugga og hurðir eftir þínum málum. Það þýðir að allar einingar eru sérsmíðaðar eftir þínum óskum og þörfum fyrir þitt heimili.
Valmöguleikarnir eru margir og þú stýrir því algjörlega hvernig einingarnar þínar koma til með að líta út og hvaða virkni hentar best. Snýr glugginn til dæmis í hásuður? Þá væri kannski gagnlegt að velja sólvarnargler. Er engin hitaveita á svæðinu? Þá væri ráð að skoða það að panta glugga með þreföldu gleri með betra einangrunargildi. Langar þig að poppa húsið upp með útidyrahurð í skemmtilegum lit? Skoðaðu litaúrvalið og láttu okkur vita ef þú hefur sérstakan litakóða sem þig langar að fá hurðina sprautaða í.
Möguleikarnir eru fleiri en þú heldur!
Gluggar í öllum stærðum
Öryggispakka
Öryggislæsingajárn er staðalbúnaður
Auk þess að framleiða glugga og dyr í algjörum toppgæðum hefur Skanva einnig tryggt tréglugga, tré- og álglugga og hurðir með festingum til að gera það sérlega erfitt að brjótast inn á heimili sem búin eru vörum frá Skanva.
Öryggispakkinn, sem er ókeypis inniheldur öryggislæsingajárn, punktlímdar rúður og öryggislása á hurðum.
Öryggispakkinn okkar tryggir þér hugarró. Traust öryggiskerfi ver heimilið fyrir innbrotsþjófum þegar þú skreppur í bæinn eða ferð í sumarfrí.




New Yorker-veggur
New Yorker-veggur
Við hjá Skanva bjóðum upp á fallega og hagnýta lausn þegar kemur að svokölluðum New-Yorker innanhússgluggum. Þessir veggir eru, líkt og annað frá okkur, sérsmíðaðir eftir þínum málum og óskum. Þessar einingar hafa komið ótrúlega vel út sem skilrúm í stórum rýmum á heimilum þar sem þörf er á að skipta rýminu upp án þess að tapa birtu og flæði. Veggirnir eru einnig sniðugir inn í skrifstofurými og kalla fram fullkomið jafnvægi þegar hugmyndin er að skapa næði án þess að hólfa rýmið of mikið niður.
Til að skapa einstakan New Yorker-stíl getur þú valið um liti og glertegundir í reiknivél okkar.
Alltaf 10 ára ábyrgð
Það er 10 ára ábyrgð á öllum vörum frá Skanva. Þegar þú verslar hjá okkur eru þér tryggðar vörur í hæsta gæðaflokki. Vörur okkar eru hannaðar út frá óskum viðskiptavina í gegnum árin.
Við hjá Skanva leggjum okkur fram um að veita viðskiptavinum góða þjónustu með persónulegum ráðleggingum til að þú finnir fyrir öryggi í gegnum allt ferlið.