Fyrirtækjaþjónusta

Samkeppnishæft verð fyrir þig

Hjá Skanva leggjum við mikið upp úr því að hafa verðin okkar samkeppnishæf. Við fylgjumst með þróun á markaðnum og sjáum þannig til þess að við getum staðið við þetta loforð okkar.

Við erum alltaf til taks fyrir viðskiptavini okkar ef kasta þarf  á milli hugmyndum eða eitthvað þarf að útfæra betur. Við erum sveigjanleg og lausnamiðuð og höfum í teymi okkar reynslumikla ráðgjafa.

Hafðu samband við okkur símleiðis, á netspjallinu okkar eða í gegnum [email protected]. Við tökum einnig vel á móti öllum sem eiga leið um sýningarsalinn okkar á Fiskislóð 73.

Hér geturðu lesið meira um þjónustu okkar og vörur.

 

LarsLars

Sérþjónusta fyrir verktaka

Fastur tilboðsfrestur

Þú hefur alltaf að minnsta kosti 14 daga tilboðsfrest.

Sjáðu verðið strax

Þú hefur alltaf möguleikann á að reikna verðið á heimasíðunni okkar þar sem þú getur stillt upp mismunandi möguleikum sem ganga upp fyrir kostnaðaráætlun þína.

Við sérteiknum

Þú getur alltaf haft samband við okkur og við sérteiknum fyrir þig einingar sem heimasíðan býður ekki upp á í flýtivali.

EinarEinar

Hafðu samband ef þú vilt fá gott tilboð í glugga/hurðir fyrir næsta verkefni!

"Við höfum þessa vídd í þjónustu okkar að geta boðið viðskiptavinum okkar að prufa sig áfram á heimasíðunni, stilla gróflega upp mismunandi tilboðum og mátað inn í kostnaðaráætlanir. Viðskiptavinir okkar geta einnig komið beint til okkar í kaffi og átt spjall um verkefnin sín og fengið sérteikningar sem og auðvitað vandaða og trausta ráðgjöf.
Hvaða leið sem viðskiptavinir okkar velja og finnst best, þá bregðumst við skjótt og örugglega við, og leggjum mikið upp úr því að veita trausta upplýsingagjöf í gegnum allt ferlið."

- Einar Franz Ragnars

"Ég leitaði víða tilboða í glugga og hurðir fyrir 8 íbúða nýbyggingu og ákvað að endingu að versla við Skanva þar sem ég fékk bestu verðin og bestu þjónustuna."

- Sæmundur Runólfsson

Vörur sem standast gæðastaðla hjá Skanva.is

SikkerhedSikkerhed

 Framúrskarandi fyrirtæki

Við erum stolt af því að vera í hópi þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem teljast til Framúrskarandi fyrirtækja árið 2023.

StormStorm

 Slagveðursprófun

Íslenskar aðstæður eru alltaf útgangspunktur okkar í framleiðslu á gluggum og hurðum. Danska tæknistofnunin í Árósum gerði eftirfarandi prófanir sem vörur okkar stóðust.

EN 1026:2016 – Loftþéttleiki
EN 1027:2016 – Slagregnsþéttleiki
EN 12211:2016 – Álagsþol gagnvart vindálagi

GarantiGaranti

 10 ára ábyrgð

Við ábyrgjumst gæði og höfum því 10 ára ábyrgð á vörum okkar.
Lesa meira um ábyrgðina okkar

Fáðu innblástur

Komdu í heimsókn í sýningarsalinn okkar

Endilega kíktu við í sýningarsalinn okkar, fáðu þér kaffi eða kakó og spjallaðu við reynslumikla ráðgjafa okkar um verkefnin þín. Á mánudögum eigum við það til að henda í vöfflur handa gestum okkar og þá er oft kátt á hjalla!