Gæði – Skanva
Kynntu þér vörugæðin sem við bjóðum upp á hjá Skanva


Gæði
Kostirnir við að versla hjá Skanva:
- Gæðagluggar og -hurðir
- Samkeppnishæft verð
- Auðvelt og fljótlegt að panta
- CE-merkt og slagregnsvottað
- Allt að 10 ára ábyrgð
- Stuttur afhendingartími
- Glerjunarlistar úr lituðu áli á öllum gluggum og hurðum úr tré og tré/áli
- Gæðaviður, kvistlaus gæðafura (tré og tré/áli)
Markmið þín og væntingar
Allar vörur okkar eru sérsmíðaðar í samræmi við markmið þín og væntingar. Því getur þú valið lit, filmu, glertegund, rúður og stíl gluggans sjálf(ur). Verðútreikningar okkar miðast við tilteknar vörutegundir en ef þú finnur ekki það sem þú leitar að skaltu endilega hafa samband við okkur.
- Ef þú finnur ekki lausnina sem þú leitar að á heimasíðunni okkar sendu okkur þá endilega mynd eða skissu af glugganum eða hurðinni sem þú vilt – við svörum þér með tilboði sem er án allra skuldbindinga.
Skanva rekur eigin verksmiðju
Skanva Group, rekur sína eigin verksmiðju í Litháen sem framleiðir glugga og hurðir. Það þýðir að við erum alltaf í nánum samskiptum og notum ekki dýra milliliði við framleiðslu og afhendingu á vörum okkar.
Verksmiðjan okkar framleiðir skandinavíska glugga og hurðir úr tré, tré/áli . PVC og áleiningarnar okkar fáum við hjá Arlanga, sem er viðurkenndur og traustur framleiðandi glugga og hurða.
Vörurnar eru fáanlegar bæði í sígildum og nútímalegum stíl. Allar vörur okkar eru dönsk hönnun frá upphafi til enda og uppfylla íslenskar kröfur.


Við framleiðum alltaf glerlista úr áli
Við höfum ákveðið að allar hurðir og gluggar frá okkur eigi að vera með glerlistum úr gegnlituðu áli. Glerlistar úr áli á hliðum og að ofan eru gerðir þannig að þeir líkjast hefðbundnum tréglerlistum en þú nýtur þeirra kosta sem fylgja állistum. Neðst á glugganum eru állistarnir búnir lekakanti sem beinir vatni frá bæði glugganum og veggnum.
Endingartími eða líftími hefðbundinna tréglerlista er mjög háður umhverfisaðstæðum og staðsetningu og því viðhaldi sem þeir fá. Þetta vandamál er úr sögunni með álglerlistum þar sem ekki þarf að eyða miklum tíma í að viðhalda þeim.


Vottanir
Við leggjum mikla áherslu á vottanir því við viljum að þú getir gengið að gæðunum vísum. Allar vörur Skanva eru slagregnsprófaðar með CE-merki og yfirlýsingu um nothæfi (DoP) og uppfylla því alla gildandi íslenska gæðastaðla.


Slagveðursprófun
Skanva ehf. framleiðir glugga og hurðir í eigin verksmiðju og við gerum mikið úr því að vörur okkar standist þær kröfur sem gerðar eru. Vörur okkur eru CE-merktar og gæðavottaðar. Það var Danska tæknistofnunin í Árósum sem gerði eftirfarandi prófun EN 14351-1:2016 +A2:2016, yfirstaðall, á vörum Skanva ehf. með íslenskar kröfur sem útgangspunkt:
- EN 1026:2016 – Loftþéttleiki
- EN 1027:2016 – Slagregnsþéttleiki
- EN 12211:2016 – Álagsþol gagnvart vindálagi
Vörur Skanva ehf. stóðust eftirfarandi prófanir og er því til sönnunar vottunin hér til hliðar. Því er hægt að segja að vörur okkar séu framleiddar og hannaðar fyrir íslenskar aðstæður.
Viðurkenndir birgjar
Við viljum vanda til verka, jafnt yst sem innst, og því eru allir birgjar okkar fyrir t.d. festingar, lása/sílindera, PVC-lista, húna, málningu o.fl. gæðavottaðir og leiðandi á sínu sviði. Þannig færum við ykkur bæði gæðavöru og breitt úrval.




Úrvalstré - kvistlaus gæðaviður
Það er lykilatriði að nota bestu hlutana af trénu við framleiðslu glugga og hurða. Gæði viðarins ræður öllu um endingu, virkni og viðhald – og ekki síst ásýnd heimilisins þegar þú endurnýjar glugga og hurðir.
Þess vegna notum við hjá Skanva aðeins kjarnvið fyrir ytra byrði glugganna okkar og hurðanna. Kjarnviður hefur þann eiginleika að draga ekki í sig mikinn raka. Kjarnviður er sterkasti hlutinn af miðju trésins, sá hluti sem er ætlað að styrkja vöxt trésins og halda því hraustu og heilbrigðu.
Ástæða þess að kjarnviður hentar svona vel til framleiðslu á gluggum og hurðum er að í kjarnanum myndast efni sem gegndreypa allan viðinn og valda því að kjarnviðurinn tekur ekki til sín meira en 20% raka, auk þess sem hlutverk kjarnviðar er að styðja við vöxt trésins, stofns þess, greina og róta – og þetta er því sterkasti hluti trésins.
Þegar tré vaxa fara vatn og næringarefni upp í gegnum tréð undir berkinum með útgufun. Ysta lagið undir berkinum kallast safaviður og þetta lag dregur í sig mikinn raka sem flytur næringarefni og vatn um allt tréð, frá rótum til laufa.
Tré vaxa um einn árhring á hverju ári og um leið og nýr hringur bætist við stækkar kjarninn. Við það myndast efni í trénu sem hindra að kjarnviðurinn dragi í sig jafn mikinn raka og ytri lögin. Tré sem vaxa við örðugar aðstæður, í miklum vindi, kulda og rysjóttu veðri, vaxa hægar en önnur. Um leið verður kjarninn sterkari til að tréð lifi af við þessi erfiðu skilyrði.
Skanva notar við úr trjám sem vaxa á nyrstu svæðum Norðurlandanna, þar sem finna má mikið úrval af vönduðum kjarnvið frá náttúrunnar hendi. Við þessi harðneskjulegu skilyrði vaxa trén hægt og kjarnviðarhlutfall verður hærra.
Greiðslumöguleikar
Greiðslumöguleikar
Greiðslumöguleikar
Við bjóðum upp á þrenns konar greiðslumöguleika, millifærslu, kreditkort eða netgíró. Þegar þú pantar glugga og hurðir hjá okkur er engin fyrirframgreiðsla þegar greitt er með kreditkorti. Þegar pöntunin er send frá verksmiðjunni, skuldfærist heildarupphæðin af kortinu. Við millifærslu er öll upphæðin greidd áður en pöntunin er send í framleiðslu.

