Hurðir úr tré/áli

Margar gerðir af hurðum úr tré/áli

Þegar þú velur glugga og hurðir fyrir heimilið þitt getur þú valið milli eininga úr tré, tré/áli og PVC. Hurðir frá Skanva úr tré/áli eru smíðaðar úr tré í hæsta gæðaflokki sem er klætt með dufthúðuðu áli að utanverðu. Hurðin hefur því einstaklega gott þol gagnvart veðri og vindum. Þegar þú velur hurð úr tré/áli færðu því hurð sem er nánast viðhaldsfrí.



Hurðir okkar úr tré/áli eru oftast notaðar í nýjum byggingum og nútímalegum húsum frá sjöunda áratugnum og síðar. Þessi tegund hurða hentar því í flest hús þar sem álið á utanverðum hurðunum er hannað þannig að þær líkist tréhurðum. Hægt er að fá innanverða tréhlið hurðarinnar með nútímalegu eða sígildu útliti, sem þýðir að hægt er að fá svo gott sem viðhaldsfría hurð sem lítur hlýlega út að innan.

Fáðu hurð úr tré/áli sem uppfyllir þínar þarfir

Þú getur lagað allar hurðir okkar úr tré/áli að þínum óskum og þörfum með verðreiknivél okkar en þó er ekki hægt að velja veltiglugga. Hægt er að velja hurðir með tvöföldu og þreföldu gleri eða fyllingum. Áður en þú byrjar mælum við þó með því að þú lesir eftirfarandi upplýsingar um mismunandi tegundir hurða úr tré/áli til að þú hafir þær upplýsingar sem þú þarft til að velja þá hurð sem uppfyllir þínar þarfir.

Útihurð úr tré/áli

 

Það sem einkennir útihurðir er að hægt er að hanna þær á marga mismunandi vegu. Á útihurð geta verið ein eða fleiri fyllingar, glersvæði, listar og grunnstykki. Hönnun hurðar úr tré/áli fer eftir útliti hússins og því hvort hurðin verði notuð sem aðal- eða hliðarinngangur. Vegna þeirra mörgu kosta sem eru í boði þá er hægt að nota þessar hurðir í svo til öllum tegundum húsa.

 

Ein af vinsælustu vörum okkar er útihurð með fyllingu neðst og gleri efst. Þessi gerð hurða úr tré/áli hleypir birtu inn í íbúðina og er því oft einnig notuð sem hliðarinngangur. Margir velja aðra tegund hurðar úr tré/áli fyrir aðalinnganginn, til dæmis flekahurð eða hurð með hliðarþili. Þetta er gert til að aðalinngangurinn skeri sig út frá bakinnganginum.

 

Okkar vönduðu útihurðir eru í staðalútgáfu afhentar án láss og hurðarhúns en op eru fræst í viðinn til að þú getir sjálf(ur) fest þessa hluta. Ef þú óskar eftir því að við festum lás og hurðarhún í tré/álhurðina getur þú valið hvort tveggja í verðreiknivélinni undir „hurðarhúnn“ og „sílinder“.

Hliðarþil úr tré/áli

 

Ef þú vilt fá glæsilegan aðalinngang gæti hliðarþil verið rétti kosturinn.

 

Auk þess sem hliðarþil gefur húsinu virðulegt útlit er það oft praktísk lausn. Ef þú velur hurð án glers ásamt einni eða tveimur hliðarþiljum með gleri færðu til dæmis birtu inn í innganginn. Það að auki getur þú líka gægst út áður en þú opnar dyrnar.

 

Athugið: Ef þú vilt hafa grunnstykki neðst á hliðarþilinu skaltu hafa í huga að mikilvægt er að þröskuldur hurðarinnar sé í sömu hæð og botnlisti hliðarþilsins. Ef hæðin er ekki sú sama flúttar neðri rammi hurðarinnar ekki við grunnstykki hliðarþilsins. Ef ekki á að vera grunnstykki neðst á hliðarþili skiptir hæð þröskuldsins/botnlistans ekki máli.

 

Hæð þröskulds/botnlista:

 

  • Harðviðarþröskuldur: 45 mm hár
  • Botnlisti sem hliðarkarmur: 45 mm hár
  • Álþröskuldur: 25 mm hár

Tvöfaldar útihurðir úr tré/áli

 

Tvöfaldar útihurðir einkennast af því að hægt er að hanna þær í ótal útfærslum með einni eða fleiri fyllingum, gleri, listum og grunnstykkjum. Það hvernig þessir hlutar eru settir saman fer eftir því hvernig útlit hentar húsinu. Þessi tegund hurða hentar fyrir flesta byggingarstíla.

 

Tvöfaldar útihurðir eru algengar í eldri húsum með sígildu útliti og eru oftast notaðar í aðalinngang þar sem þær gefa honum glæsilegt yfirbragð og skilja aðalinngang frá bakinngangi.
Einnig er hægt að nota þessar hurðir í nútímalegri húsum. Ef þú vilt fá nútímalegt útlit mælum við með því að halda fjölda lista og fyllinga í lágmarki.

 

Tvöfaldar útihurðir okkar eru í staðalútgáfu afhentar án hurðarhúns og láss en við getum að sjálfsögðu fest hvort tveggja í tré/álhurðina. Ef þess er óskað er einfalt er að velja það undir „hurðarhúnn“ og „sílinderlás“ í verðreiknivél okkar.

Tvöfaldar svalahurðir úr tré/áli

 

Ef þú vilt eiga greiðan aðgang að pallinum, svölunum eða garðinum er svalahurð ómissandi. Allar svalahurðir okkar eru hannaðar nákvæmlega eins og útihurðir okkar – eini munurinn er að í venjulegs hurðarhúns er húnn með krækjulæsingu. Auk þess er í staðlaðri útfærslu aðeins hægt að opna og loka svalahurðum innan frá og því eru þær ekki með lás að innanverðu þar sem ekki er þörf á honum. Ef óskað er eftir sílinderlás og hurðarhúni að utanverðu er hægt að velja það undir „lás á svalahurð“ í verðreiknivélinni.

 

Einnig er hægt að velja hurðarhún með bremsu. Hann er valinn undir „bremsa“ í verðreiknivélinni. Kosturinn við að velja bremsu er að þá er hægt að festa tré/álhurðina með hurðarhúninum þegar dyrnar eru opnar.
Þannig er hægt að koma í veg fyrir að svalahurðin skellist. Athugið: Ef bremsa er valin er aðeins hægt að opna dyrnar í 90 gráður en ekki 180 eins og venjulega.

 

Allar svalahurðir okkar úr tré/áli geta opnast inn eða út en flestar svalahurðir opnast út þar sem hurðin tekur þá ekki pláss í stofunni eða herberginu þegar hún er opnuð.

Tvöfaldar svalahurðir úr tré/áli

 

Ef þú vilt hafa greiðan aðgang að svölunum, pallinum eða garðinum eru tvöfaldar svalahurðir tilvalinn kostur. Auk þess að veita greiðan aðgang að útisvæðum líta tvöfaldar svalahurðir úr tré/áli einfaldlega frábærlega út og hleypa einnig mikilli birtu inn á heimilið.

 

Allar tvöfaldar svalahurðir frá okkur eru hannaðar og framleiddar nákvæmlega eins og útihurðirnar. Eini munurinn á milli þessara hurða er lokunarkerfið. Á meðan hægt er að opna, loka og læsa útihurðum, bæði að innan og utanverðu, er það ekki hægt á svalahurð með stöðluðu lokunarkerfi.


Í staðalútgáfu er aðeins hægt að opna tvöfaldar svalahurðir innan frá og því er sílinderlás ekki nauðsynlegur. Þó er hægt að velja lás og hurðarhún á utanverða svalahurð undir „lás fyrir tvöfalda svalahurð“ í verðreiknivélinni.

 

Einnig er hægt að velja hurðarhún með bremsu undir „bremsa“ í verðreiknivélinni. Kosturinn við bremsu er að þá er hægt að festa tré/álhurðina á mismunandi stöðum með hurðarhúninum.

 

Það kemur í veg fyrir að hurðin geti blásið upp eða skellst þegar dyrnar eru opnar. Athugið: Þegar bremsa er valin er mest hægt að opna dyrnar í 90 gráður. Án bremsu er hægt að opna dyrnar í 180 gráður.

 

Tvöfaldar svalahurðir okkar eru fáanlegar með opnun inn eða út. Algengast er að tvöfaldar svalahurðir séu opnaðar út því þá tekur hurðin ekki lengur pláss í stofunni eða herberginu þegar dyrnar eru opnar.

Flekahurð úr tré/áli

 

Flekahurðir einkennast af því að þær samanstanda af tveimur plötum með mjög einangrandi frauðefni á milli. Í staðalútgáfu eru plöturnar tvær sléttar en einnig er hægt að fá þær með skáhöllum eða lóðréttum útskurði til að fá sígildara útlit.

 

Það er líka hægt að fá hurðina með litlum glugga. Þá er hægt að líta út og fá svolitla birtu inn í forstofuna. Fjórar mismunandi tegundir af gluggum eru í boði: Ferhyrndir með 45 gráðu halla, hálfhringsgluggar, hringgluggar og ílangir gluggar.

 

Flekahurðir hafa verið til í mörg ár og eru því afar vinsæll kostur. Í nýbyggingum eru flekahurðir oftast notaðar þar sem tré/álhurðir með tveimur plötum hafa einfalt og stílhreint útlit sem hentar oftast fyrir nýbyggingar í nútímalegum stíl.

Tvískipt hurð úr tré/áli

 

Helmingaðar hurðir eða tvískiptar hurðir eru oftast notaðar í gamaldags húsum eða sumarhúsum. Kosturinn við að hafa tvískipta hurð í stað venjulegrar útihurðar er að þá er hægt að opna allar dyrnar eða aðeins efri helming þeirra. Það gerir þetta að afar praktískri hurð sem einnig gefur húsinu sérstakan sjarma.

 

Rétt eins og með útihurðir er hægt að hanna helmingaðar hurðir eftir eigin óskum. Það er gert með verðreiknivél okkar en þar er hægt að velja fjölda glerflata og fyllinga.

 

Í staðalútgáfu er hurðin afhent án láss og hurðarhúns en hurðin er útbúin þannig að auðvelt er að festa þessa hluti. Við getum einnig fest lásinn og hurðarhúninn fyrir þig. Ef þú vilt það er einfalt að velja það undir „hurðarhúnn“ og „sílinderlás“ í verðreiknivélinni.

Rennihurð úr tré/áli

Rennihurðir hafa verið fáanlegar lengi. Þessar hurðir sjást því í mörgum mismunandi tegundum húsa, bæði sígildum og nútímalegum.


Kosturinn við rennihurðir er að þær snúast ekki á hjörum og taka því ekkert pláss, hvorki inni né úti. Þær hleypa einnig mikilli birtu inn og gefa gott útsýni.


Annar kostur við rennihurðir er að þær gera garðinn, pallinn eða svalirnar að hluta af heimilinu þar sem einfalt er að færa sig inn og út.

Fannstu ekki hurðina sem þú varst að leita að?

Þarfir hvers og eins viðskiptavinar eru alltaf í forgangi hjá Skanva. Gluggar og hurðir þurfa að vera í stíl við húsnæðið og uppfylla óskir viðskiptavinarins. Þess vegna bjóðum við alltaf upp á mikinn sveigjanleika og fjölbreytt úrval fyrir staðlaðar vörur okkar og sérvörur.
 
Ef þú finnur ekki tré/álhurðina sem þú ert að leita að hér á Skanva.is biðjum við þig um að gera eftirfarandi:
 
  • Settu þær stöðluðu einingar sem þú vilt kaupa í innkaupakörfuna. Vistaðu innkaupakörfuna og bíddu þar til greiðslan fer í gegn.

  • Hafðu samband við okkur í síma: 558 8400 eða með tölvupósti á [email protected] og segðu okkur hvaða sérvörur þú vilt. Þá bætum við vörunum við innkaupakörfuna innan 1-2 virkra daga. Þú færð póst frá okkur þegar við höfum bætt sérvörunum í innkaupakörfuna þína.

  •  Þá getur þú farið yfir alla pöntunina.

Margar mismunandi tegundir hurða gefa þér frelsi til að skapa þinn eigin stíl

Óháð því hvort þú vilt fá praktíska hurð, stílhreina, með eða án lista eða í mismunandi litum getur þú fundið hurðina fyrir þitt hús hér.