Flekahurð

Skanva býður upp á einstaklega vandaðar flekahurðir. Flekahurðir frá okkur eru á mjög samkeppnishæfu verði og við bjóðum reglulega upp á tilboð á flekahurðum. Þú velur úr hvaða efni nýja flekahurðin á að vera. Hurðirnar fást úr tré og tré/áli.

  • Tré
  • Tré/Ál

Efnisval

Hvaða efni á ég að velja?

Þú getur valið nýja flekahurð úr tré eða tré/áli. Hvað verður fyrir valinu fyrir húsið fer eftir ýmsu. Ef þú vilt að viðhald sé í lágmarki ættirðu að íhuga að panta einingar úr tré/áli.

Máltaka

Hvernig tek ég mál fyrir flekahurð?

Utanverð mæling frá steini í stein. Þetta er mál opsins.

 

Þú þarft að mæla á fleiri stöðum þar sem dyraopið gæti verið skakkt.

 

Síðan dregur þú 2,5 cm frá breidd og hæð opsins. Þá hefur þú fengið mál karmsins.

 

Þú færir málin inn í verðreiknivélina.

Snerill/lyklalás

Ef þú velur þessa lausn er snerill festur á innanverða hliðina en sílinderlás að utan. Með þessari lausn er alltaf hægt að nota dyrnar sem flóttaleið í eldsvoða. Aftur á móti geta innbrotsþjófar einnig notað hana sem útgang.

Lyklalás/lyklalás

Þú getur valið að láta festa sílinderlásinn bæði að innan og utanverðu. Þessi lausn hentar vel þar sem þjófar geta ekki notað dyrnar sem flóttaleið.
Við mælum með því að lykillinn sé alltaf hafður í hurðinni þegar þú ert heima, ef eldur skyldi kvikna.

Læsingar

Hvernig lás á ég að velja?

Við bjóðum upp á tvær tegundir lása. Lestu hér hvað hafa þarf í huga áður en lás er valinn fyrir aðalhurð.

Persónulegur stíll

Í hvaða stíl á flekahurðin að vera?

Þegar kemur að því að kaupa nýja flekahurð er mikilvægt að velja lausn sem hentar húsinu. Ef þú býrð til dæmis í sígildu glæsihýsi ættirðu að velja hurð með meiri smáatriðum en ef þú býrð í funkis-húsi. Þú getur til dæmis valið fyllingar, lista og jafnvel grunnstykki. Þetta gefur heimili þínu fallegt yfirbragð. Ef þú býrð í nútímalegu húsi, til dæmis húsi í funkisstíl, ættir þú að velja látlausa flekahurð.

Hliðarþil

Hurðir með hliðarþili

Þú getur alltaf látið festa hliðarþil í sama dyrakarm og útihurðina – einu undantekningarnar eru hurðir úr tré/áli sem opnast inn. Þá þarf að panta einingarnar tvær sína í hvoru lagi.
Ef festa á hliðarþil í sama dyrakarm og hurð sem hefur verið pöntuð skal taka það fram í athugasemdareitnum í innkaupakörfunni.

Litaval

Í hvaða lit á flekahurðin að vera?

Flestir velja að hafa flekahurðina í sama lit og gluggana á húsinu. Þetta er öruggasti valkosturinn og um leið það val sem líklegast er að þú verðir ánægð(ur) með þar sem húsið fær samræmt og látlaust yfirbragð. Við bjóðum upp á liti samkvæmt RAL-kóðum. Hafðu í huga að liturinn sem sést á tölvuskjánum hjá þér getur verið frábrugðinn raunverulegum lit. Athugaðu því RAL-litinn hjá málara til að vera viss um að þú fáir réttan lit.

Opnunarátt

Hver er opnunarstefna flekahurðarinnar?

Þú skalt standa þeim megin sem útihurðin á að opnast. Ef hurðin á að opnast út skaltu standa við hana utanverða. Ef hjarirnar eiga að vera vinstra megin er opnunarstefnan út til vinstri. Ef hurðin á að opnast inn skaltu standa við hana innanverða. Ef hjarirnar eiga að vera hægra megin opnast hurðin inn á við til hægri.

Loading...