Birgjar

Samstarfsaðilar okkar

Viðurkenndir birgjar okkar eiga náið samstarf við okkur um framleiðslu á gluggum og hurðum með festingum, þéttilistum, handföngum/húnum, sílinderum o.fl. sem samræmast vel okkar hönnun og vörugerðum og mæta um leið öllum okkar kröfum um gæði og öryggi. Hér á eftir er listi yfir nokkra helstu söluaðila okkar. 

ASSA ABLOY (RUKO)

Langflestar útihurðanna okkar eru með RUKO-sílinderum og innbrotsheldum festingum. RUKO býður fjölbreytt úrval af læsingarvörum sem gera heimili þitt öruggara. Sænska fyrirtækið ASSA ABLOY keypti nýverið RUKO.

Pilkington

Glerið í Skanvaeiningar kemur frá fremsta glerframleiðanda í heimi, Pilkington/NSG group. Fyrirtækið er sérhæft í því að þróa sérstaka eiginleika fyrir rúður, til að mynda K gler (sólstopp), orkusparandi rúður sem og hljóðeinangrandi rúður.

Hoppe Group

Á veltigluggana okkar og plasthurðirnar notum við handföng frá þýska fjölskyldufyrirtækinu HOPPE Group, sem er eitt af markaðsráðandi fyrirtækjum á sviði þróunar og framleiðslu handfanga og húna á glugga og hurðir.

IPA

Við hjá Skanva notum meðal annars IPA sem framleiðanda á festingum. IPA, sem er stofnað og starfrækt á Norður-Jótlandi, þróar og framleiðir festingar til notkunar í byggingariðnaði og er leiðandi á sínu sviði í Danmörku. 

Randi

Allar útihurðirnar okkar eru með hurðarhúnum frá skandinavíska fyrirtækinu Randi, sem er alþekkt fyrir vandaða vöru úr ryðfríu stáli. Vörurnar eru rómaðar fyrir tímalausa og fágaða hönnun sem hentar heimilum hvort sem er með sígildu og nútímalegu yfirbragði. Það var stofnað á Mið-Jótlandi árið 1878 en árið 2014 keypti ECO Schulte Group, sem er þýskur framleiðandi fylgihluta fyrir hurðir, fyrirtækið.

Akzo Nobel

Akzo Nobel er einn leiðandi birgja heims í málningu. Aðalskrifstofan er staðsett í Hollandi og er með viðskipti í 60 löndum ásamt 30.000 starfsmenn. Fyrirtækið hefur meira en 200 ára samanlagða reynslu í framleiðslu og þróun málningar.

Barrus

Til að fá kvistalausar einingar í vörurnar okkar er Skanva í viðskiptum við Barrus, sem er fremst á sínu sviði í Evrópu þegar kemur að fingruðum og samlímdum furuvið. Verksmiðja fyrirtækisins er staðsett í Eistlandi.

Trelleborg

Gluggarnir okkar og hurðirnar eru m.a. með þéttilistum frá Trelleborg, sem eru sérhannaðir og lagaðir að aðstæðum á Norðurlandamarkaðnum. Trelleborg AB var stofnað árið 1905 og er með aðalbækistöðvar sínar í Trelleborg, Svíþjóð. Í dag hefur fyrirtækið markaðsráðandi stöðu við framleiðslu á iðnaðargúmmívörum og rekur útibú í 50 löndum.

Mila

Búnaðurinn í gluggunum frá Skanva, líkt og læsingar og opnunarkerfin, koma frá danska fyrirtækinu Mila beslag. Fyrirtækið býr yfir áratuga langri reynslu í framleiðslu þessara íhluta með gæðin ávallt í fyrirrúmi.

RehauRehau