Tréhurðir

Loading...

Vandaðar og endingargóðar tréhurðir

Tréhurðir okkar eru úr hágæðafuru að innan sem utan. Viðurinn er úr sjálfbærri framleiðslu, þar sem tré vaxa aðeins í 2-3 mánuði á ári vegna kalds loftlags. Kalt loftslagið gerir það að verkum að trén vaxa mjög hægt, sem hefur það í för með sér að viðurinn er sterkari og þar með endingarbetri.

 

Til að lágmarka hættu á sýnilegum kvistum og trjákvoðuútfellingu eru allar tréhurðir okkar úr borðum sem felld eru hvort inn í annað. Það þýðir að eins margir kvistir og mögulegt er eru fjarlægðir úr viðnum sem er notaður til að framleiða tréhurðirnar.



Tréhurðir frá okkur henta í flest hús – bæði gamaldags hús þar sem hurðirnar eru oft með sígildum fyllingum og listum og funkis-hús, þar sem nútímalegri flekahurðir eru oft valdar. Athugaðu að þegar þú pantar hjá okkur getur þú ákveðið hvort tréhurðin eigi að vera með sígildu eða nútímalegu útliti.

Fáðu tréhurð sem uppfyllir þínar þarfir

Einfalt er að aðlaga allar tréhurðir frá okkur að þínum þörfum í verðreiknivél okkar. Við mælum þó með því að þú lesir eftirfarandi upplýsingar um mismunandi tegundir hurða áður en þú tekur ákvörðun. Þannig getur þú valið tréhurð sem uppfyllir allar þínar þarfir.

Útihurðir úr tré

Útihurðir eru einnig nefndar rammahurðir. Það sem einkennir rammahurðir er að þær samanstanda af fyllingu og gleri sem hægt er að hanna eftir óskum. Auk þess er hægt að fá tréhurðina með listum og tvöföldu grunnstykki neðst til að fá sígildara útlit.


Hægt er að útfæra útihurðir úr tré á marga mismunandi vegu og því hafa þær mikið að segja um útlit hússins. Með þessum miklu möguleikum henta þessar hurðir fyrir flestar tegundir húsa.


Vinsælustu útihurðirnar okkar eru með fyllingu neðst og einföldu gleri efst. Þessar tréhurðir eru oft notaðar sem hliðarinngangur þar sem þær eru einfaldar og hleypa einnig inn birtu. Fyrir aðalinnganginn velja margir að bæta við listum eða hafa fleiri en eina fyllingu. Þannig getur aðalhurðin skorið sig úr frá hliðarinnganginum.


Útihurðir okkar eru í staðalútgáfu afhentar án láss og hurðarhúns en eru alltaf útbúnar þannig að þú getir sjálf(ur) fest lás og hurðarhún. Ef óskað er eftir að fá hurðina með hún og lás er einfalt að velja það undir „hurðarhúnn“ og „sílinder“ í verðreiknivélinni.

Hliðarþil úr tré

 

Ef þú vilt gera meira úr innganginum gæti verið góð hugmynd að nota 1-2 hliðarþil með tréhurðinni.


Auk þess sem þau gefa húsinu virðulegt útlit er það einnig praktísk lausn. Ef þú velur hliðarþil með gleri hleypir það birtu inn í forstofuna og gerir þér einnig kleift að sjá út ef ekki er gluggi á tréhurðinni.


Athugið: Ef grunnstykki á að vera neðst á hliðarþilinu er mikilvægt að þröskuldurinn/botnlistinn á útihurðinni og hliðarþilinu séu í sömu hæð til að grunnstykki hliðarþilsins flútti við neðri ramma hurðarinnar.

 

Hæð þröskulds/botnlista:

 

  • Harðviðarþröskuldur: 45 mm hár
  • Botnlisti sem hliðarkarmur: 45 mm hár
  • Álþröskuldur: 25 mm hár

Tvöföld útihurð úr tré

 

Tvöfaldar útihurðir eru einnig nefndar tvöfaldar rammahurðir. Það sem einkennir rammahurðir er að þær samanstanda af gleri og/eða fyllingu. Auk þess er hægt að velja lista og tvöfalt grunnstykki neðst til að gefa hurðinni sígildara útlit.

 

Þessar tréhurðir eru oft notaðar í eldri sígildum húsum og geta gefið öllum húsum fallegan inngang. Hægt er að hanna allar hurðir frá okkur eftir þínum þörfum, svo ef þú vilt fá látlausara útlit er til dæmis hægt að velja að fá hurðina án fyllinga og lista en ef þú vilt sígildara útlit getur þú valið að fá hurðina með þiljum og listum.

 

Tvöfaldar útihurðir frá okkur eru í staðalútgáfu án láss og hurðarhúns en ef þú vilt fá hvort tveggja tilbúið úr verksmiðjunni er hægt að velja það undir „hurðarhúnn“ og „sílinderlás“ í verðreiknivélinni.

Svalahurð úr tré

 

Svalahurð er ómissandi til að lofta út og komast út á svalir, í garðinn eða pallinn. Svalahurðir frá Skanva eru hannaðar á nákvæmlega sama hátt og útihurðirnar – eini munurinn á þessum tréhurðum er lokunarkerfið.
Á meðan alltaf er hægt að læsa og opna útihurðir að utan er það ekki nauðsynlegt fyrir svalahurðir. Því er aðeins hægt að opna svalahurðir í staðalútgáfu innan frá og enginn lás er uppsettur í staðalútgáfu, þar sem hann er ekki nauðsynlegur. Þó er hægt að velja hann í verðreiknivélinni.


Ef þess er óskað er hægt að fá bremsu á hurðarhún svalahurðarinnar. Þannig er hægt að snúa húninum niður á við til að festa hurðina á mismunandi stöðum. Það kemur í veg fyrir að hurðin geti blásið upp eða skellst þegar dyrnar eru opnar. Ef þetta er valið skal þó hafa í huga að ekki verður hægt að opna dyrnar í meira en 90 gráður.


Svalahurðir okkar úr tré/áli geta opnast inn eða út en flestir velja að láta hurðina opnast út til að hurðin taki ekki pláss í stofunni eða herberginu þegar hún er opnuð.

Tvöfaldar svalahurðir úr tré

 

Tvöfaldar svalahurðir gefa gott útsýni yfir pallinn eða garðinn og hleypa einnig inn mikilli birtu. Til að gefa heimilinu einstakt útlit er tvöföld svalahurð því góð lausn. Tvöfaldar svalahurðir gera útisvæðið eða svalirnar einnig að hluta af heimilinu þar sem leiðin er greið inn og út.


Svalahurðirnar frá okkur eru hannaðar á sama hátt og útihurðirnar. Eini munurinn á þessum tveimur tegundum tréhurða er lokunarkerfið. Alltaf er hægt að opna og læsa útihurðum utan frá en þegar svalahurð er keypt þarf að hafa í huga að aðeins er hurðarhúnn á henni innanverðri.


Þess vegna eru þessar hurðir ekki með lás í staðalútfærslu þar sem hann er ekki nauðsynlegur. Ef óskað er eftir því að fá lás uppsettan að innanverðu eða að fá hurðarhún á utanverða hliðina, er hægt að velja það í verðreiknivélinni.


Margir velja að fá bremsu uppsetta á handfang svalahurðar. Með henni er hægt að koma í veg fyrir að hurðin skellist þegar loftað er út. Þó skal hafa í huga að dyrnar opnast ekki í meira en 90 gráður ef bremsa er valin.
Hægt er að fá allar svalahurðir okkar með opnun inn eða út. Flestir velja þó að láta svalahurð opnast út til að spara pláss í stofunni eða herberginu.

Flekahurð úr tré

 

Það sem einkennir flekahurðir er að í staðalútgáfu samanstanda þær ef tveimur plötum með mjög einangrandi frauðefni á milli. Einnig er hægt að fá skáhallan eða lóðréttan útskurð á ytri plötuna fyrir sígildara útlit.


Ef þú vilt geta séð út eða vilt fá aukna birtu inn í anddyrið getur þú valið hurð með glugga. Við bjóðum upp á fjóra mismunandi glugga í staðalútfærslu: Hálfhringsglugga, hringglugga, ferhyrnda glugga með 45 gráðu halla og ílanga glugga.


Flekahurðir eru hefðbundnar hurðir og sjást í öllum tegundum húsa – bæði eldri húsum og nýjum. Flekahurðir eru til dæmis vinsælustu hurðirnar í nýbyggingum þar sem hurð með einum fleti gefur húsinu einfalt og stílhreint útlit.

Tvískipt hurð/helminguð hurð úr tré 

Helmingaðar hurðir – sem einnig eru nefndar tvískiptar hurðir – henta vel í sumarhús úr tré eða hús úti í sveit. Hægt er að opna alla hurðina eða aðeins efri hlutann. Það gerir þetta að afar praktískri hurð en um leið er stíllinn notalegur og gamaldags.

 

Hægt er að hanna helmingaðar hurðir Skanva úr tré á marga mismunandi vegu, allt eftir því hvernig útliti er óskað eftir. Það er gert með verðreiknivélinni okkar en þar er hægt að velja fjölda glerja og fyllinga fyrir hurðina.

 

Allar tréhurðir frá okkur eru í staðalútgáfu afhentar án hurðarhúns og sílinderláss. Hurðin er þó afhent þannig að einfalt er að festa hvort tveggja. Ef þú vilt að við festum hurðarhún og lás á tréhurðina getur þú valið það undir „hurðarhúnn“ og „sílinderlás“ í verðreiknivélinni.

Rennihurð úr tré

Rennihurðir eru tilvaldar til að fá mikla birtu inn og greiðan aðgang að garðinum úti. Rennihurðir henta fyrir allar gerðir húsnæðis þar sem þær hafa verið á markaðnum lengi en eru einkum notaðar í húsum með nútímalegu útliti.

 

Þar sem rennihurðir snúast ekki er gott að velja slíka hurð ef lítið pláss er fyrir hurð til að opnast inn eða út. Rennihurðir okkar úr tré eru alltaf með sílinderlás á innanverðri hliðinni.

Fannstu ekki hurðina sem þú varst að leita að?

Þarfir hvers og eins viðskiptavinar eru alltaf í forgangi hjá Skanva. Gluggar og hurðir þurfa að vera í stíl við húsnæðið og uppfylla óskir viðskiptavinarins. Þess vegna bjóðum við alltaf upp á mikinn sveigjanleika og fjölbreytt úrval fyrir staðlaðar vörur okkar og sérvörur.
 
Ef þú finnur ekki tréhurðina sem þú ert að leita að hér hjá Skanva.is biðjum við þig um að gera eftirfarandi:
 
  • Settu þær stöðluðu einingar sem þú vilt kaupa í innkaupakörfuna. Vistaðu innkaupakörfuna og bíddu þar til greiðslan fer í gegn.

  • Hafðu samband við okkur í síma: 558 8400 eða með tölvupósti á [email protected] og segðu okkur hvaða sérvörur þú vilt. Þá bætum við vörunum við innkaupakörfuna innan 1-2 virkra daga. Þú færð póst frá okkur þegar við höfum bætt sérvörunum í innkaupakörfuna þína.

  •  Þá getur þú farið yfir alla pöntunina.

Margar mismunandi tegundir hurða gefa þér frelsi til að skapa þinn eigin stíl

Óháð því hvort þú vilt fá praktíska hurð, stílhreina, með eða án lista eða í mismunandi litum getur þú fundið hurðina fyrir þitt hús hér.