Herragarðsgluggar fyrir glæsileg hús

Skanva býður upp á vandaða herragarðsglugga sem eru hugsanlega þeir ódýrustu á markaðnum. Herragarðsgluggi er fallegur hliðarhengdur gluggi með 6 eða 8 rúðum í hverju gluggafagi. Herragarðsglugga er oftast að finna í virðulegum eldri húsum.

  • Tré
  • Tré/Ál
  • PVC

Efnisval

Hvaða efni á ég að velja?

Herragarðsgluggar eru fáanlegir úr tré, tré/áli og plasti en áður en þú tekur ákvörðun um efni fyrir heimilið þitt þarftu að velta því fyrir þér hvort mikilvægt sé að viðhald sé í lágmarki. Ef svo er þá er tré/ál eða plast hugsanlega rétti kosturinn fyrir þig.

 

Þó er ekki öruggt að þessi efni henti þér, þar sem mörgum þykja gluggar úr tré henta betur fyrir eldri hús. Kannski eru gömlu gluggarnir í húsinu úr efni sem passar við það. 10 ára ábyrgð er á öllum gluggum og hurðum frá okkur.

Listar

Hvernig lista á ég að velja?

Við mælum alltaf með orkusparandi listum. Orkusparandi listar, sem einnig eru nefndir skrautlistar, eru orkuvænn kostur þar sem þeir eru límdir á glerið. Það þýðir að glerið í herragarðsgluggunum þínum er aðeins einn flötur en ekki margir. Stykki eru fest á milli rúðanna til að fela að í raun er aðeins um eina rúðu að ræða.

 

Þetta er ekki tilfellið ef þverskerandi listar eru valdir þar sem þeir skipta glerinu upp í marga fleti. Þverskerandi listar gefa kost á að nota mismunandi tegundir glers í herragarðsglugga. Til dæmis er hægt að velja sandblásið gler fyrir neðri rúðuflötinn og tært gler fyrir þann efri.

Orkukröfur

Tvöfalt eða þrefalt gler fyrir gluggana mína?

Við mælum með þreföldu gleri fyrir hús í orkuflokki A eða fyrir stóra glugga. Fyrir önnur heimili mælum við með tvöföldu gleri þar sem það getur tekið langan tíma að greiða upp kostnaðinn við þrefalt gler.

Sandblásið gler

Cotswold-gler

Gler

Hvernig gler á ég að velja fyrir baðherbergisgluggann?

Ef þú vilt ekki að hægt sé að sjá inn um baðherbergisglugga ættirðu að panta herragarðsgluggann með sandblásnu gleri eða Cotswold-gleri. Sandblásið gler er með möttu yfirborði en Cotswold-gler er með láréttum rákum. Báðar glertegundirnar gefa góða birtu.

 

Þú færð frekari upplýsingar í hlutanum um hliðarhengda glugga, þar sem fjallað er um flesta kosti sem eru í boði. Ef þú ert með einhverjar spurningar sem þú finnur ekki svör við á heimasíðunni þá erum við til þjónustu reiðubúin við símann.