Gæði, sjálfbærni og hönnun.
Ábyrg framleiðsla – Minni sóun, betra hráefni og vandaðar lausnir
 
    Innsýn inn í framleiðslu Skanva
Ábyrg framleiðsla
Hjá Skanva höfum við frá upphafi lagt áherslu á það að sýna samfélagslega ábyrgð í framleiðslu okkar. Þessi sýn snertir allflesta fleti starfsemi okkar, allt frá því hvaða þætti við skoðum þegar velja á birgja sem útvega efnivið í framleiðsluna til þess hvernig við veitum starfsfólki okkar gott og sanngjarnt vinnuumhverfi, sama hvar í keðjunni viðkomandi leggur hönd á plóg. 
Við höfum einnig lagt mikla vinnu í að straumlínulaga alla okkar nálgun á flutningsmál og höfum því standsett aðalverksmiðju okkar nálægt timburbirgja okkar og góðri flutningshöfn með það að markmiði að minnka kolefnisspor og lækka kostnað sem skilar sér í betra verði fyrir viðskiptavini okkar.
Framleiðsla Skanva
Við tryggjum háan gæðastuðul og úthugsaða hönnun þegar kemur að öllum okkar vörum. Framleiðslan byggir á blöndu af nákvæmum sjálfvirkum vélum og þjálfuðu handbragði okkar frábæra starfsfólks, því sumt er betur tryggt með mannlegri aðkomu og gæðastjórnun.
Starfsfólk okkar hefur áralanga reynslu af glugga- og hurðaframleiðslu og óhætt að segja að eitt helsta stolt fyrirtækisins sé mannauður þess sem þekkir vöruna út og inn, hefur tekið þátt í að móta hana og laga í gegnum árin.
Skanva á og rekur tvær verksmiðjur, önnur er staðsett í Danmörku og hin í Litháen. Staðsetningarnar eru úthugsaðar með tilliti til birgja og aðfanga sem þarf því ekki að flytja langa leið til verksmiðju.
Við fáum FSC vottað gæðatimbur frá Eistlandi, ekki nema um 400 km. frá verksmiðju okkar í Litháen. Alla íhluti fáum við svo frá danska fyrirtækinu Davidsen sem hefur einnig starfstöð í Litháen. Þegar Skanva einingar hafa verið framleiddar og yfirfarnar er þeim svo hlaðið í gáma sem fara frá hafnarborginni Klaipeda í Litháen og enda milliliðalaust hjá viðskiptavinum okkar.
Þetta ferli er einstaklega vel úthugsað og hagkvæmt - bæði fyrir umhverfið og viðskiptavini okkar!




Hin skandinavísku gæði
Þar sem fyrirtækið er danskt, er óhætt að segja að hönnunin beri þess óneitanlega merki. Danir hafa ætíð verið þekktir fyrir fagurfræðileg viðhorf sín til bygginga. Þegar kemur að því að hanna glugga og hurðir hefur þeim tekist vel að sameina látlausa fegurð og praktík í hönnun sem skilar sér í góðri endingu.
Hér á Íslandi gilda einnig fastmótaðar reglur um prófanir og gæði byggingavara. Svo þegar Skanva útvíkkaði starfsemi sína yfir hafið til Íslands var gríðarleg vinna sett í að trygga það að hönnun vörunnar stæðist íslenskar kröfur. Af þessu erum við vitanlega mjög stolt þar sem þetta leiddi til þess að Skanva stendur í dag mjög framarlega á Norðurlöndunum þegar kemur að gæðum.


90% kjarnviður
Í einingar okkar kaupum við timbur í A-flokki, sem þýðir að allur sá hluti einingarinnar sem mest mæðir á, hvort sem það er vindur eða annars konar álagspunktar, er úr kjarnvið.
Kjarnviður er sá hluti trésins sem er þéttastur og hefur lægri efnisraka, sem hentar vel í timburverk sem þarf að endast lengi undir álagi.
FSC-vottun
FSC er alþjóðleg vottun sem tryggir það að timbrið sé fengið úr skógum þar sem tillit er tekið til umhverfis- og dýraverndar.






DVV-mærket kvalitet
Vi forhandler DVV-mærkede produkter. Det er din garanti for testede produkter, som lever op til strenge krav om holdbarhed, funktionalitet og sikkerhed.


Hafðu samband við gluggasérfræðingana okkar
Hæfileikaríkt teymi okkar er tilbúið að veita þér ráðgjöf.
Þú getur haft samband við okkur í spjalli, í síma +354 558 8400 eða með tölvupósti á [email protected]



 
        