

Ábyrgð okkar nær yfir
Gluggar og hurðir úr tré*
10 ára ábyrgð á gluggum og hurðum úr tré afhent á Íslandi.
Gluggar og hurðir úr tré/áli*
10 ára ábyrgð á gluggum og hurðum úr tré/áli afhent á Íslandi.
Gluggar og hurðir úr plasti*
10 ára ábyrgð á gluggum og hurðum úr plasti afhent á Íslandi. En 5 ára ábyrgð á málningu/filmu.
Gler
Gler hefur ábyrgð Gleriðnaðarins gegn útlitsmun milli glerja (1 árs ábyrgð) og sjálfu glerinu (5 ára ábyrgð).
Þessi ábyrgð gildir einungis um framleiðsluvörur sem eru, þegar ábyrgðarkrafa er gerð, staðsettar á Íslandi.* Við bjóðum 2 ára ábyrgð á aðkeyptum vörum, svo sem.: Öryggisvörum, varahlutum, málningu og rafmagns vörum.
Forsendur fyrir ábyrgð
Til þess að 10 ára ábyrgð okkar gildi þurfa eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt:
- Vörurnar skulu vera settar í á réttan hátt, samkvæmt leiðbeiningum okkar.
- Vörurnar verða að fá eðlilegt viðhald.
- Allar ábyrgðir okkar gilda á Íslandi.
Geymsla á vörum
Mikilvægt er að fjarlægja plastfilmuna sem kemur umvafinn vörunum á brettinu eins og skot. Einnig eiga vörurnar að vera geymdar innandyra eða undir þaki og á sléttu undirlagi. Þegar geyma þarf vörurnar utandyra, getur það aðeins verið í stuttan tíma og þær verða að vera á jafnsléttu. Þegar búið er að fjarlægja plastfilmuna og vörurnar eru ekki settar í strax, er mikilvægt að hylja vel toppinn og hliðarnar á brettinu með vatnsheldri ábreiðu sem er fest nógu vel til að þola vind. Loft verður að geta streymt undir brettið.
ATH! Plastfilman sem er utanum vörurnar þegar þær koma frá verksmiðjunni er aðeins ætlað til að vernda vörurnar undir flutningi frá verksmiðjunni til kaupandans – þær henta ekki til að geyma vörurnar utandyra til lengri tíma. Tjón sem verður vegna rangrar geymslu fellur ekki undir ábyrgð.
Ábyrgðarskilmálar
- Ef innan ábyrgðartímabils, reiknað frá framleiðsludegi, en eigi síðar en 3 mánuðum eftir að gallar uppgötvast, er tilkynnt um galla á framleiðslu og/eða vinnu, veitir ábyrgðin þér rétt á kröfu á hendur ábyrgðarmanni samkvæmt lið 2. Framleiðsludagsetningin er tilgreind á merkimiða á vörunni. Ef þörf krefur er það þín ábyrgð að skrá afhendingardagsetningu vörunnar.
- Að því tilskildu að tilkynning um galla í framleiðslu og/eða efni berst innan tímabilsins sem tilgreint er í lið 1, skuldbindur ábyrgðaraðili sig til að bæta framleiðslu og/eða efnisgallan á viðeignadi hátt með því jafnvel að skipta út hlutavörunnar. Sé það ekki nóg skuldbindur ábyrgðaraðilinn sig til að afhenda nýja vöru gjaldfrjálst. Ábyrgðin nær þó ekki yfir kostnað við að fjarlægja gamla vöru og uppsetningu á nýju vörunni, sem og aðra vinnu í tengslum við skipti á vöru. Ef vörurnar eru á þeim tíma sem tilkynnt er um galla ekki lengur í framleiðslu, er ábyrgðaraðila heimilt í stað þeirra að skila samsvarandi vöru. Viðgerð/útskipting á hlutum er í þessu tilfelli án endurgjalds.
- Þessi ábyrgð nær ekki yfir framleiðslugalla og/eða efnsgalla í tvöföldum glerjum. Í slíkum tilvikum gildir hins vegar ábyrgð gler framleiðandans, sem á í hlut.
- Þessi ábyrgð veitir ekki meiri réttindi en lýst er í lið 2.
- Ef þú vilt kvarta yfir galla í vinnu og/eða framleiðslu þarf að gera það innan þriggja mánaða eftir að galli uppgötvast eða ætti að hafa uppgötvast. Kvartanir skulu vera gerðar á okkar þjónustu formi.
- Þessi ábyrgð gildir ekki ef meintur galli í framleiðslu og/eða efni er af völdum ófullnægjandi uppsetningar, ef notað er sjálfþenjandi frauð, ófullnægjandi viðhalds, skorts á viðhaldi eða misnotkunar. Ef ytri hurðir og gluggar afhendast ómálað gildir ábyrgð ekki. Ef um er að ræða tréglugga og tréhurðar sem koma yfirborðsmeðhöndlað frá verksmiðjunni, er sérstök athygli vakin á viðhaldsleiðbeiningum.
- Ábyrgð nær ekki yfir: Hefðbundna eftirvinnu, ss stillingu á lömum og karmi, fínpússun og litlar sprungur í viðnum, útferð frá kvistum, bólgu eða loftbólur í málningu. Þegar vatn kemst milli þröskuldar og karms innopnandi hurðar og sveitahurðar vegna uppsetningar á óvörðum stöðum. Óvenjuleg úrkoma og vindur eru sértök skilyrði sem ekki falla undir ábyrgð. Athugið að ekki er tekin ábyrgð á leka á innopnandi hurðum.
- Ábyrgð þessi nær heldur ekki yfir framleiðslu og/eða efnis galla vegna aðstæðna sem urðu eftir að varan var afhent frá framleiðanda. Efnisgallar, til dæmis vegna rangra geymsluaðferða, flutnings eða uppsetningar milliliðar/verktaka geta ekki búið til ábyrgðarskyldu gagnvart ábyrgðaraðila.