Blog

Skipta um glugga

Höfundur: Guðrún Harpa
Efnisyfirlit

Þarftu að skipta um glugga eða er bara kominn tími á viðhald?

Ef þú ert að hugsa um að skipta um glugga en ert ekki viss um hvort það sé nauðsynlegt, eða hvort það gæti dugað að gera við þá, skaltu lesa meira hér.

hvað kostar að skipta um glugga

Það hvort þú þurfir að kaupa nýja glugga eða gera við þá gömlu fer fyrst og fremst eftir þörfum þínum og að sjálfsögðu ástandi glugganna. Þarf glugginn til dæmis aðeins að halda vindinum úti og einangra betur eða viltu fá glugga með nútímalegra útlit sem hentar húsinu betur?

 

Endurbætur

Áður en þú byrjar að endurnýja þarftu að spyrja þig og/eða fagaðila um hve mikið endurbæturnar munu lengja endingartíma gluggans og hvort það borgi sig að gera við fremur en að fjárfesta í nýjum glugga með ábyrgð, lengri endingu og ef til vill meiri gæðum.

Í sumum tilfellum er hægt að endurnýja eldri glugga með góðum árangri og lengja þar með endinguna. Endurbæturnar geta m.a. falið í sér:

  • - Að skipta um festingar
  • - Að skipta um þéttilista og glerlista
  • - Að skipta um rúðu
  • - Að gera við skemmdir á karmi og ramma
  • - Að mála upp á nýtt eða meðhöndla með olíu

 

Skipt um glugga

Þegar gömlu gluggarnir eru í svo slæmu ástandi að það borgar sig ekki að gera við þá eða viðgerðin getur ekki skilað því sem ætlast er til verður að skipta gluggunum út fyrir nýja.

Það getur vel verið að það sé dýrari lausn að skipta um glugga en að gera við þá. Þá er mikilvægt að hafa í huga að í verði nýrra glugga er ýmislegt innifalið, svo sem:

  • - Betri einangrun
  • - Lægri orkureikningur
  • - Bætt loftgæði
  • - Hægt að velja virkni
  • - Löng ending
  • - Ábyrgð

 

Mundu: Verðið er ekki allt!

Þegar verð á viðgerð og algerri endurnýjun glugga er borið saman þarftu að sjálfsögðu að taka ýmsa þætti með í reikninginn, svo sem endingartíma núverandi glugga og þeirra nýju, viðhald, gæði og ábyrgð.

Skrifað 2. maí 2025 breytt 2. maí 2025
Loading...