Fjögur ráð til að athuga hvort gluggar og hurðir séu óþétt

Ef þú hefur á tilfinningunni að gluggar og hurðir séu óþétt skaltu kynna þér fjögur góð ráð sem talin eru upp hér að neðan um hvernig þú athugar hvort gluggar og hurðir leki og hvort tímabært sé að skipta þeim út.

1. Ef mikið af dögg og raka í glugganum?

Fyrst þarf að athuga hvort döggin sé utan á glugganum, á milli glerjanna eða innan á glugganum. Þrjár mismunandi skýringar eru á þessu. Ef döggin er utan á glugganum er það merki um að glugginn sé í lagi. Döggin myndast að utanverðu, einkum að morgni til, þegar loftraki þéttist á köldum orkusparandi rúðum. Ef döggin er hins vegar á milli glerjanna er það merki um að rúðan sé óþétt og að það þurfi að skipta um hana. Margir gera þetta strax þar sem óþétt rúða skerðir útsýnið. Ef döggin myndast innan á glugganum er það merki um að glugginn sé ekki þéttur og að það þurfi að skipta um hann.

 

2. Er trekkur?

Ef það er trekkur á heimilinu þarftu að sjálfsögðu að athuga hvaðan hann kemur. Trekkur getur komið inn í íbúðina frá mörgum stöðum en miklar líkur eru á því að hann komi inn um glugga. Þú getur notast við gamla aðferð til að athuga hvort gluggar eða hurðir séu óþéttar með því að bera kerti sem logar á að staðnum sem þú heldur að sé óþéttur. Ef loginn hreyfist er það merki um að þar sé óþéttur gluggi eða hurð.

3. Er fúi í tréverkinu?

Ef raki viðarins er 20% eða meiri getur hann fúnað eða myglað. Þú getur kannað hvort tréð hafi fúnað með því að nota sýl eða annan oddhvassan hlut. Ef oddurinn gengur 1-3 mm inn í viðinn við létt átak er ekki hann ekki fúinn. Ef oddurinn gengur 3-6 mm inn er það merki um fúa í tréverkinu. Merki um fúa sjást oft á brúnum glugga svo þú skalt hafa auga með þeim.

 

4. Hvernig lítur tréð út?

Auk þess að athuga raka viðarins ættirðu einnig að skoða hvort glugginn beri merki um fúa. Ef sprungur eru í trénu eða yfirborðið sýnir merki um myglusvepp getur það verið merki um skemmdir í viðnum.

 

Nýir gluggar og hurðir?

Ef þú kemst að því að gluggar og hurðir eru ekki þéttar eftir athugun og þörf sé á að skipta þeim út er einfalt að nota verðreiknivél okkar til að finna verð fyrir glugga og hurðir með því að smella hér. Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um vörur frá okkur skaltu hafa samband við sölufulltrúa okkar eða lesa meira á vefsíðunni.

Vertu áskrifandi að fréttabréfinu okkar

og fáðu ábendingar og tilboð beint í pósthólfið þitt

Ég skrái mig fyrir fréttabréfi og tilboðstölvupóstum frá Skanva og samþykki skilmála og persónuverndarstefnu Skanva. Ég get afskráð mig hvenær sem er.

Ertu tilbúin/n til að panta nýja glugga og/eða hurðir?