Tegundir glers – hvað þarf að vita fyrir kaup?

Það eru til glertegundir sem uppfylla allar þarfir. Gler getur til dæmis nýtt dagsbirtuna, lokað á sólargeisla, minnkað hávaða eða veitt vörn gegn innbrotum og meiðslum. Við hjá Skanva höfum tekið saman þessar leiðbeiningar fyrir mismunandi glertegundir sem hjálpa þér vonandi að ákveða hvernig gler á að vera í nýja glugganum eða hurðinni.

Tært gler

Í staðalútgáfu eru allir gluggar frá Skanva með tvöfaldri orkusparandi rúðu með argongasfyllingu og varmaþéttilista. Varmaþéttilistinn hefur þau áhrif að hitastig rúðunnar er hærra meðfram kantinum en í hefðbundinni rúðu.

Þess vegna heldur glugginn hita betur inni í húsinu og dregur úr trekki og kuldafalli.

Hljóðeinangrandi gler

Umferðarhávaði og önnur umhverfishljóð hafa áhrif á heimilið og velferð fjölskyldunnar. Ef þú býrð á stað með miklum umhverfishávaða er góð hugmynd að tryggja að gluggarnir búi yfir hljóðdempandi eiginleikum.
Hljóðeinangrandi gler samanstendur af einni 4 mm rúðu og annarri 6 mm rúðu sem koma í veg fyrir titring og tryggja þar með að hátíðnihljóð og hávaði berist ekki inn í húsið. Einnig er hægt nota lagskipt öryggisgler sem auk öryggisins býður upp á frábæra hljóðeinangrun. Þessi lausn er nokkuð dýrari en hefðbundið hljóðeinangrandi gler.

Sólvarnargler

Sólvarnargler dregur úr sólarljósi og getur því verið góð fjárfesting ef þú ert með stóra glugga sem snúa í suður eða vestur og vilt tryggja gott andrúmsloft innanhúss yfir sumarið. Sólvarnargler er með 4 mm hefðbundnu gleri og 6 mm sólvarnargleri. Það síðarnefnda er með þunnri silfurhúðun sem minnkar varmatap í herberginu og minnkar einnig kuldafall frá glugganum.

Sandblásið gler

Ef þú vilt koma í veg fyrir að hægt sé að sjá inn í ákveðið herbergi á heimilinu, til dæmis baðherbergið, er sandblásið gler mjög góð lausn. Sandblásið gler er með möttu sléttu yfirborði og því er ekki hægt að sjá í gegnum það.

Sandblásna mynstrið er í sjálfu glerinu og því er auðvelt að hreinsa gluggann rétt eins og þegar um venjulegt gler er að ræða. Þrátt fyrir matt yfirborðið hleypir glerið góðri birtu í gegn.

Öryggisgler

Öryggisgler er kjörið til að fyrirbyggja slys og innbrot – einkum fyrir stóra glugga sem eru sérstaklega viðkvæmir. Öryggisgler Skanva er lagskipt á innri hliðinni sem tryggir að glerið brotnar ekki í þúsund mola þegar slys verða heldur loðir það fast við plastfilmu. Því er gott að velja öryggisgler fyrir stóra glugga til að lágmarka slysahættu. Lagskipt gler gerir þjófum einnig erfitt fyrir að brjótast inn.

Cotswold-gler

Cotswold-gler er oft notað á baðherbergjum og í útihurðir til að fá mikla birtu inn í húsið án þess að hægt sé að sjá inn.
Rúðan er með einu lagi af orkusparandi gleri og einu lagi af gleri sem er mynstrað með lóðréttum strikum sem líkjast trjáberki. Cotswold-gler er bæði falleg og nytsamleg lausn sem hleypir í gegn 80-90% af birtu hefðbundinna rúða.

Vertu áskrifandi að fréttabréfinu okkar

og fáðu ábendingar og tilboð beint í pósthólfið þitt

Ég skrái mig fyrir fréttabréfi og tilboðstölvupóstum frá Skanva og samþykki skilmála og persónuverndarstefnu Skanva. Ég get afskráð mig hvenær sem er.

Ertu tilbúin/n til að panta nýja glugga og/eða hurðir?