Hvað kostar viðbygging?

Verð viðbyggingar fer eftir ýmsum þáttum á borð við gerð rýmisins, fermetrafjölda, launakostnað og efnisval. En hvað kostar viðbygging?

Fermetraverð viðbyggingar fer eftir því hvað hún felur í sér. Kostnaður viðbyggingar veltur því á ýmsu en góð viðmiðun er að meðalverð á hverjum fermetra er um 15.000 til 20.000 danskar krónur í Danmörku, með virðisaukaskatti, en það fer þó eftir gerð viðbyggingarinnar. Verðið getur því verið lægra ef rýmið er án glugga en fyrir baðherbergi er það oft hærra en 20.000 danskar krónur á fermetrann. Verðið er hærra á höfuðborgarsvæðinu þar sem launa- og efniskostnaður er aðeins meiri. Áætlað verð felur í sér efni og kostnað vegna iðnaðarmanna en gert er ráð fyrir því að verkið sé allt unnið af iðnaðarmönnum. Ef þú getur séð um verkið upp á eigin spýtur er verðið að sjálfsögðu lægra.

 

Verðið fer eftir tegund viðbyggingar

Ef baðherbergi eða eldhús á að vera í viðbyggingunni hækkar það verðið þar sem leggja þarf rafmagns- og vatnslagnir og það þarf að leita til fagfólks (smiða, múrara, pípara og rafvirkja). Baðherbergi er auk þess votherbergi og því má gera ráð fyrir auknum kostnaði við hönnun og byggingu vegna vatns og raka. Þá er flísalagning mjög kostnaðarsöm, bæði hvað varðar efni og vinnu.

Ef viðbyggingin hefur aftur á móti að geyma svefnherbergi eða stofu er fermetraverðið að jafnaði lægra en það fer að sjálfsögðu einnig eftir efnisvali o.fl.

 

Því minni sem viðbyggingin er, því hærra er fermetraverðið

Oft er sagt að fyrsti fermetri viðbyggingar sé sá dýrasti. Fermetraverðið er því oft lægra fyrir 20 fermetra en 10 ef það þarf um það bil sama magn af byggingarefni.

Tenging við húsið sem fyrir er, framhlið viðbyggingarinnar og uppsteyping húsgrunnsins eru alltaf stór hluti af samanlögðum kostnaði verkefnisins og þetta eru útgjöld sem ekki er hægt að komast undan, óháð stærð viðbyggingarinnar. Auk þess geta stærri viðbyggingar verið með fleiri glugga og hurðir. Á skanva.is er hægt að reikna verð fyrir bæði glugga og hurðir úr mismunandi efnum og í ólíkum verðflokkum, allt eftir þörfum.

 

Sparaðu peninga – sjáðu um verkið sjálf(ur)

Þegar þú hefur fengið byggingarleyfi og búið er að ákveða teikningar getur þú leitað tilboða frá iðnaðarmönnum.

Athugaðu hvort þú getir sjálf(ur) séð um einhverja verkhluta til að lækka kostnaðinn. Lög segja fyrir um að vinna við (flestar) raflagnir og pípulagnir þurfi að vera í höndum löggiltra fagaðila en þú getur sparað peninga með því að sjá til dæmis um málningarvinnu.

 

Dæmi um þætti sem gera viðbygginguna dýrari:

Ef það er til dæmis eldhús eða baðherbergi í viðbyggingunni

Viðbyggingin verður dýrari með hverju horni – því færri sem hornin eru, því ódýrari er hún.

Það er ódýrara að byggja í framhaldi af fyrirliggjandi byggingu en að reisa viðbyggingu sem stendur hornrétt á hana. Það er vegna þess að þaksmíðin er flóknari ef viðbyggingin er hornrétt á þá sem fyrir er.

 

Efnisval – það segir sig sjálft: Því dýrara sem efnið er, því dýrara verður verkið. Þú getur sparað háar fjárhæðir með því að velja hagkvæma kosti í stað dýrari lausna, til dæmis fyrir eldhúsinnréttingar, flísar, gólfefni og þak. Það sama gildir um glugga og hurðir. Ef þú velur til dæmis glugga úr tré/áli og hurðir úr tré/áli er verðið töluvert hærra en ef valið er að hafa einingarnar úr tré.

 

Mikill sparnaður með gluggum

Þrátt fyrir að gluggar og hurðir geti hækkað kostnað viðbyggingarinnar er mikilvægt að fá góða birtu inn í húsið. Þetta á sérstaklega við ef um er að ræða stofu eða sólstofu.

Oft er hægt að spara mikla fjármuni með því að leita tilboðs frá gluggaframleiðanda fremur en að leita beint til smiðs.

Á Skanva.is getur þú notað verðreiknivél okkar til að fá samstundis verð fyrir glugga og hurðir og getur þar að auki hannað einingarnar samkvæmt eigin óskum um mál, liti og margt fleira. Þú getur einnig kynnt þér nánari upplýsingar um efni og aðra valkosti sem geta haft áhrif á verð viðbyggingarinnar.

Ef þú ert ekki viss um hvað þú ættir að velja eru sérfræðingar Skanva til þjónustu reiðubúnir til að aðstoða þig við mælingar, val á efni og tegund lausnar. Við gerum þér einnig tilboð með glöðu geði.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um val á gluggum og hurðum fyrir viðbygginguna er þér alltaf velkomið að hafa samband við okkur í síma 558 8400 eða á [email protected]

Vertu áskrifandi að fréttabréfinu okkar

og fáðu ábendingar og tilboð beint í pósthólfið þitt

Ég skrái mig fyrir fréttabréfi og tilboðstölvupóstum frá Skanva og samþykki skilmála og persónuverndarstefnu Skanva. Ég get afskráð mig hvenær sem er.

Ertu tilbúin/n til að panta nýja glugga og/eða hurðir?