Opnunarstefna dyra – svona er hún ákvörðuð
Ætlar þú að kaupa nýja hurð en ert í vafa um hvernig opnunarstefnan er ákvörðuð? Haltu þá áfram að lesa til að komast að því hver opnunarstefnan er. Þú þarft að spyrja þig tveggja spurninga þegar þú finnur út opnunarstefnu.
1. Opnast hurðin inn eða út?
Þetta er fyrsta og e.t.v. mikilvægasta spurningin sem þú þarft að spyrja þig – það ef nefnilega mikilvægt að þú horfir á hurðina frá þeirri hlið sem hún opnast. Ef hurðin opnast út áttu að standa úti þegar þú finnur út opnunarstefnuna. Og ef hurðin opnast inn áttu að standa inni þegar þú finnur opnunarstefnuna.
2. Á hvaða hlið eru hjarirnar?
Þegar þú stendur þeim megin sem hurðin opnast, þ.e. inni eða úti, skaltu athuga hvort hjarirnar séu vinstra eða hægra megin.
Hurð opnast út
Ef hurð opnast út og hjarirnar eru vinstra megin séð utan frá er opnunin út og til vinstri. Ef þær eru hægra megin er opnunin út og til hægri.
Hurð opnast inn
Ef hurðin opnast hins vegar inn og hjarirnar eru vinstra megin að innanverðu er opnunin inn og til vinstri. Ef hjarirnar eru hægra megin er opnunin inn og til hægri.
Sjá mismunandi opnunarstefnur hér
Hér fyrir neðan sérðu mismunandi opnunarstefnur fyrir hefðbundna útihurð eða svalahurð. Athugaðu að ef þú hyggst kaupa tvöfalda hurð gildir það sama og um venjulega hurð. Þú þarft einfaldlega að velja stefnuna fyrir þá hurð sem verður notuð. Það sama á við um hliðarhengda glugga.
Opnast inn og til hægri
Opnasti inn og til vinstri
Hurð sem opnast út til hægri
Opnast út og til vinstri
Við vonum að þetta hafi hjálpað þér að skera úr um hver opnunarstefna hurðarinnar þinnar á að vera. Ef þú hefur einhverjar spurningar er þér velkomið að hafa samband á [email protected] eða í síma 558 8400. Þér er líka velkomið að lesa aðrar bloggfærslur okkar, þar sem við svörum ýmsum spurningum sem koma upp við kaup á gluggum og hurðum.
Vertu áskrifandi að fréttabréfinu okkar
og fáðu ábendingar og tilboð beint í pósthólfið þitt
Ég skrái mig fyrir fréttabréfi og tilboðstölvupóstum frá Skanva og samþykki skilmála og persónuverndarstefnu Skanva. Ég get afskráð mig hvenær sem er.