Fjórar góðar ástæður til að kaupa glugga og hurðir í vetur

Þegar haustið og veturinn standa fyrir dyrum er mikilvægt að kanna ástand allra glugga í húsinu og ganga úr skugga um að tré hafi ekki fúnað og að allt sé þétt til að raki berist ekki inn í húsið eða hiti fari til spillis. Ef þú hefur komist að þeirri niðurstöðu að það þurfi að skipta um glugga eða hurðir og hefur ekki enn pantað nýjar einingar skaltu ekki bíða því það er bara skröksaga að það sé slæmt að skipta um glugga eða hurðir á veturna. Haltu áfram að lesa til að kynna þér fjórar góðar ástæður til að skipta gömlu einingunum út fyrir orkusparandi glugga og hurðir í vetur.

1. Ódýrir gluggar og hurðir

Það kemur líklega ekki á óvart að það er ekki algengast að fólk skipti yfir í orkusparandi glugga og hurðir um hávetur. Þú gætir þó sparað þér peninga með því að bíða ekki með að panta glugga og hurðir. Það er ekki jafn mikið að gera í verksmiðjunum yfir veturinn og þú sem neytandi getur gleðst yfir því, þar sem það þýðir að oft eru góð tilboð í boði ef þú kaupir áður en það byrjar að vora, þegar háannatíminn gengur í garð. Og hver vil ekki gera góð kaup?

 

2. Hröð útskipti

Það hljómar ef til vill ekki vel að skipta um glugga að vetri til en það tekur ekki langan tíma að skipta gömlum glugga út fyrir nýjan. Iðnaðarmenn skipta um einn glugga í einu sem þýðir að tíminn þar sem enginn gluggi er í opinu er eins stuttur og hægt er. Þú þarft því ekki að hafa áhyggjur af því að það kólni of mikið á heimilinu á meðan skipt er um glugga.
Þvert á móti er þetta tækifæri til að lækka orkureikninginn frá fyrsta degi, sem færir okkur að næsta atriði á listanum.

 

3. Sparaðu peninga með orkusparandi gluggum og hurðum

Nýir gluggar og hurðir geta sem sagt lækkað orkureikninginn strax. Það er alveg á hreinu. Ef gluggar og hurðir eru óþétt þarf meiri orku til að halda þægilegu hitastigi á heimilinu. Með nýjum orkusparandi gluggum og hurðum helst hitinn inni á heimilinu í stað þess að sleppa út. Þess vegna getur þú skipt gömlu gluggunum út núna í staðinn fyrir að bíða með að spara peninga þangað til næsta vetur.

 

4. Fáðu meiri þægindi inn á heimilið

Gegnumtrekkur og kuldafall frá gömlum gluggum er ekki það sem er efst á óskalistanum á köldum vetrardögum. Þegar það er trekkur eiga flestir það til að hækka hitann til að fá þægilegra hitastig en ef gluggarnir eru ekki þéttir hefur það ekki mikið að segja. Auk þess getur munurinn á milli heits og kalds lofts haft slæm áhrif á velferð þína. Ef gluggarnir eru ekki þéttir er þess vegna gott að skipta þeim út fyrir orkusparandi glugga til að þú njótir meiri þæginda á heimilinu og fá betri loftgæði innanhúss.

Vertu áskrifandi að fréttabréfinu okkar

og fáðu ábendingar og tilboð beint í pósthólfið þitt

Ég skrái mig fyrir fréttabréfi og tilboðstölvupóstum frá Skanva og samþykki skilmála og persónuverndarstefnu Skanva. Ég get afskráð mig hvenær sem er.

Ertu tilbúin/n til að panta nýja glugga og/eða hurðir?