Heimsending frá 9.900,- |

Síminn er opinn til kl.16

  • Karfa Cart

Plastgluggar

Plastgluggar okkar – sem einnig kallast PVC gluggar – er alltaf með 10 ár ábyrgð. Ef þú vilt ekki eyða tíma í að viðhalda gluggunum eru plastgluggar er rétt val. Við mælum sérstaklega með gluggum úr plasti nálægt sjó þar sem tré gluggar slitna sérstaklega hratt þar. Á slíkum svæðum, mælum við eingöngu með plast gluggum. Við mælum ekki með tré/áli því ál og salt eiga enga samleið. Plastgluggarnir frá Skanva eru mjög gott val ef þú vilt fallega, innbrotsvarða og viðhaldfría glugga. Plastgluggarnir okkar er framleiddir með fimm hólf, sem gefur góða og skilvirka einangrun án þess að varma brýr myndist. Plastgluggalínan okkar heitir PVC Skandinavía, það eru plastglugga sem opnast út og er með 116 mm karmdýpt.

Fáðu plastglugga sem passa þínum þörfum

Með verðreikni okkar þú getur auðveldlega lagað plastgluggana að þínum þörfum. En áður en þú hefst handa við það mælum við með að þú lesir hér um okkar mismunandi plastglugga.

Gluggar úr plasti með opnun að neðanverðu

Ath: Plastgluggar frá okkur með opnun að neðanverðu fást aðeins í PVC Skaninavía.

Gluggar með opnun að neðanverðu hafa verið vinsælir á meginlandi Evrópu í áratugi og passa sérlega vel nútímalegum húsum. Slíkir gluggar hleypa sjáfkrafa inn miklu ljósi vegna þess að þeir hafa hvorki lista né miðjubita. Það þýðir líka að það sést vel út um plastglugga með opnun að neðanverðu.

Gluggar með opnun að neðanverðu eru alltaf með hún að neðan. Húnninn gerir gluggan síðan mjög notendavænan. Annar kostur við glugga með opnun að neðanverðu er að það kemur loft inn bæði að ofan og neðan þegar glugginn er opinn. Því eru þeir mjög góðir þegar lofta skal út.

Hliðarhengdir gluggar úr plasti án lista.

Ath: Hliðarhengdu plastgluggarnir okkar án lista eru aðeins í boði í PVC Skandinavía.

Hliðarhengdir gluggar án lista passa bæði nútímalegu og sígildu húsnæði. Þess vegna er þetta líka mjög vinsæl tegund af gluggum.

Lokunarbúnaður á hliðarhengdum gluggum samanstendur af stormjárni og krækjum. Þetta hjálpar til við að gefa gluggann sígilt útlit. Fyrir nútímalegra útlit og notendavænna lokunarkerfi er hægt að velja hún. Þetta er gert í verðreikninum undir ‘lokunarkerfi glugga “.

Sveitagluggar úr plasti

Þetta er ein vinsælasta gluggategund sem við bjóðum. Það er mynstur listanna sem ákvarðar hvort gluggi er kallaður sveitagluggi. Sveitagluggar hafa miðjubita og þverlista sem skipta helmingunum upp í nokkra jafn stóra hluta. Ath: Fjöldi lista hefur áhrif á hversu vel sést út og hve mikið ljós kemur inn.

Sveitagluggar í PVC Skandinavía.

  • PVC Skandinavía: Ef þú vilt sveitaglugga sem opnast út, veldu PVC Skandinavía. Lokunarbúnaðurinn á PVC Skandinavía gluggum samanstendur af stormjárni og krækjum. Þetta gefur glugganum sígilt útlit, en ef nútímalegra útlits er óskað er auðvelt að velja hún í verðreikninum undir “lokunarkerfi glugga. Húnn gerir gluggann líka notendavænni.

 

Herragarðsgluggar úr plasti

Þessi gluggategund er oftast notuð í sígildum einbýlishúsum. Aðalsmerki þessarar tegundar af gluggum er að þeir samanstanda af mörgum litlum gluggum – hver gluggi samanstendur af sex til átta pörtum. Ath: Fjölda lista hefur áhrif á hversu mikið ljós kemst inn í íbúðina.

Herragarðsgluggarnir okkar í PVC Skandinavía.

  • PVC Skandinavía: Ef þú vilt að glugginn opnist út þarftu að velja þessa línu. Venjulega er lokunarkerfið stormjárn og krækjur, en ef þú vilt notendavænna kerfi getur þú valið hún í ‘lokunarkerfi glugga “í verðreikninum.

Fánagluggar úr plasti

Fánagluggi er sígildur gluggi sem þú sérð oft í eldri einbýlishúsum. Útlit þessara glugga minnir á fána og þaðan kemur nafnið. Hæðin á fánagluggum okkar úr plasti getur verið allt að 240 cm og því er þessi tegund af gluggum fullkomin fyrir heimili sem krefjast sérstaklega hárra glugga.

Fánagluggar í PVC Skandinavía

  • PVC Skandinavía: Þú verður að velja fánagluggann þinn í PVC Skandinavía ef þú vilt út að hann opnist út. Fánagluggar koma staðlaðir með stormjárn og krækjur sem hjálpar til við að gefa glugganum síglit útlit. Það er líka hægt að fá gluggana með hún. Það gefur glugganum notendavænna lokunarkerfi og nútímalegra útlit. Ef þess er óskað, er hægt að velja húninn undir ‘lokunarkerfi glugga ” í verðreikninum.

 

Fastrammagluggi með opnun úr plasti

Vinsældir þessa glugga hafa verið að aukast á undanförnum árum, og er hann oftast notaður í staðinn fyrir glugga með einu gleri og opnun að neðanverðu.

Glugginn kemur staðlaður þannig að hluta hans er hægt að opna og hluta ekki. Gluggann sem er hægt að opna er hægt að fá hliðarhengdann eða toppstýrðan.

  • PVC Skandinavía: Verður að velja ef þú vilt glugga sem opnast út. Í boði bæði sem hliðarhengdur og með opnun á neðri brún. Glugginn með opnun á neðri brún er opnaður með hún niðri en hliðarhengdi glugginn er með stormjárn og krækjur. Ef þess er óskað er hægt að fá hliðarhengda gluggann með hún. Þetta getur þú valið í verðreikninum undir “lokunarkerfi glugga“.

 

Fastrammagluggar án opnunar úr plasti

Fastrammagluggar án opnunar er oft notaðir í stóra glugga þar sem þú vilt mikið ljós inn og gott útsýni út.

Hafa skal í huga að þegar um stóra glugga er að ræða er hætta á meiðslum vegna hugsanlegra árekstra fólks við glerið. Ef þú vilt að draga úr hættu á óhöppum getur þú valið öryggisgler í verðreikninum. Þá er innsta glerið lagskipt, sem dregur úr hættu á árekstri við það.

Fannstu ekki plastgluggana sem þú vildir?

Þarfir viðskiptavinarins eru alltaf í forgrunni hjá Skanva. PVC gluggar og hurðir ættu að passa við byggingarstíl hússins og óskir viðskiptavinarins, og því við bjóðum alltaf upp á marga möguleika, bæði í stöðluðum og sérsmíðuðum vörum.

Þannig að ef þú finnur ekki vörurnar sem þú leitar að hér á skanva.is skaltu gera eftirfarandi:

  • Settu stöðluðu einingarnar sem þú vilt kaupa í innkaupakörfu. Vistaðu innkaupakörfuna og bíddu með að ljúka greiðslu.
  • Hafðu samband við okkur í síma: 558 8400 eða tölvupósti skanva@skanva.is og vinsamlegast útskýrðu hvaða sérstöku vörum þú leitar að. Þá bætum við viðkomandi vörum í innkaupakörfuna þína innan 1-2 virkra daga. Þú munt fá tölvupóst frá okkur þegar við höfum bætt vörunum í innkaupakörfuna þína.
  • Þá er hægt að klára pöntunina.

 

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um notkun vafraköku. stefnu okkar