Aðstoð og þjónusta

Þarftu hjálp?

Við gerum alltaf okkar besta til að afhenda vandaða glugga og hurðir. Ef einhver vandamál koma upp í tengslum við vöruna þína, flutning/afhendingu eða ef þú vilt einfaldlega fá þjónstu varðandi vöruna skaltu stofna beiðni í kerfinu okkar.
Þegar þú ert skráð(ur) inn skaltu smella á „Aðstoð og þjónusta“ í valmyndinni og velja „Búa til þjónustubeiðni“.

Ábyrgðarmál

Ef vandamál koma upp í tengslum við vöru og þú telur hana vera gallaða getur þú stofnað beiðni og við komum og gerum við hana.

 

Ef þú ert í vafa um hvort varan teljist gölluð getur þú kannað uppsetningarleiðbeiningar og leiðbeiningar um flutningstjón hér að neðan.

Þegar þú ert skráð(ur) inn skaltu smella á „Aðstoð og þjónusta“ í valmyndinni og velja „Búa til þjónustubeiðni“.

Athugið: Ef galla verður vart áður en varan er sett upp er mikilvægt að setja hana ekki upp án þess að hafa samband við þjónustudeild. Nánari upplýsingar um skilyrði og hvað þarf að hafa í huga eru hér fyrir neðan.

Þjónusta

Ef vandamál koma upp í tengslum við vöru sem er ekki gölluð en þarf e.t.v. bara að smyrja, er þér velkomið að stofna beiðni og þá komum við og sinnum viðhaldi fyrir vöruna.

 

Ef þú hefur óskað eftir viðhaldi eða varan telst ekki vera gölluð rukkum við fast gjald fyrir viðhaldsheimsókn og lausn á vandamálinu ef mögulegt er að leysa það. Greitt er fyrir vinnu og akstri ásamt varahlutum ef svo er. Athugaðu: Þetta er aðeins í boði fyrir vörur sem afhentar eru af Skanva ehf.

Svona gerir þú vegna bilana og galla

Til að stofna beiðni þarftu að vera skráð(ur) inn á reikninginn þinn á Skanva.is. Þú skráir þig inn með því að smella á „skrá inn“ og slá inn netfang og kóða sem þú hefur búið til í tengslum við kaup þín.

Þegar þú ert skráð(ur) inn skaltu smella á „Aðstoð og þjónusta“ í valmyndinni til vinstri og velja „Búa til þjónustubeiðni“.

Hér skaltu hlaða upp mynd af vandamálinu. Þegar beiðnin hefur verið send inn getur þú fylgst með stöðunni með því að skrá þig aftur inn á prófílinn þinn.

Myndbandsleiðbeiningar

 

Leiðbeiningar um uppsetningu

Hér getur þó sótt uppsetningarleiðbeiningar fyrir mismunandi tegundir glugga. Athugið: Ýmsir þættir hafa áhrif á uppsetningu, þar á meðal það hvernig húsið þitt var byggt. Þess vegna eru leiðbeiningar okkar um uppsetningu aðeins leiðbeinandi.

Leiðbeiningar um kvartanir vegna flutningstjóns

Ef vörur hafa orðið fyrir skemmdum við flutning tekur þú við pöntuninni með fyrirvara um tjón. Lestu skilmálana í PDF-skjalinu hér til hliðar og upplýsingar um hvað þú þarft að gera.