Gluggar úr tré, tré/áli eða plasti – kostir og gallar
Margir viðskiptavinir spyrja okkur: „Hver er munurinn á gluggum úr tré, tré/áli og plasti?“ og „Hvaða kosti hafa mismunandi efni í för með sér?“ Ertu kannski að velta því sama fyrir þér? Áður en þú ákveður að kaupa nýja glugga ættirðu að íhuga hvaða útlit hentar húsinu þínu best og hvort það sé mikilvægt að viðhald sé í lágmarki. Lestu meira hér til að komast að því hvað uppfyllir þínar þarfir best.
Gluggar úr tré
Ef þú vilt hafa sígilt útlit að innan sem utan er tré líklega rétti kosturinn fyrir þig. Einingar úr tré seljast mest, og af góðri ástæðu, því viðurinn hefur marga kosti í för með sér. Auk þess sem viður er ódýrasta hráefnið velja margir að kaupa tréglugga til að halda í stíl og sjarma hússins. Trégluggar henta almennt fyrir flest hús en ef þú býrð í húsi í sígildum stíl er líklegast að viður henti húsinu best.
Annar kostur við að kaupa einingar úr tré er að þá getur þú málað þær bæði að innan og utan ef þú vilt breyta útliti húsnæðisins.
Viðhald á tréverki
Ókosturinn við tréeiningar er þó sá að þær þarfnast viðhalds. Við mælum með því að fara yfir glugga og hurðir árlega til að tryggja góða endingu. Ef þú hefur ekkert á móti svolitlu viðhaldi af og til og hefur ákveðið að kaupa nýja glugga úr tré skaltu athuga hve mikill hluti af viðnum er kjarnviður, þar sem það hefur áhrif á endingu gluggans eða hurðarinnar. Kjarnviður er svonefndur „feitur“ viður þar sem hann inniheldur mikið af náttúrulegri trjákvoðu sem veitir náttúrulega vörn og vatnshelt yfirborð sem minnkar líkur á myglusveppum og fúa.
Gluggaiðnaðurinn gerir kröfu um að minnst 60% af utanverðu tréverki skuli vera úr kjarnvið en engar kröfur gilda þó um að toppkarmurinn og -ramminn sé úr kjarnvið.
Fyrirtækjum með DVV-vottun er hins vegar skylt að nota kjarnvið í að minnsta kosti 80% af utanverðu tréverki.
Hjá Skanva eru um 90-100% af trégluggum úr kjarnvið.
Sveitagluggi 2 fags
með 1x3 gleri í hvorum glugga
Gluggar úr tré/áli
Ef þú vilt fá nútímalegt útlit færðu það með hreinum og beinum línum úr áli sem henta vel fyrir flest hús sem byggð voru á 7. áratugnum og seinna. Einingar úr tré/áli eru m.a. oft notaðar í nýbyggingum. Lestu meira um mismunandi tré/álglugga frá okkur hér.
Viðhald á tré/áli
Ástæðan fyrir því að svo margir kaupa glugga og hurðir úr tré/áli er vegna þess að þessar einingar krefjast ekki mikils viðhalds. Þar sem ytri klæðningin er úr áli þarf ekki að mála og bletta einingarnar eftir árlega skoðun. Álið er þolið gagnvart veðri og vindum og um leið færðu fallegt og notalegt útlit að innan.
Það gæti þurft að flikka örlítið upp á útlitið á tréverkinu að innanverðu öðru hverju en að öðru leyti felur viðhaldið ekki meira í sér en að hreinsa karma og ramma nokkrum sinnum á ári og smyrja hjarir eftir þörfum.
Vertu áskrifandi að fréttabréfinu okkar
og fáðu ábendingar og tilboð beint í pósthólfið þitt
Ég skrái mig fyrir fréttabréfi og tilboðstölvupóstum frá Skanva og samþykki skilmála og persónuverndarstefnu Skanva. Ég get afskráð mig hvenær sem er.