Heimsending frá 9.900,- |

Síminn er opinn til kl.16

 • Karfa Cart

Fastrammagluggar með opnun

Fastrammagluggar með opnun frá Skanva eru í háum gæðum og með einfalda og netta karmahönnun. Þessi sérstaka hönnun á fastrammagluggum þýðir að dagsbirta og sólarhiti eru einkar vel nýtt. Í töflunni hér fyrir neðan er hægt að sjá mismunandi gerðir, ef þú vilt reikna út verð, einfaldlega smelltu á ‘Reikna verð’ og sláðu inn viðeigandi upplýsingar. Ef þú ert ekki viss um hvað þú þarft að hafa í huga, geturður lesið Leiðbeiningar varðandi pantanir á fastrammagluggum með opnun. Athugið: Kvistlaus viður er sjálfkrafa valinn. Ef þú vilt annað efni, geturðu breytt valinu þegar þú velur glugga hér fyrir neðan.

Leiðbeiningar varðandi pantanir á fastrammagluggum með opnun

Lestu hérna dæmigerðar spurningar sem við fáum þegar viðskiptavinir okkar panta fastrammaglugga með opnun.

 

Samantekt innihalds:

 1. Hvaða efni ætti ég að velja?
 2. Hvernig mæli ég fyrir glugganum mínum?
 3. Tvöfalt eða þrefalt gler?
 4. Ætti gluggann minn að hafa snúningsopnun?
 5. Ætti glugginn minn að hafa loftræstiventil?
 6. Ætti ég að panta með eða án raufar?
 7. Hvaða gler ætti ég að velja fyrir baðherbergis gluggann minn?
 8. Hvernig lista ætti ég að velja?
 9. Ætti að vera bremsa á glugganum mínum?

 

Hvaða efni ætti ég að velja?

Áður en þú ákveður úr hvaða efni þú vilt hafa nýju gluggana þína, ættir þú að velta fyrir þér eftirfarandi spurningum:

 • Vill ég lágmarka viðhald?
 • Vill ég viðhalda núverandi útliti heimilisins?
 • Hvað mega gluggarnir kosta?

Ef það er mikilvægt fyrir þig að lágmarka viðhald, eru tré/ál eða plast mögulega rétt val. Þú verður þó einnig að muna að íhuga hvort þessi efni henta útliti heimilis þíns. Lesa meira um efnisval hér.

 

Hvernig mæli ég fyrir glugganum mínum?

Þegar þú ert að mæla fyrir nýja glugganum, verður þú að mæla bæði gluggagatið og karmmálið.

 1. Gluggagatið eða gatmálið finnur þú með því að mæla frá útvegg til útveggs – utan frá.
 2. Frá gatmálinu skaltu draga 2,5 cm, bæði frá breidd og hæð.
 3. Þannig færð þú karmmálið, sem er málið sem þarf að nota þegar panta á nýja fastrammaglugga.

 

Tvöfalt eða þrefalt gler?

Bæði tvöfalt og þrefalt gler uppfyllir núverandi bygginga reglugerðir. Við mælum þó aðeins með þreföldu gleri í Energy A hús og í stóra glugga, því annars er þrefalda glerið mjög lengi að borga sig.

 

Ætti glugginn minn að hafa snúningsopnun?

Ef glugginn á að vera á annarri hæð eða hærra, er það oft góð hugmynd að panta glugga með snúningsopnun. Þannig gluggi getur snúist 180 gráður, sem gerir það mögulegt að hreinsa ytra byrðið innan frá.

 

Ætti glugginn minn að hafa loftræstiventil?

Loftræstiventlar geta hjálpað til við að bæta loftið inni á heimilinu. Hins vegar skaltu hafa í huga að loftræstiventillinn einn og sér hefur engin áhrif. Til þess að hann hafi áhrif, er mikilvægt að þú hafir loftræstiventla á nokkrum stöðum í húsinu þínu, því þá hefur ferskt loft tækifæri til að flæða í gegnum heimilið þitt og út aftur.

 

Ætti ég að panta með eða án raufar?

Hægt er að fræsa rauf í karminn á glugganum. Sumir kjósa að fá gluggann með rauf því hún getur gert það auðveldara að setja í gluggakistu eða lýsingu. Það er þó misjafnt milli smiða hvað þeir kjósa.

 

Hvaða gler ætti ég að velja fyrir baðherbergis gluggann minn?

Ef þú vilt ekki að fólk geti kíkt inn um baðherbergis gluggann þinn, ættir þú að íhuga að panta sandblásið gler eða hrjúft gler. Hrjúft gler hefur lóðrétt mynstur og finnst oft í eldri íbúðum. Sandblásið gler hefur hins vegar matt yfirborð og er oft notað í nýrri heimilum.

 

Hvernig lista ætti ég að velja?

Venjulega mælum við alllaf með orkusparandi listum. Orkusparandi lista mætti einnig kalla skrautlista vegna þess að þeir eru límdir á glerið. Þetta þýðir að glugginn er ein heil glerplata í stað nokkurra minni, og þannig er glugginn þéttari og orka sparast. Ath: Þú munt ekki geta séð að glugginn er heill vegna strimla sem eru á milli glerjanna. Ef þú aftur á móti velur þverskerandi lista, skipta listarnir glerinu upp. Slíkur gluggi er því ekki eins orkusparandi.

 

Ætti að vera bremsa á glugganum mínum?

Ef glugginn er opnanlegur á neðri brún, er ekki hægt að fá hann með bremsu. Á hinn bóginn ef glugginn er hliðarhengdur er hægt að fá hann með bremsu. Bremsa er mjög hentug þegar þú t.d. vilt lofta út, þá getur glugginn verið festur í opinni stöðu. Þannig getur þú forðast að glugginn sláist til í vindinum. Ath: Ef þú velur glugga með bremsu getur glugginn mest opnast í 90 gráður. Gluggi án bremsu getur opnast í 180 gráður.

 

Ertu með spurningu?

Ef ekki skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur í tölvupósti: skanva@skanva.is eða í síma: 558 8400.

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um notkun vafraköku. stefnu okkar