Heimsending frá 9.900,- |

Síminn er opinn til kl.16

 • Karfa Cart

Sveitagluggi

Sveitagluggar eru ein vinsælasta gluggategund hjá Skanva og við skiljum það vel. Sveitagluggar gefur flestum húsum notalegt og fallegt yfirbragð. Verð okkar í sveitagluggum eru mjög samkeppnishæf og þeir eru í boði með 1 – 4 fögum, með hefðbundnum listum sem mynda plús – eða bara með láréttum listum. Á listanum hér að neðan má sjá fjölbreytt úrval af ódýrum sveitagluggum frá Skanva. Ef þú vilt að reikna verð, smellirðu einfaldlega á viðkomandi tegund. Því næst þarftu að slá inn viðeigandi mál og upplýsingar. Þegar þú hefur gert þetta, færð þú verð á nýjum sveitagluggum. Ef þú ert í vafa um hvað þú þarft að hafa í huga áður en þú pantar sveitagluggana, lestu þá Leiðbeiningar um bókun á sveitagluggum hér. Athugið: Stöðluð pöntun er úr kvistlausum við. Ef þú vilt sveitagluggann úr öðru efni, vinsamlegast breyttu efnisvali í verðreikninum. Þá færðu uppgefið rétt verð.

Leiðbeiningar um pöntun á sveitagluggum

Ef þú ert ekki viss um hvað þú þarft að hafa í huga þegar þú vilt panta einn eða fleiri sveitaglugga, lestu hér. Hér förum við yfir spurningar sem margir af viðskiptavinum okkar spyrja áður en þeir panta nýja sveitaglugga.

 

Samantekt innihalds:

 1. Hvaða efni ætti ég að velja?
 2. Hvernig mæli ég fyrir sveitaglugganum mínum?
 3. Hvernig lista ætti ég að velja?
 4. Ætti ég að velja tvöfalt eða þrefalt gler?
 5. Hvaða gler ætti ég að velja fyrir baðherbergis gluggann minn?
 6. Ætti ég panta gluggann minn með eða án raufar?
 7. Ætti sveitaglugginn minn að hafa neyðarútgang?
 8. Ætti sveitaglugginn minn að hafa snúningsopnun?
 9. Ætti ég að panta hann með eða án loftræstiventils?
 10. Ætti að vera bremsa á glugganum mínum?

 

Hvaða efni ætti ég að velja?

Hægt er að fá sveitaglugga úr tré, tré/áli og plasti, en áður en þú tekur ákvörðun um efni, ættir þú að íhuga eftirfarandi:

 • Vill ég lágmarka viðhald?
 • Vill ég viðhalda núverandi útliti heimilisins?
 • Hvað má glugginn kosta?

Ef lágmarks viðhald er mikilvægt, þá er tré/ál eða plast hugsanlega rétti kosturinn fyrir þig. Hins vegar er ekki víst að þessi efni henti þér, þar sem margir telja að gluggar eigi að vera úr tré. Lesa meira um efnisval hér.

 

Hvernig mæli ég fyrir sveitaglugganum mínum?

 1. Fyrst skaltu finna breidd og hæð dyrinnar. Þetta gerir þú með því að mæla að utan – frá útvegg til útveggs.
 2. Athugið Þú ættir að mæla á nokkrum stöðum þar sem veggir geta verið skakkir.
 3. Því næst skaltu draga 2,5 cm frá breidd og hæð dyramálsins.
 4. Þegar þú hefur dregið 2,5 cm frá hefur þú karmmálið.
 5. Það er karmmálið sem þú þarft til að panta nýja gluggann þinn.

ATH: Sjá mælingaleiðbeiningar okkar hér.

 

Hvernig lista ætti ég að velja?

Við mælum alltaf með orkusparandi listum því þeir eru umhverfisvænt val. Listarnir eru límdir á glerið, sem þýðir að gluggin samanstendur af einu gleri frekar en mörgum – sem yrði raunin ef þú veldir þverskerandi lista. Athugið – þú munt ekki sjá að glerið er ein heild því borðar eru límdir á milli glerjanna sem fela það. ATH: Þverskerandi listar leyfa þér að fá mismunandi tegundir af gleri í gluggann. Til dæmis getur þú valið að hafa sandblásið gler neðar og hreint gler ofar. Ef þú vilt slíka lausn, vinsamlegast hafðu samband við okkur þar sem þetta er ekki hægt að velja í verðreikninum okkar.

 

Ætti ég að velja tvöfalt eða þrefalt gler?

Við mælum aðeins með þreföldu gleri í Energy A hús eða stóra glugga, því annar er það mjög lengi að borga sig.

 

Hvaða gler ætti ég að velja fyrir baðherbergis gluggann minn?

Ef þú vilt gera það ómögulegt að sjá inn um gluggann þarft þú að velja á milli sandblásins glers eða Cotswold glers. Cotswold gler samanstendur af mynstri af lóðréttum línum, en sandblásið gler hefur matt yfirborð. Báðar gerðir hleypa ljósi inn í íbúðina. Ath: Hægt er að sjá myndir af báðum gler tegundum í verðreikninum okkar undir “gler” eða hér.

 

Ætti ég panta gluggann minn með eða án raufar?

Hægt er að láta fræsa rauf í karminn, sem auðveldar að setja í gluggakistu og lýsingu. Þú getur valið rauf neðst, í hliðunum eða uppi og svo allt um kring. Rauf er ekki nauðsynleg, þar sem bæði gluggakistu og lýsingu er hægt að setja í án þess að hún sé til staðar. Ath: Ef þú ert í vafa um hvort þú ættir að panta rauf skaltu spyrja smiðinn þinn hvað hann telur best.

 

Ætti sveitaglugginn minn að hafa neyðarútgang?

Samkvæmt byggingareglugerð, skulu öll herbergi hafa neyðarútgang nema baðherbergi og kjallari. Samanlögð opnun glugga verður að hafa breidd og hæð upp á minnst 150 cm. Hvorki breidd ná hæð má þó vera minni en 50 cm. Ef opnunar breidd glugga sem er tvöfaldur eða stærri er minni en 50 cm, getur þú pantað hann sem neyðarútgang, ef þörf krefur. Ath: Sá hluti gluggans sem er neyðarútgangur er með slagbrand sem er festur uppi og niðri á miðjupóst gluggans. Því getur neyðarútgangurinn ekki opnast nema glugginn við hliðina sé opinn. Ef þú þarft að ákveða á hvaða hlið neyðaropnun á að vera, vinsamlegast segðu okkur óskir þínar í athugasemda reit sem þú finnur á sömu síðu og þú setur inn afhendingar upplýsingar.

 

Ætti sveitaglugginn minn að hafa snúningsopnun?

Ef þú býrð á annari hæð eða hærra, getur það verið góð hugmynd að panta gluggann með snúnigsopnun. Snúningsopnun gerir þér kleift að snúa glugganum næstum 180 gráður. Þannig að þú getur auðveldlega þrifið ytra byrðið inna frá.

 

Ætti ég að panta hann með eða án loftræstiventils?

Loftræstiventlar geta hjálpað þér að bæta loftgæðin inni á heimili þínu. Hins vegar skaltu hafa í huga að einn loftræstiventill getur ekki unnið vinnuna einn. Til þess að árangur náist þarftu að ganga úr skugga um að það séu loftræstiventlar á nokkrum stöðum á heimilinu, og helst andspænis hver öðrum, svo að ferskt loft geti flætt í gegnum þinn heimilið.

 

Ætti að vera bremsa á glugganum mínum?

Bremsa gerir þér kleift að festa gluggann í ákveðinni stöðu. Það er kostur því þá getur þú loftað út án þess að glugginn sláist til í vindinum. Bremsan er sett á með því að snúa húninum niður á meðan glugginn er opinn. Þú getur því aðeins fengið glugga með bremsu ef þú pantar líka hún. Ef þú veist ekki hvernig þessi tvö kerfi líta út, getur þú séð myndir af þeim þegar þú hefur valið sveitagluggann – skoðaðu þau undir forskriftinni lokunarkerfi glugga “. Ath: Ef bremsa er valin muntu aðeins geta opnað gluggann í 90 gráðu.

 

Ertu með spurningu?

Ef það eru einhverjar spurningar sem ekki hefur verið svarað skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur í síma: 558 8400 eða tölvupóst: skanva@skanva.is.

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um notkun vafraköku. stefnu okkar