Heimsending frá 9.900,- |

Síminn er opinn til kl.16

 • Karfa Cart

Útihurð og aðalhurð

Með útihurð eða aðalhurð segir þú eitthvað um húsið þegar fólk kemur að, jafnvel áður en það kemur inn í húsið. Útihurðin er því mikilvæg fyrir útlit hússins og hjálpar til við að segja hverjir þar búa. Lestu leiðbeiningarnar okkur um val á útihurð hér. Á listanum hér að neðan má sjá frábært úrval Skanva af útihurðum. Ef þú vilt að reikna verð, smellirðu einfaldlega á viðkomandi tegund. Því næst skaltu sláðu inn stærðir og aðrar upplýsingar. Þegar mál og upplýsingar eru komin inn, færð þú verð á útihurðina þína. Athugið: Í útihurðir er kvistlaus viður forvalinn. Ef þú vilt útihurð úr öðru efni, getur þú breytt því þegar þú hefur valið hurðina.

Leiðbeiningar um val á réttu útihurðinni

Ef þú ert í vafa um hvað þú þarft að hafa í huga þegar þú þarft að kaupa nýja útihurð, lestu hér. Við förum hér yfir þær spurningar sem flestir spyrja áður en þeir panta nýjan bakhurð eða aðalhurð.

 

Samantekt innihalds:

 1. Hvaða efni ætti ég að velja?
 2. Í hvaða stíl ætti nýja útihurðin mín að vera?
 3. Hvaða tegund af hurð ætti ég að velja?
 4. Hurð með hliðarþili?
 5. Hvernig mæli ég fyrir nýju útihurðinni minn?
 6. Hvernig ætti útihurðin að vera á litin?
 7. Á hurðin mín að opnast inn eða út?
 8. Hverskonar læsingu ætti ég að velja?
 9. Ætti ég að velja tvöfalt eða þrefalt gler?
 10. Hvaða tegund af listum ætti hurðin mín að hafa?

 

Hvaða efni ætti ég að velja?

Hægt er að fá útihurð bæði úr tré, tré/áli og plasti. Val þitt veltur á nokkrum hlutum. Þú ættir að spyrja þig eftirfarandi spurninga:

 • Vill ég lágmarka viðhald?
 • Vill ég viðhalda núverandi útliti heimilisins?
 • Hvað má hurðin kosta?

Ef þú vilt lágmarka viðhald, ættir þú að íhuga að panta hurð úr tré/áli eða plasti, en mundu þó að taka tillit til byggingarstíls heimilis þíns. Ef þú býrð til dæmis í timburhúsi, ættir þú að íhuga tré til að breyta ekki yfirbragði heimilis þíns. Lesa meira um efnisval hér.

 

Í hvaða stíl ætti nýja útihurðin mín að vera?

Þegar þú þarft að kaupa nýja útihurð er mikilvægt að kaupa hurð sem passar við húsnæðið. Ef þú býrð til dæmis í húsi í herragarðsstíl, ættir þú að kaupa skrautlega hurð með mörgum smáatriðum – þar á meðal fyllingum, listum og grunnstykkjum. Það hjálpar til við að gefa heimilinu heillandi útlit. Ef þú býrð hins vegar í nútímalegu húsi ættir þú að velja útihurð í einföldum stíl.

 

Hvaða tegund af hurð ætti ég að velja?

Við höfum tvær tegundir af hurðum sem hægt er að nota sem bakhurð og aðalhurð. Bæði rammahurð og flekahurð

Rammahurð:

Ramamhurð samanstendur alltaf af karmi og ramma. Inni í rammann getur þú valið mismunandi fjölda af gluggum og fyllingum. Hurðina er því hægt hannað á marga mismunandi vegu og því hentug í flestar tegundir húsnæðis og að auki hentug bæði sem bakhurð og aðalhurð.

Hægt er að sjá úrval okkar af rammahurðum efst á síðunni.

Flekahurð:

Flekahurð samanstendur alltaf af karmi og ramma. Ef þú vilt geta kíkt út, getur þú valið að fá hurðina með litlum glugga. Gluggarnir fást í eftirfarandi lögun: Hringur, hálf-hringur, ferningi snúið 45 gráður og ílöngum ferhyrningi. Flekahurð er mjög vinsæl í nútímalegum byggingum. Margir nota líka flekahurð í tilbúin hús og kaupa í staðinn útihurð sem bakhurð. Hægt er að sjá úrval okkar af flekahurðum hér.

 

Hurð með hliðarþili

Þú getur alltaf fengið hliðarþil í sama karm og útihurðin -fyrir utan hurðir úr tré/áli sem opnast inn. Hér verður þú að panta tvær aðskyldar tegundir. Ath: Ef þú vilt panta hliðarþil í sama karm og hurðin þarftu að taka það fram í athugasemda reitnum sem þú finnur á sömu síðu og þú slærð inn afhendingar upplýsingar.

 

Hvernig mæli ég fyrir nýju útihurðinni minn?

Þegar þú mælir fyrir hurðinni þarftu að gera eftirfarandi

 • Mæla að utan frá útvegg til útveggs. Þetta mál kallast dyramál.
 • Ath: Veggurinn getur verið skakkur, því þarft þú að mæla á nokkrum stöðum.
 • Frá breidd og hæð dyramáls skal draga 2,5 cm. Þetta verður þú að gera til að það sé pláss fyrir einangrun í kringum hurðina.
 • Þegar þú hefur dregið 2,5 cm frá hefur þú karmmálið.
 • Það er karmmálið sem þú þarft þegar þú vilt slá inn stærðir í verðreikninn okkar.

Ath: Sjá mælingaleiðbeiningar okkar hér.

 

Hvernig ætti útihurðin að vera á litin?

Flestir velja að fá útihurðina í sama lit og gluggana. Þetta er skynsamlegt val og samtímis val, sem þú verður líklega fegin að þú valdir vegna þess að það gefur húsinu samræmda ásýn og rólegt yfirbragð. Þegar velja á lit fyrir útihurðina þína, ættir þú einnig að hafa lit hússins í huga. Litir eins og hvítt, grátt og svart eru mjög vinsælar litir því þeir passa vel við fyrir hvít, gul og rauð hús.

 

Á hurðin mín að opnast inn eða út?

Margir eru í vafa um hvort útihurð eigi að opnast inn eða út. Þú þarft að prófa að standa þeim megin sem hurðn á að opnast. Ef hurðin á að opnast út, skaltu standa fyrir utan til að sjá hvort lamirnar ættu að vera vinstra eða hægra megin. Ef þú kemst að því að þú vilt hafa lamirnar hægra megin þá er hurðin með opnun hægri út. Ef hurðin á að opnast inn, stattu þá inni til að finna út hvoru megin lamirnar eigi að vera. Ef þú vilt lamirnar hægra megin þá er hurðin með opnun hægri inn. Ath: Í verðreikninum okkar eru teikningar sem sýna vel mismunandi valkosti þegar kemur að opunun.

 

Hverskonar læsingu ætti ég að velja?

Við bjóðum upp á tvær gerðir af lásum. Lestu hér fyrir neðan hvað þú ættir að hafa í huga áður en þú velur lás fyrir útihurðina.

Lás/lás:

Ef þú velur þennan kost, er settur sílinderlás bæði að innan og utan. Þessi lausn er snjöll því þá er hægt, t.d. þegar farði er í frí, að læsa hurðinni þannig að það þarf lykil til að opna hana báðumegin frá. Þar með getur hugsanlegur innbrotsþjófur ekki notað hurðina sem útgang.

Ath: Ef hins vegar eldur brýst út á heimili þínu, og innri lykillinn er einhverra hluta vegna týndur, getur þú og fjölskylda þín ekki notað hurðina sem útgönguleið.

Snerill/lás:

Ef þú velur þennan kost, er snerill settur að innan en sílinderlás að utan. Þá, t.d. ef það kemur upp eldur, er alltaf hægt að nota hurðina sem undankomuleið. Og á sama tíma er hurðin útgönguleið fyrir hugsanlegan innbrotsþjóf.

 

Ætti ég að velja tvöfalt eða þrefalt gler?

Báðar gler tegundir uppfylla núverandi byggingareglugerðir – svo þú getur án þess að hafa áhyggjur valið bæði tvöfalt og þrefalt gler. Við mælum aðeins með þreföldu gleri í stóra glugga eða Energi A hús, annars mun það taka of langan tíma að borga sig.

 

Hvers konar lista ætti ég að velja á útihurðina mína?

Við mælum alltaf með að þú veljir orkusparandi lista ef mögulegt er. Orkusparandi listar eru límdir á glerið og eru þar af leiðandi umhverfisvænt val. Þverskerandi listar skipta hins vegar glerinu upp í minni hluta. Mundu! Því fleiri listar í hurðinni því minna ljós kemur inn. Mundu því að fjöldi lista þarf að samræmast stærðinni á hurðinni.

 

Ertu með spurningu?

Ef ekki, skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur í síma: 558 8400 eða tölvupóst: skanva@skanva.is

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um notkun vafraköku. stefnu okkar